SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 35
13. nóvember 2011 35 búning að ofbeldisaðgerðum, sem hvað eftir annað var gripið til auk vopnasöfn- unar, verður ljóst að stjórnmálaástandið hér á 20. öldinni hefur verið miklu við- kvæmara og eldfimara en fólk gerði sér grein fyrir á þeim tíma. Þetta er ekki bara fortíð. Af þessari sögu má margt læra um framtíðina og sam- skipti okkar við önnur ríki og ríkja- bandalög. Þótt frásögn Hannesar Hólmsteins sé ýtarleg og vönduð veit hann ekki allt. Sag- an verður aldrei sögð að fullu og öllu. Mér þótti forvitnilegt að lesa frásögn hans af atburðum, sem ég gat fylgzt með úr nokk- urri nálægð. Hannes Hólmsteinn rekur t.d. ýtarlega handtöku sovézkra njósnara við Hafravatn í janúar 1963. En sagan er ekki öll sögð í bók hans og verður heldur ekki sögð hér. Undir yfirborði þessarar frásagnar leynast dýpri mið – ef svo má að orði komast! Hannes segir á bls. 431 í tengslum við umfjöllun um Tónabíósfundinn fyrir þingkosningarnar 1967: „Þótt Björn Jónsson kæmi úr Sósíalista- flokknum, fylgdi hann Hannibal að mál- um og var aðalheimildarmaður Morgun- blaðsins um átökin í Alþýðubandalaginu en það var sósíalistum áhyggjuefni, hversu nákvæmar fréttir blaðsins voru jafnan af þeim.“ Þetta er ekki rétt. Það var ekki fyrr en á árum vinstri stjórnar Ólafs Jóhannes- sonar, sem sterk tengsl sköpuðust á milli Morgunblaðsins og Björns Jónssonar en þó ekki bein heldur fyrir milligöngu þriðja manns. Hins vegar er það rétt, að sósíal- istar höfðu meirihluta viðreisnaráratugar- ins miklar áhyggjur af því hve nákvæmar fréttir Morgunblaðið birti af innri mál- efnum Sósíalistaflokksins. Það hefur aldrei verið upplýst hver sá „Deep Throat“ var svo vitnað sé til hugtakanotkunar í Wa- tergate-málinu. Það er hins vegar stað- reynd, að æskuvinur minn, Ragnar Arn- alds, hringdi í mig daginn eftir Tóna- bíós-fundinn og sagði að frétt blaðsins af þeim fundi væri svo nákvæm að við hlyt- um að hafa haft upptökutæki á fundinum. Ég sagði honum sem satt var að við hefð- um að sjálfsögðu ekki haft slíkt tæki á lok- uðum fundi Alþýðubandalagsins. Hannes víkur að komu nýs sovésks sendiherra til Íslands árið 1975 og segir að hann hafi verið sóttur í raðir KGB. Rétt er að Morgunblaðið tók á móti Georgíj N. Fa- rafonov, þegar hann kom til Íslands til þess að taka við embætti sínu, með frétt- um um að hér væri kominn sovézkur njósnari. Af þeim fréttaflutningi varð nokkurt fjaðrafok. En hvernig gat Morg- unblaðið fullyrt að hér væri njósnari á ferð? Það gerðist svona: Dag einn þetta ár fékk ég upphringingu utan úr bæ og var hvattur til að fletta upp grein, sem hefði birzt í New York Times í júní 1967 eftir heimskunnan bandarískan blaðamann á þeim tíma, C.L. Sulzberger. Það var ekki jafn auðvelt þá eins og nú að fletta upp í gömlum blöðum, hvað þá er- lendum, og tæpast hægt nema fara á stað- inn sem varla var réttlætanlegt kostnaðar- ins vegna. Í París hafði hins vegar aðsetur sölu- stjóri New York Times, sem Morgunblaðið hafði átt samskipti við um efniskaup. Hann tók ljúflega ósk um að kanna málið og sagði að Sulzberger hefði skrifstofu í sama húsi. Nokkru seinna barst afrit af greininni. Þar skýrði blaðamaðurinn frá því, að nýlega hefði birtzt á vettvangi í Evrópu ný tegund af sovézkum ofur- njósnara (superspy), sem heyrði beint undir sérstaka nefnd miðstjórnar Komm- únistaflokks Sovétríkjanna (en ekki KGB). Þessi ofurnjósnari var nafngreindur. Þar var kominn Farafonov, hinn nýi sendi- herra Sovétríkjanna á Íslandi tæpum ára- tug síðar. Hvaðan hafði sá, sem í mig hringdi, upplýsingar um þessa gömlu blaðagrein svo mörgum árum seinna? Ég veit það ekki en mig grunar að þær upplýsingar hafi verið komnar frá leyniþjónustu á einu Norðurlandanna. Hvaðan hafði C.L. Sulzberger sínar upp- lýsingar? Ég veit það heldur ekki en mig grunar að hann hafi haft þær frá CIA og þetta hafi ekki verið í eina skiptið, sem sá blaðamaður byggði greinar sinar á slíkum upplýsingum. Það voru miklar sviptingar í Komm- únistaflokknum, Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalaginu á þessum tíma en samt tókst gömlu mönnunum og arftök- um þeirra ótrúlega vel að halda lykil- völdum í sínum höndum. Af þeim sökum þótti mér það mikið afrek hjá Ólafi