SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Page 39
13. nóvember 2011 39
„Hraun ruddist fram á nokkrum stöðum í miklu magni í hlíðum
Heklu í gær, en í gærkvöldi höfðu eldar minnkað í suðurhlíðum
Heklu þótt hraun rynni stöðugt og gaus þá meira í austurhlíðum og á
tindi fjalladrottningarinnar. Rann hraun Skjólkvíamegin og við
Litlu-Heklu, en nokkrir gígastjakar voru virkir í suðurhlíðinni sem
glóði öll fyrstu nótt eldgossins,“ sagði í áðurnefndri Morgunblaðs-
frétt sem skrifuð var að kvöldi mánudags, en þá hafði gosið staðið í
rúman sólarhring. Gosið stóð þó í aðeins fáeina daga; var fljótt að
fjara út þó kraftur þess í upphafi væri mikill. Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur spáði því raunar í fyrstu að gosið stæði í mánuði.
Strax við upphaf eldgossins varð gossprungan liðlega 5 km löng,
en um kvöldið rifnaði jörðin lengra til suðurs þannig að sprungan
varð liðlega 6 km löng. Aldrei áður höfðu sprungur í Heklugosi rifn-
að svo langt til suðurs, en áður en rifan til suðurs opnaðist má segja
að hún hafi verið nákvæmlega eins og í gosinu 1947. Eldgosið varð til
þess að spilla afréttum Landmanna til dæmis í Sölvahrauni norðan
Heklu, enda þótt búsifjar yrðu ekki miklar í byggð á Suðurlandi.
Hins vegar gætti þeirra í ríkari mæli á Norðurlandi; öskuský frá eld-
fjallinu barst norður yfir heiðar og aðeins fáeinar klukkustundir liðu
frá upphafi gossins uns aska hafði lagst þar yfir; pylsur á útigrilli á
Akureyri urðu krímugar og óhirt hey á túnum varð eins og sótugt.
„Hekla er ungt eldfjall, nærri 1500 metra hátt og í laginu eins og
bátur á hvolfi,“ segir Ari Trausti Guðmundsson í bókinni Eldgos 1913
- 2004. „Eftir löng goshlé verða iðulega mjög öflug gjóskugos í
Heklu. Þau valda tjóni og gosefnamagnið er þvílíkt að ljós askan og
vikurinn dreifast yfir tugþúsundir ferkílómetra lands.“
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Pylsur á úti-
grilli á Akur-
eyri urðu
krímugar og óhirt
hey á túnum varð
eins og sótugt
Ari Trausti
Guðmundsson
númer eitt, bandarísku The Office og American Gangster.
Hann hefur líka leikið í myndinni Obsessed á móti Beyoncé
Knowles, en myndin fór beint á toppinn þegar hún var frum-
sýnd vestra fyrir tveimur árum. Hann lék í stórmyndinni Thor
á þessu ári og í annarri á næsta ári, Prometheus í leikstjórn Rid-
leys Scott.
Elba svo sannarlega hæfileikaríkur en hann er líka plötu-
snúður og kemur fram undir nafninu DJ Big Driis og hefur líka
sent frá sér tvær stuttskífur með eigin tónlist.
Tekur hann við hlutverki James Bond?
Nafn hans hefur verið nefnt í tengslum við hinn fræga njósnara
James Bond en hann hefur verið nefndur sem eftirmaður Dani-
els Craig. Mörgum þótti nóg um að Bond yrði ljóshærður þegar
Craig tók við en ef Elba tæki við myndi Bond skipta um kyn-
þátt. Elba er spenntur fyrir hlutverkinu en myndi ekki vilja
vera þekktur einvörðungu sem „hinn svarti Bond“. „Held ég að
þetta eigi eftir að gerast? Nei, en ég hef það sem þarf. Ég get
hlaupið um, daðrað við dömur og drukkið. Auk þess er ég
enskur,“ sagði hann í viðtali við breska blaðið Guardian árið
2009.
Hann er ennþá spenntur fyrir hugmyndinni tveimur árum
síðar þó hann hafi efasemdir.
„Þetta er gamall orðrómur,“ sagði Elba við CNN í mán-
uðinum. „Ég myndi gera þetta en ég vildi ekki bara vera kall-
aður fyrsti svarti James Bond. Skilurðu hvað ég á við? Sean
Connery var ekki bara skoski James Bond eða Daniel Craig blá-
eygði Bond.“
Ljóst er að hann myndi valda hlutverkinu enda vanur því að
leika harða nagla en þetta eru ótímabærar hugleiðingar.
Luther er mjög einbeittur í starfi sínu og
er það bæði blessun og bölvun fyrir þá
sem standa næst honum.
Þau hljóta að hafa rétt fyrir sér. Þau nema og starfa viðPrinceton-háskóla! Hversu oft hefur orðum fræða-manna verið tekið sem heilögum sannleika vegna þesshvar þeir starfa, jafnvel þótt það sem þeir hafa að segja
sé algjör vitleysa? Það gerist nefnilega að fræðamenn flaggi gild-
um sínum í stað vísindalegra gagna og vinni skaða með því að
halda því fram að þeir hafi einhvers konar sérþekkingu vegna
þess hvar þeir kenna – ekki vegna þess hvað þeir kenna eða
hvert fræðasvið þeirra er.
