SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 33
13. nóvember 2011 33
hann hefur komið hingað oftar en einu
sinni, þar á meðal í brúðkaupsferð, og
síðasta plata Instrumenti var tekin upp í
Gróðurhúsinu hjá Valgeiri Sigurðssyni.
Svo má nefna retroelektrósveitina Film
frá Grikklandi sem átti snilldarlög í
bland við frekar slök. Þau tóku mér líka
vel sem Íslendingi, enda héldu þau að
ástandið væri verra hér heima en í
Grikklandi (og ég fékk það ekki af mér
að leiðrétta það).
Hvað um Austurríkismennina?
Hvað þá um Austurríkismennina?
spyr kannski einhver, eða kannski ekki.
Þeir voru allt frá því að vera frábærir í
drepleiðinlegir, eins og gengur og gerist.
Einna bestir voru þeir þegar þeir voru
ekki að reyna að slá í gegn, sem er
reyndar einkenni góðra rokksveita, þ.e.
að reyna ekki að slá í gegn og ná því þá
kannski fyrir vikið. Þeir félagar Martin
Kaltenbrunner og Günther Gessert
komu fram undir nafninu Reactamin,
sem er nafn hljóðfæris úr smiðju dr.
Kaltenbrunners (hann er doktor við
Lista- og hönnunarháskólann í Linz).
Tónlistin var ekki spennandi, heldur
gamaldags og fulllin, en forvitnileg engu
að síður.
Aber das Leben lebt er sannkallað
stuðband og nýtur hylli á heimaslóð,
mjög fjörugir og geysiþéttir. Það var
ekki eins gaman að hlusta á Likewise,
sem spilar þjóðlagakennd popp, en ég
fékk þó tár í augun einu sinni; þegar
stúlkan sem spilaði á fiðluna kom illa
falskt inn í millikaflann á einu laginu;
gæsahúð og allt, en ekki af gleði.
Rúsínur tvær
Síðasta daginn kom svo rúsínan í pylsu-
endanum, það sem maður vonast alltaf
eftir að sjá á slíkum hátíðum, hljóm-
sveit, eða tónlistarmaður, sem lætur
mann gleyma stað og stund, sem gerir
hangsið og flækinginn bærilegan.
Stundum er enginn slíkur, en í Vín-
arborg þetta haustkvöld, síðasta kvöldið
og síðustu atriðin, voru tvennir eft-
irminnilegir tónleikar. Hinir fyrri voru
tónleikar Matthias Frey, sem kallar sig
Sweet, Sweet Moon, í listasafni sem
voru framúrskarandi, en Frey lék á fiðlu
og gítar á milli þess sem hann nýtti sér
rafeindatækni til að smíða sönglykkjur
og til að margfalda gítarinn eða fiðluna.
Tilraunakennt og frábærlega vel heppn-
að.
Síðasta hljómsveitin sem ég sá var svo
sú besta reyndar ekki austurrísk, heldur
pólsk-þýskt samstarf af bestu gerð,
þjóðlagaskotið síðrokk með hljómsveit-
inni Kyst, en norrænt nafnið vísar í það
að sveitin var stofnuð í Noregi á sínum
tíma. Þess má geta að einn liðsmanna
Kyst er þýski tónlistarmaðurinn Touchy
Mob, sem ég hitti einmitt á götu í mið-
borg Reykjavíkur fyrir stuttu – hann var
að spila á Airwaves. Þannig rennur allt
saman í eina alheimsblöndu þar sem all-
ir eru vinir og allir spila saman.
Sweet, Sweet Moon, aukasjálf Matthias Frey, var framúrskarandi frumlegt.
Simone Eilmsteiner
ÉG ELSKA ÍSLAND hrópaði Shipsi,
söngvari Instrumenti.
Matthias Hombauer
Góðan og blessaðan daginn, kæru Íslendingar. Á þessu ári hélt ég ávit ævintýranna til suðrænna heima, nánar tiltekið til Ekvador.Lífið í hinum suðræna heimi er mjög frábrugðið hinu íslenskahversdagslífi.
Á Íslandi stunda ég nám við Menntaskólann í Reykjavík. Í Ekvador var
mér úthlutað skólanum Dario Figueroa Larco í höfuðborginni Quito og hann
er ansi mikil tilbreyting. Hérna þurfa allir nemendur að vera í skólabúningi
og ég held að maðurinn sem hannaði skólabúninginn fyrir skólann minn
hafi verið litblindur af því að hann er hor-
grænn og gulur á litinn.