Ragn- ari Grímssyni að ná kjöri sem formaður Alþýðubandalagsins 1987 og Hannes Hólmsteinn fjallar um í bók sinni. Það var í fyrsta sinn, sem þeir réðu því ekki hver sat á formannsstól í þeim flokki eða forverum hans. Þau úrslit lita samskipti forseta Ís- lands og forystumanna VG nú nær aldar- fjórðungi síðar. En svo er önnur hlið á þessari sögu kommúnistanna á Íslandi, sem hefur vafizt töluvert fyrir mér eftir að lesa bók Þórs Whiteheads um Sovét-Ísland og leit- ar aftur á mig nú við lestur á hinni nýju bók Hannesar Hólmsteins og hún snýr að íslenzku samfélagi, kostum þess og göll- um. Hér eru margvísleg tengsl á milli fólks, vinátta, kunningsskapur, frænd- semi og tengdir. Þetta kemur skýrt fram í frásögnum bæði Hannesar Hómsteins, Solveigar Ein- arsdóttur (Olgeirssonar) o.fl. af sam- skiptum Ólafs Thors og Einars Olgeirs- sonar. Þessi gömlu tengsl afstýrðu stórátökum á vinnumarkaði við lok forsætisráðherraferils Ólafs í nóvember 1963. Við getum trúað hinu versta um fólk, sem við þekkjum ekki. En við trúum ekki öllu hinu versta um fólk, sem við þekkj- um. Í bók Hannesar er vikið með gagnrýn- um hætti að konu, sem hét Ragnheiður Möller og var virk í Kommúnistaflokkn- um. Ég var heimagangur hjá Ragnheiði Möller í mörg ár vegna vináttu minnar og elzta sonar hennar, Magnúsar Jónssonar, kvikmyndaleikstjóra, sem menntaður var í Moskvu. Ég met hana af mínum eigin kynnum af henni, sem voru góð, og geri lítið með það, hvernig um hana kann að hafa verið talað af sumum flokkssystk- inum, m.a. vegna þess að ég veit hvernig talað er um fólk í flokkum. Hannes Hólmsteinn víkur að Magnúsi Jónssyni í bók sinni og telur að hann hafi ekki átt langt að sækja samúð með ráð- stjórninni. Magnús Jónsson, sem dó langt fyrir aldur fram, var einhver sannfærðasti kommúnisti, sem ég hef þekkt um dag- ana, og leyndi því ekki, heldur þvert á móti. Hann taldi mig mesta afturhald, sem hann hefði nokkru sinni kynnzt, en hvor- ugt hafði áhrif á vináttu okkar. Persónuleg tengsl af þessu tagi á milli fólks með ólíkar stjórnmálaskoðanir er að finna um allt samfélag okkar vegna smæð- ar þess. Hvernig komum við heim og saman þessum persónulegu tengslum og póli- tísku uppgjöri? Sjálfsagt er ekki til neitt eitt svar við því. Svo getum við litið í eigin barm. Hannes Hólmsteinn rekur ýtarlega boðsferðir og heimsóknir kommúnista á Íslandi austur fyrir tjald. Veruleikinn er auðvitað sá, að við, sem vorum hinum megin við þessa víglínu í kalda stríðinu, fórum í slíkar boðsferðir til Bandaríkjanna og til Atlants- hafsbandalagsins. En við fórum að vísu ekki til þess að taka við fyrirmælum um hvað við gerðum hér heima eða til þess að sækja fé til að fjármagna þá starfsemi. Við getum líka velt fyrir okkur hlut- skipti þeirra, sem tapa. Kommúnistar töpuðu. Hinn alþjóðlegi kommúnismi hrundi. Kína er að verða háborg kapítal- ismans en að vísu undir alræðisstjórn. Þeir sem tapa hafa alltaf rangt fyrir sér. Svonefndir þjóðernisjafnaðarmenn (öðru nafni nazistar) töpuðu. Þeir voru og eru útskúfaðir og í mun ríkara mæli en kommúnistar. Þó voru mun fleiri drepnir í nafni kommúnismans en á vegum nazista. Mér finnst Hannes Hólmsteinn hafa unnið mikið afrek með þessari bók. Það liggur við að það sé veikleiki á bókinni hvað hann gerir lítið af því að draga álykt- anir af þeim upplýsingum, sem hann hef- ur safnað saman, og mundi kannski ein- hver telja það ólíkt höfundinum, sem er betur þekktur fyrir flest annað en að liggja á skoðunum sínum. Myndirnar í bókinni eru stórmerkilegar og frágangur mjög góður. Styrmir Gunnarsson Frá heimsmóti æskunnar í Austur-Berlín 1951. Margir íslenskir æskumenn sóttu þessi heimsmót, og skipulagði Æskulýðsfylkingin á Íslandi þátttökuna. Bunde Ingi R. Helgason flytur þingi sovéska kommúnistaflokksins kveðjur Sósíalistaflokksins 1966. Lengst t. h. situr Súslov, sem veitti Sósíalistaflokknum háan styrk 1956. Í bókinni um íslenska kommúnista er fjöldi sögulegra ljósmynda. Hér er ein þeirra, af æsku- lýðsleiðtogum á þingi Kominterns sumarið 1920. Hendrik Ottósson og Brynjólfur Bjarnason standa lengst t. h. Í bókinni eru flestir aðrir leiðtogarnir nafngreindir og sagt, hvað um þá varð, en margra þeirra biðu dapurleg örlög.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.