SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 10
10 13. nóvember 2011 Skar og skarkali | 14 Á rdegið er tími hinna van-trúuðu á uppgjöf næturinnar.Morgunskíman og endurtek-inn hljómur vekjaraklukk- unnar er óumflýjanleg hólmganga hversdagsins. Óhljóð sem skera svefn- þrungna vitundina miskunnarlaust. Móðirin fálmar þreytulega eftir spjör- unum. Morgunglettinn sonurinn er hins vegar barn dagsins. Hann er klæddur og kominn í matarleit áður en móðirin hefur kastað á sig klæðum eða fundið inniskóna. Léttlyndið er óraunverulegra en draumaheimurinn á þessari stund. Drengurinn enda ósnortinn af trega- fullum dauða hvíldarinnar. Í honum býr eftirvæntingin. Í móðirinni eft- irsjáin. Morgunstúrin dóttirin Vantrúin gengur þó í kynslóðir og hefur erfst í beinan kvenlegg. Morgunstúrin dóttirin gægist í gegnum ljóst, úfið hár- ið, sjóndöpur af stírum. Storknuðum tárum næturinnar. Líkt og móðirin þráir hún mýkt myrkusins framan af morgni. Situr hálfklædd og hreyfing- arlaus á eldhúskolli á meðan ljósbjartur veruleikinn hreinsar burtu ævintýralega draumana. Smám saman tilheyrir hún heimi hinna vakandi. Ljósi heimsins. Kisan nuddar sér við fótleggi Þegar fyrstu ilmandi gufur morg- unkaffidropans fylla eldhúsið verður móðirin mennsk á ný. Hristir af sér morguntregann með taktbundnum hreyfingum vanans. Hafragrautargerð, vítamíntaka, vatnsþamb og almennt eldhúsbjástur gefa nývöknuðu lífinu vinalegan kunnugleik. Kisa nuddar sér mjálmandi upp við fótleggi og borð- fætur, sveigir sig og beygir, þar til hún fær sitt. Ungarnir tveir eru nærðir og nestaðir fyrir ferðalag dagsins. Við fyrsta fréttastef áttunnar er þeim ýtt yfir þröskuld heimilis og skóla. Forðað frá fregnum af hörmungum heimsins eins og þær ljósvakandi hljóma snemmdags. Þá er konan ein með sjálfri sér og heiminum.is. Tæpa stund kynnir hún sér yfirborðskennda heimssýnina og kyngir með bitrum kaffisopanum. Þeytist á hraðbergi yfir helstu vörður gærdagsins sem leggja lausbeislaðari lundinni línur dagsins. Stefnumótið er skammvinnt því heimurinn er síhungr- aður og konan þarf að koma matselj- unni á sinn stað tilverunnar. Matselj- unni sem bjástrar allan liðlangann daginn við hafnarbakka og veitir veð- urþjökuðum ferðalöngum vistir og skammvinnt skjól. Skyndiskjól og skyndibita. Skyndilega má allt vel gera. Og skyndilega er það gert. Við ómþýð- an, alþjóðlegan klið heimsins líður verkfullur dagurinn við höfnina. Konan hengir svuntuna á snagann og stingur matseljunni í vasann. Munaður konunnar Inniskórnir eru helsti munaður kon- unnar. Nútímalegir sauðskinnsskór sem hlýja ekki einungis köldum tám heldur einnig hjartarótum. Á slíkum skóm gæti konan farið hvert sem er en kýs helst að ferðast um eigið heimili. Og ímyndaðan heim annarra. Í gegnum hlátrasköll og skæting pilts og stúlku víðóma sögur af samferðafólkinu. Und- irleikur hins daglega lífs móðurinnar, konunnar og matseljunnar. Allt sem hún á eftir og allt sem hún hefur gert er sett í endurnýjun tilverunnar. Kvöldmatinn. Hápunktur dagsins er kvöldið. Síðustu stundir meðvitundarinnar vafrar móðirin á öldum alnetsins í leit að hálffullorðnum frumburðinum. Sí- kvikt öldurótið skilar brottfluttum unganum af og til á strendur móð- urinnar. Þá fregnar hún af náminu og framhaldslífinu á Iðufjalli. Nýju lífi nýja lífsins. Sögurnar renna saman við æv- intýr heimsbókmenntanna sem liggja kurteislega samanbrotnar á náttborð- inu. Vegvísar handanheima sem bíða konunnar í hlýju myrkrinu. Í trúgjarnri nóttinni. Dagur í lífi Ernu Kaaber framkvæmdastýru Erna Kaaber ásamt tveimur barna sinna en hún rekur veitingastað í miðbænum við höfnina. Morgunblaðið/Eggert Barn dagsins

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.