Allir hér í Suður-Ameríku eru ansi litl-
ir, vinkona mín Guðbjörg Erla væri seint
kölluð lítil hérna, hún væri talin með-
alstór. Menntakerfið hérna í Ekvador er
langt frá því að vera eitthvert konfekt og
þess vegna þarf ég varla að gera neitt í
skólanum, bara að læra spænsku. Einu
sinni í skólanum þurfti ég að semja ljóð og
kennarinn sagði mér að semja ljóð á ís-
lensku um hvað sem ég vildi. Ég vissi
voða lítið hvað ég átti að skrifa og þegar
kom að mér að standa upp fyrir framan
bekkinn og lesa upp ljóðið mitt hafði ég
skrifað niður gulur, rauður, grænn og blár
og strax eftir það las ég upp krummi
krunkar úti. Það var mjög erfitt að halda
niðri í sér hlátrinum þegar ég fékk klapp
frá bekknum fyrir fallega frumsamda
ljóðið mitt en mér tókst að halda andliti.
Þrátt fyrir frábæra undirstöðu í
spænsku frá Iðunni Leósdóttur, spænsku-
kennara MR, var mjög erfitt að tjá sig í
fyrstu og hérna talar enginn ensku. Eftir
tveggja mánaða dvöl var ég byrjaður að
geta tjáð mig á fullu og skildi flest sem
fólk sagði við mig. Í dag get ég mjög vel
talað spænsku og maður verður bara betri
með hverjum deginum sem líður af því að
maður talar alltaf spænsku hérna, nema
þegar ég hitti aðra skiptinema.
Einu sinni í mánuði er „bailoterapia“,
sem virkar þannig að allir kennarar og nemendur skólans fara út á fótbolta-
völl og dansa. Skólinn ræður til sín danskennara sem er með okkur í heilan
klukkutíma að dansa. Danskennarinn sem skólinn réð er kona sem dansar
eins og hún hafi fengið sér sýru og kókópuffs í morgunmat. Það er afar
fyndið að horfa á kennarana dansa af því að þeir eru allir ansi vel í holdum
og þetta eru svo kraftmiklir dansar að maður sér hliðarspik sveiflast út um
allt.
Nýlega var 18 ára afmælið mitt hérna í Ekvador og það er hefð hérna að
flengja afmælisbarnið á afmælisdaginn. Þann 21. október fór ég í árgangs-
partý og þegar klukkan sló miðnætti og 22. október var runninn upp tóku
vinir mínir fram leðurbelti og ég var flengdur 18 sinnum á rassinn. Í þetta
árgangspartý komu tveir kennarar og þeir komu bara til þess að djamma.
Kennararnir dönsuðu við nemendur sína ansi kynferðislega og það eina sem
ég hugsaði var: Vá, hvað þessir menn yrðu kærðir á Íslandi fyrir þetta!
Landslið Ekvador er að gera góða hluti um þessar mundir og fer ég á
landsleik Ekvador og Perú þann 15. nóvember, þar sem ég vona að „bróðir
minn frá annarri móður“, hann Antonio Valencia standi sig vel. Ég verð að
segja að Ekvadorarnir eru ansi lélegir í því að tapa en þeir eru einnig ansi lé-
legir í því að vinna. Eftir landsleik Ekvador og Venezúela, þar sem Ekvador
vann 2:0, mynduðu Ekvadorarnir hring í kringum stuðningsmenn Vene-
zúela og öskruðu: „Tvö, núll!“ látlaust framan í þá í svona 5 mínútur þangað
til löggan kom og stöðvaði þetta.
5. nóvember fór ég á tónleika hjá engum öðrum en Aerosmith. Tónleik-
arnir voru haldnir á þjóðarleikvangi Ekvador sem heitir Estadio Olimpico
Atahualpa og þar komast fyrir um 40.000 áhorfendur. Þrátt fyrir að Steven
Tyler og félagar séu í eldri kantinum þá hafa þeir alls engu gleymt. Það eft-
irminnilegasta frá tónleikunum var þegar Steven Tyler ropaði ansi hátt í
míkrófóninn og sagði: „Too much cerveza!“ og svo hófu þeir að syngja
„Don’t Wanna Miss a Thing“. Það augnablik kalla ég fullkomið.
Arnar Óli Björnsson
Póstkort frá
Quito
’
Það eftir-
minnilegasta
frá tónleik-
unum var þegar
Steven Tyler ropaði
ansi hátt í míkrófón-
inn og sagði: „Too
much cerveza!“
Arnar Óli Björnsson