Í nýlegri grein í New York Times vöruðu Robert George og
Melissa Moschella foreldra ranglega við því að nemendur í kyn-
fræðslu væru hvattir til
þess að hunsa allt sem þeir
hefðu lært af foreldrum
sínum um kynlíf. Þau
héldu því einnig fram að
börnin væru „kynlífs-
vædd“ í gildislausu um-
hverfi, þar sem kenn-
ararnir þvinguðu upp á þau
eigin hugmyndafræði
varðandi kynlíf. Þau líktu
kynfræðslu samkvæmt
námskrá við það að neyða
múslima til að senda börn-
in sín í kaþólska messu.
Venjulegum lesanda mun
skiljanlega þykja þetta
skelfilegt. Jafnvel þeir sem
vilja og styðja kynfræðslu í
skólum fyrir börnin sín, og
þeir eru í meirihluta, munu
setja spurningarmerki við
slíkar kennsluaðferðir, sér-
staklega þegar þær hafa
verið gagnrýndar af fræða-
mönnum við Berg-
fléttudeildarháskólana.
(The Ivy League) Þar sem höfundar greinarinnar tengjast Prince-
ton eru meiri líkur á því að foreldrar trúi fyrrnefndum öf-
ugsnúnu upplýsingum en að þeir dragi sannleiksgildi þeirra í efa,
hvað þá hvort höfundarnir séu í raun og veru hæfir til þess að tjá
sig um viðfangsefnið.
Fáir foreldrar munu setja spurningarmerki við það að George,
stjórnmálafræðiprófessor, og Moschella, doktorsnemi í stjórn-
málafræði, hafa hvorugt bakgrunn í kynfræði. Margir munu ýta
þeirri staðreynd til hliðar að George er þvert á móti stofnandi
American Principles Project, hægri sinnaðra og íhaldssamra
samtaka, sem berjast á móti til dæmis hjónaböndum samkyn-
hneigðra. Margir munu ekki velta því fyrir sér hvers vegna
greinarhöfundarnir vísa ekki í nein gögn, engar rannsóknir, til
þess að sanna staðhæfingar sínar. Princeton-tengingin trompar
allt.
Eins og allir þeir sem kenna kynfræðslu geta borið vitni um þá
miðar kennslan meðal annars að því að vinna með viðhorf fjöl-
skyldna til kynlífs, gildi þeirra og trúarskoðanir, og hvernig þau
spila inn í ábyrgðarfulla ákvarðanatöku. Í kennslunni er leitast
við að styðja hugmyndafræði foreldranna varðandi kynlíf, á
sama tíma og ungmennin fá þær upplýsingar sem þau þurfa til að
viðhalda kynheilbrigði sínu. Sannanir þess efnis má meðal ann-
ars finna með því að skoða námskrána. Ágæti hennar er síðan
hægt að fá staðfest með því að fara í gegnum hinar mörgu rann-
sóknarniðurstöður sem sýna fram á hversu gagnleg kynfræðsla
er.
Þrátt fyrir það tekur fólk mark á grein George og Moschella
vegna þess að þegar þau skrifa undir hana tengja þau sig við
Princeton-háskóla. Þar sem slík tenging vegur jafnt þungt og
hún gerir er eðlilegt að fólk spyrji sig að því hvort fræðamönnum
ætti yfirleitt að leyfast að minnast á slíkar tengingar þegar þeir
birta greinar sem byggjast á persónulegu gildismati.
Þegar skólinn
skiptir meira máli
en það sem sagt er
’
Þau héldu því
einnig fram að
börnin væru
„kynlífsvædd“ í gild-
islausu umhverfi, þar
sem kennararnir
þvinguðu upp á þau
eigin hugmyndafræði
varðandi kynlíf.
Kynfræð-
ingurinn
Dr. Yvonne Kristín
Fulbright
Princeton: Heilagur sannleikur?
Læknir í Kaliforníu, Gregg Homer, hefur
kynnt nýja aðferð sem hann segir breyta
brúnum augum í blá án þess að hafa
áhrif á sjón sjúklingsins. Homer hefur
eytt síðustu tíu árum í að þróa aðferð-
ina. Hann notar laser til að eyða brúna
litarefninu úr augasteinunum og þá kem-
ur blái liturinn í ljós. Aðgerðin tekur að-
eins 20 sekúndur og kostar tæpar
600.000 krónur.
Homer, sem er með stofu í Laguna
Beach, segir að augun verði dekkri fyrst
eftir meðferðina en eftir tvær til fjórar
vikur verði augasteininn búinn að breyta
algjörlega um lit.
Brúnt verður blátt
Brún augu geta nú orðið blá.
Starfsmaður í kjötbúð í þýska bænum
Braunschweig rétti viðskiptavini einum
poka með meira en 2000 evrum
(317.000 kr.) í stað áleggsins. Konan
sem er 79 ára borgaði tæpar 800 krón-
ur fyrir poka með áleggi og steik. Hún
var því mjög hissa þegar hún kom heim
og leit ofan í pokann og sá peningana.
Hún hringdi beint í slátrarann en versl-
unin var lokuð svo hún hafði þess í
stað samband við lögreglu sem skilaði
fénu.
Peningarnir voru sala dagsins og
hefðu átt að fara í bankann. Skilvísa
konan fékk 16.000 krónur í peningum
frá slátraranum auk körfu með pylsum.
Evrur í stað áleggs
Konan fékk ansi mikið fyrir sinn snúð.