SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 45
13. nóvember 2011 45 H vað gerir ófermdur unglingur sem neyðist til að hefja skólagöngu á nýjum stað með fullkomlega flekkað orðspor? Því fáum við að kynnast í fyrstu skáldsögu Arndísar Þórarins- dóttur, Játningar mjólkurfernu- skálds. Arndís skrifar skemmtilegan og lipran texta sem rennur vel. Það er margt í hugarheimi ung- lingsins sem hljómar kunnuglega og er grátbroslegt, endalaus bar- átta unglingsins við að passa inn á réttum stöðum, þekkja rétta fólkið og vera einfaldlega metinn að verðleikum er eitthvað sem flestir ættu að geta samsamað sig við. Þarna koma svo að sjálf- sögðu við sögu vinsælasta stelp- an í skólanum, sæti strákurinn og utangarðskrakkarnir sem leggja sig fram um að passa ekki í hið fastmótaða form unglingsins. Sagan er líka áhrifarík og held- ur manni vel við efnið. Hvernig ætli standi á því að hin sakleysis- lega Halla hafi ratað í slíkar ógöngur? Þá er gaman og áhuga- vert að lesa um framgöngu Höllu í skólanum nýja, um samskipti hennar við samnemendur og fyrrverandi bestu vinkonuna sem og að lesa um vangaveltur hennar um réttlætið og ranglætið í heiminum og merkingu ferm- ingarinnar fyrir hvern og einn. Löstur bókarinnar er kannski helst ótrúverðug frásögn af framgangi kennaranna í hinum nýja skóla. Það er gömul saga og ný að nemendum í gagnfræða- skóla þykja sumir kennarar sínir kannski ekki skemmtilegasta fólk í öllum heiminum en ég leyfi mér að efast um að kennurum sem í dag haga sér líkt og Björgvin stærðfræðikennari og Gunnhildur sögukennari sé sætt í starfi. En bókin er sem fyrr segir skemmtileg lesning fyrir alla unglinga og ætti að vera hvetj- andi fyrir hvern og einn að berj- ast fyrir því að fá að vera hann sjálfur, sem og að sýna öðru fólki umburðarlyndi þó það sé ekki eins og maður sjálfur. Fermingarstúlka með flekkað orðspor Arndís Þórarinsdóttir skrifar skemmtilegan og lipran texta. Morgunblaðið/Ómar Bækur Játningar mjólkurfernu- skálds bbbmn Eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Mál og menning gefur út. 240 bls. Birta Björnsdóttir Það skal fullyrt að fal-legasta bókin á mark-aði þetta árið sé Ís-lenskir fuglar eftir hinn sanna snilling Benedikt Gröndal. Fuglar eru merkileg fyrirbæri en þótt ég hafi eins og allir unun af fuglum himinsins hef ég aldr- ei fundið hjá mér þörf fyrir að eiga myndir af þeim í bók. Eða svo hélt ég, þar til ég sá bók Gröndals. Þá varð mér ljóst að þessa bók yrði ég að eignast. Þetta var svo sterk tilfinning að ég trúði því að ég yrði fremur vansæl ef ég eignaðist hana ekki. Þessi bók er einfaldlega lista- verk. Maður flettir henni í lotn- ingu og fagnar því að eiga slíka dásemd í bókaskápnum. Útlit, hönnun, texti, myndir Grön- dals, allt verður þetta að ger- semum í einni bók. Svo má dást lengi og mikið að hinni fallegu rithönd Gröndals. Það er gott til þess að vita að bókaforlög sýni metnað í útgáfu eins og Crymogea gerir nú. Við sem erum sérstakir aðdá- endur Dægradvalar og annarra verka Gröndals fögnum því að sjá þessa nýju hlið á skáldinu okkar. Gröndal var ákaflega sér- stakur maður, frábær stílisti sem hefur haft mikil áhrif og vakið aðdáun, og beittur húm- oristi sem nöldraði iðulega afar skemmtilega og gat verið einkar meinhæðinn og grimmur í garð manna. Eiginlega sárvorkennir maður þeim sem urðu fyrir barðinu á honum. Það er list að kunna að stinga svo undan svíði. Og svo kemur hann okkur á óvart árið 2011 með einstaklega fallegum og listfengum teikn- ingum og skrifum um fugla. Benedikt Gröndal er enn að auðga líf okkar og blandar sér í jólabókaflóðið með sérlega eft- irminnilegum hætti. Veri hann hjartanlega velkominn! Lista- verk Gröndals ’ Þessi bók er einfaldlega listaverk. Mað- ur flettir henni í lotn- ingu og fagnar því að eiga slíka dásemd í bókaskápnum. Útlit, hönnun, texti, mynd- ir Gröndals, allt verður þetta að ger- semi í einni bók. Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar ÞÁ OG NÚ 22.9.-31.12. 2011 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Jóns Proppé listheimspekings. SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýn- ingin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Holdtekja – The Carnal Imperative Guðný Kristmanns 22.október - 4. desember Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Fjölbreyttar sýningar: Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu Skipulag og óreiða. Teikningar Ólafar Oddgeirsdóttur Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Guðvelkomnir góðir vinir! Útskorin íslensk horn Þetta er allt sama tóbakið! - Útskornir kistlar Hádegiserindi þriðjudaginn 15. nóvember kl. 12:05: Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu Inga Lára Baldvinsdóttir fjallar um ljósmyndun Hjálmars Glæsileg safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum 29. október–30. desember 2011 Samræmi Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson Hamskipti Hildur Yeoman og Saga Sigurðardóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 12. nóv. til 11. des. 2011 Sigtryggur Bjarni Baldvinsson „Móðan gráa -Myndir af Jökulsá á Fjöllum“ Opnun laugardaginn 12. nóv. kl. 15.00 Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ HLUTIRNIR OKKAR (9.6.2011 – 4.3.2012) Síðasta sýningarhelgi PIA HOLM: Textílhönnun fyrir MARIMEKKO (7.10. – 13.11.2011) HVÍT JÓL (28.10.2011 – 15.1.2012) Ókeypis aðgangur á miðvikudögum Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ALMYNSTUR Arnar Herbertsson JBK Ransu Davíð Örn Halldórsson Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið fim.-sun. Kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.