SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 7

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 7
13. nóvember 2011 7 djúpt í augu hvort annars. Þessi stórkostlega tækni hefur þó ekki leyst allan okkar vanda. Ég bíð spennt eftir að maðurinn í tölv- unni geti sótt á leikskólann, sett í þvottavél, smellt á mig kossi og baðað strákastóðið sitt. Það gerir hann ekki í gegnum skype. Ekki enn, að minnsta kosti. Merking orðsins er breytt en upprunin snertir mig. Grasekkj- ur nútímans endurheimta menn sína og eiga nokkra góða daga eða jafnvel vikur saman heima í Nýlega komst ég aðmerkingu orðsinsgrasekkja. Það er tal-ið eiga uppruna sinn í dönsku og vísar til stúlku sem á stutta sælustund með huggu- legum sveitastrák í grasi gróinni sveit, sofnar svo og vaknar ein í heyinu þar sem pilturinn er horfinn en hefur hugsanlega skilið eftir lítið líf innra með henni. Stúlkunnar bíður þá sú skömm að ala lausaleikskróga í heiminn. Það er langur vegur frá þessum hugsanlega uppruna orðsins að því hvernig við notum orðið í dag. Sem atvinnu- grasekkja tel ég mig vera sér- fræðing í inntaki hugtaksins. Hér á Íslandi erum við ansi margar sem kveðjum okkar heittelskaða með kossi þegar hann fer til vinnu í marga daga eða vikur í senn og tökum við börnum og búi á meðan. Ég ætla meira að segja að þetta sjómannskonu- heilkenni sé stór þáttur í sjálfs- mynd íslenskra kvenna; partur af þeirri trú okkar að við séum sterkar og sjálfstæðar valkyrjur. Sjálfri finnst mér nauðsynlegt að geta tekist jöfnum höndum á við hversdagsleikann ein og með betri helmingnum. Það er þó ekki tekið út með sældinni að stýra heimilinu af sömu festu og karlinn í brúnni í gegnum öldu- dali fjörugs heimilislífs. Eitt af því sem aldrei bregst á mínu heimili er hið svokallaða „lögmál 10. dagsins“ en það gengur út á að þegar ég hef glímt við þrjá sérlega lífsglaða, háværa og uppátækjasama syni mína í tíu daga fer geðheilsan að gefa sig. Þennan tíunda dag þarf ég að minna mig á að taugaáfallið sé ekki tímabært því enn séu þrjár vikur í að pabbi þeirra komi aftur heim. Það merkilega við þetta lögmál er nefnilega að það á sinn stað og stund en líður svo hjá. Vissulega hefur margt breyst á gervihnattaöld og öll samskipti eru liðlegri nú en áður, þegar formæðurnar horfðu á eftir mönnum sínum út á úfið hafið. Facebook, gmail og skype gera það að verkum að við tölum saman nær daglega og getum jafnvel horft stíft á tölvuskjáinn og ímyndað okkur að við horfum grasi gróinni sveitinni. Þótt ég hafi stundum staðið mig að því að kvíða heimkomu hans þar sem ég verð ekki einráð á heimilinu er tíminn saman, tími samvinnu og samninga, góður tími. Grasekkjublús Hvaðan kemur eiginlega orðið „grasekkja“? Morgunblaðið/Ernir Móður- hlutverkið Agnes Ósk Sigmundardóttir Elísabet Englandsdrottning er sjaldan illa upplögð, blessunin, enda þótt hún sé orðin hálf- níræð. Það lá svona líka ljóm- andi vel á henni þegar hún stakk við stafni í strandbænum Mar- gate í Kent á föstudaginn en sá ágæti bær ratar ekki oft í heims- fréttirnar. Veröldin Reuters Drottningin í Margate

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.