SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 4
4 13. nóvember 2011 Eðli málsins samkvæmt hafa fjölmiðlar í Bandaríkjunum rokið upp til handa og fóta í vikunni til að finna hliðstæður við glappaskot Ricks Perry, ógleymanleg úps-augnablik. Ýmsir eru kallaðir: George W. Bush, fyrrverandi forseti, hrasaði stundum á svellinu, eins og þegar hann ávarpaði húsbændur í varn- armálaráðuneytinu með þessum orðum: „Fjendur okkar eru hugmyndaríkir og úrræðagóðir. Þeir eru stöðugt að hugsa um leiðir til að koma höggi á land okkar og þjóð, við líka.“ Ann Richards, þáverandi ríkisstjóri Texas, sló líka í gegn þegar hún sagði eitt sinn um George Bush eldri að hann gæti ekkert gert af því hvernig hann væri. „Hann fæddist með silfurfót í munni.“ Frægt var þegar Gerald Ford, þáverandi forseti, hélt því fram í kappræðum fyrir forsetakosningarnar 1976 að önnur ríki í Austur-Evrópu væru ekki undir neinum áhrifum frá Sovétríkjunum, nefndi hann meðal annars Pólland í því sambandi. Þá bað Joe Biden, núverandi varaforseti, eitt sinn mann á kosningafundi að standa upp svo fólk gæti séð hann. Maðurinn sat hins vegar sem fastast – enda í hjólastól. Með silfurfót í munni og maður í hjólastól beðinn um að standa upp Rick Perry er sagður flinkur í mannlegum samskiptum enda þótt kappræður séu ekki beinlínis hans tebolli. Reuters Hann kafaði eins djúpt og hann mögu-lega gat. Öll spjót stóðu á honum. Enallt kom fyrir ekki, Rick Perry gatekki fyrir sitt litla líf munað hvaða al- ríkisstofnun hann var að gleyma – og beit höfuðið af skömminni með því að segja einfaldlega „úps“. Sjaldan hefur stjórnmálamaður litið eins vand- ræðalega út í sjónvarpi og ríkisstjóri Texas og þátttakandi í prófkjöri Repúblikana- flokksins vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári, í kappræðum frambjóðenda í Rochester, Michigan, í vikunni. Verið var að ræða um niðurskurð í ríkisfjármálum og talið barst að alríkis- stofnununum þremur sem Perry hefur lýst yfir að hann muni leggja niður verði hann kjörinn forseti. „Þetta eru við- skiptastofnun, menntastofnun og ...“ Skyndilega rak frambjóðandann í vörðurnar. Hann mundi ekki hver þriðja stofnunin var. „Þú þarft að leggja niður fimm stofnanir,“ flýtti fram- bjóðandinn við hliðina á honum, Ron Paul, sér að segja til að rugla Perry enn frekar í ríminu. Sal- urinn var byrjaður að hlæja. Þá henti einhver um- hverfisverndarstofnun inn í hringinn og Perry greip það á lofti. En það var ekki hún. Sennilega hefur þetta átt að vera grín enda Perry ríkisstjóri í olíuríkinu Texas. „Geturðu ekki nefnt þá þriðju?“ spurði stjórnandi kappræðnanna og undrunin skein úr svipnum. Aumingja Perry var eins og fjallalamb í háu ljósunum, þar sem hann byrjaði aftur að telja: Viðskiptastofnun, menntastofnun og ... Það kom ekki og Perry veifaði hvíta klútn- um. „Nei, því miður, ég get það ekki. Úps.“ Skelfilegasta augnablikið Netheimar loguðu undir eins. „Þessi gleymska Perrys er skelfilegasta augnablik sem sögur fara af í prófkjöri á seinni tímum,“ skrifaði Larry Sabato, prófessor í stjórnmálafræði við Virginíuháskóla, á samskiptavefnum Twitter. Mark McKinnon, ráðgjafi Johns McCain þegar hann bauð sig fram til forseta 2008, tók í sama streng: „Við urðum vitni að pólitísku sjálfsvígi í beinni útsendingu í sjónvarpi.“ Skelfingu lostinn stuðningsmaður Perrys var heldur ekki upplitsdjarfur á Twitter: „Baráttu Perrys er lokið. Best að drífa sig heim.“ Flestir héldu að kappræðurnar á miðvikudag yrðu erfiðastar fyrir annan frambjóðanda, Herman Cain, sem verst nú ásökunum um kynferðislega áreitni, en axarskaft Perrys hjó hann úr snörunni – alltént um stund. Sjálfur neitaði Cain að afskrifa Perry að kappræðunum loknum. „Bandaríska þjóð- in getur verið fljót að fyrirgefa.“ Fékk hann heilablóðfall? Ekki veitir Rick Perry víst af. Hann kom sterkur inn í slaginn um áskorandaréttinn í forsetakosningunum eftir ár en hefur misst flugið að undanförnu. Fyrst upplýsti Washington Post að veiðihús hans hefði um tíma heitið „Nigger- head“ og síðan fór Perry afskaplega illa af stað í kappræðum frambjóðenda en menn vissu raunar að slíkt form samskipta er ekki hans sterkasta hlið. Svo illa upplagður var Perry í kappræðum í Orlando fyrir skemmstu að blaðamaðurinn Mark Hemingway hjá Weekly Standard velti fyrir sér hvort hann hefði fengið heilablóðfall. Þrátt fyrir ágjöfina er Perry hvergi af baki dott- inn. Morguninn eftir glappaskotið í Michigan fór hann í hvert viðtalið af öðru og hét því að halda ótrauður áfram. „Fólk gerir mistök, mismælir sig eða gleymir nöfnum á stofnunum eins og ég gerði. Ef til vill er ég ekki besti kappræðumaður sem sögur fara af eða sleipasti stjórnmálamaðurinn. En ég læt verkin tala,“ sagði hann vígreifur við sjón- varpsstöðina CNN. Allra augu verða eflaust á Perry í næstu kappræðum frambjóðenda repúblikana í Spartanburg, Suður-Karólínu, í kvöld, laugar- dagskvöld. Tekst honum að berja þar í brestina? Og meðan ég man, stofnunin sem Perry gat ekki nefnt í kappræðunum er orkustofnun. Rick Perry í kappræðunum örlagaríku í Rochester sl. miðvikudag. Reuters Úps, hann gerði það aftur! Framdi Rick Perry pólitískt sjálfsvíg í beinni útsendingu? Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Herman Cain James Richard Perry er 61 árs að aldri. Hann tók við emb- ætti ríkisstjóra í Texas þegar George W. Bush var kjörinn forseti árið 2000. Enginn rík- isstjóri hefur setið lengur í sögu Texas. Hann er kvæntur æskuástinni sinni, Anitu Thig- pen, og eiga þau tvö börn, Griffin og Sydney. Perry velur orð sín af kostgæfni. Reuters Þaulsætinn ríkisstjóri

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.