SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 27
samkvæmt skýrslu UNICEF á Íslandi
sem birt var sl. vor telja skýrsluhöf-
undar sláandi hversu útbreitt kynferð-
islegt ofbeldi gegn börnum er hérlendis.
„Í skýrslunni var kallað eftir frekari
rannsóknum á stöðu mála og öflugu
forvarnarstarfi. Ég tel að bókin sé mik-
ilvægt innlegg í þessa umræðu og bind
vonir við að hún muni auka frekari
skilning á þessum alvarlegu brotum,
orsökum þeirra og afleiðingum.“
Meðal greinarhöfunda í öðrum kafla
bókarinnar er Geir Gunnlaugsson land-
læknir sem fjallar um ofbeldi gegn
börnum fyrr og nú og áhrif þess á
heilsu þeirra og líðan. Hrefna Ólafs-
dóttir félagsráðgjafi og lektor við HÍ
greinir frá niðurstöðum rannsóknar
sinnar á kynferðislegri misnotkun á
börnum hérlendis sem leiddi m.a. í ljós
að 17% svarenda hefðu orðið fyrir slíkri
misnotkun og voru stúlkur yngri en 13
ára í meirihluta. Í flestum tilvikum var
um grófa eða mjög grófa misnotkun að
ræða sem átti sér stað oftar en einu
sinni og stóð í rúmum helmingi tilvika
yfir í eitt ár. Sigrún Sigurðardóttir,
hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður
Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi, og
Sigríður Halldórsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur og deildarformaður framhalds-
náms heilbrigðisvísindasviðs HA, bera í
grein sinni saman heilsufar og líðan ís-
lenskra karla og kvenna sem beitt voru
kynferðislegu ofbeldi í æsku og byggir
greiningin á tveimur íslenskum rann-
sóknum.
Hvernig er hægt að hjálpa gerendum?
Þriðji kaflinn er helgaður gerendum og
mögulegum gerendum þessara brota.
„Mér fannst mikilvægt að lesendur sæju
að gerendur eru líka fólk. Við getum
ekki hvatt gerendur til þess að gefa sig
fram og leita sér hjálpar á sama tíma og
við fordæmum þá. Reynt er að leita
svara við því hvernig hægt sé að hjálpa
gerendum og mögulegum gerendum til
þess að draga úr tíðni þessara brota og
helst að koma alveg í veg fyrir þau ef
unnt er,“ segir Svala og bendir á að
rannsóknir sýni að því yngri sem ger-
endur eru því meiri möguleikar séu á
að hafa áhrif á hugsun þeirra og hug-
myndir um kynlíf. Meðal greinarhöf-
unda í þriðja kafla bókarinnar er Ólafur
Örn Bragason, sálfræðingur hjá Rík-
islögreglustjóra, sem fjallar um sál-
fræðilegt mat og meðferð ungra ger-
enda kynferðisbrota.
Gildi framburða sem sönnunargagn
Þar sem Svala er sjálf lögfræðimenntuð
liggur beint við að spyrja hana hver séu
helstu lögfræðilegu álitaefnin sem
fjallað er um í bókinni. „Það hefur ver-
ið mikið til umræðu gildi framburða
sem sönnunargagn fyrir dómi og heil-
mikið verið tekist á um hvort eðlilegt
og réttmætt sé að byggja dómsniður-
stöðu á trúverðugleika framburðar.
Framkvæmdin leiðir í ljós að trúverð-
ugleiki framburðar fær æ meira gildi,
sérstaklega eftir því sem þetta svið er
rannsakað meira og rennt stoðum undir
fagleg vinnubrögð við að taka fram-
burðarskýrslur og yfirheyra þolendur.
Með tilkomu Barnahúss og fagfólks í
þessum málum hefur framburður feng-
ið aukið vægi, annaðhvort til að styðja
sakfellingu ef framburður telst trúverð-
ugur, en ella sýknu ef hann er talinn
ótrúverðugur.
Annað er að þarna er dregin fram
þróun refsinga við brotum af þessu tagi.
Við sjáum að refsingar eru að þyngjast
og það verulega á síðustu árum. Í raun
gerist þróunin tiltölulega hratt, ekki
ósvipað og gerðist í fíkniefnabrotum á
sínum tíma,“ segir Svala. Spurð hvort
sú þróun sé jákvæð eða neikvæð segir
Svala það fara eftir því hvort maður sé
fylgjandi þyngri refsingum eða ekki og
hvort maður hefur trú á að þyngri refs-
ingar séu rétta leiðin til að draga úr af-
brotum. Bendir hún á að almenningur
hafi kallað eftir þyngri refsingum og
dómstólar hafi svarað því kalli. En það
séu einnig aðrar ástæður, m.a. að
breytingar sem gerðar voru á kynferð-
isbrotakafla hegningarlaganna árið 2007
hafi kveðið á um þyngri refsingar fyrir
sum brotanna en áður var og sú leið
löggjafans að gera alvarlegustu kyn-
ferðisbrotin gegn börnum ófyrnanleg.
„Með því sendir löggjafinn m.a. dóm-
stólum þau skilaboð að hann líti þessi
brot sérstaklega alvarlegum augum,“
segir Svala.
Spurð hvort stjórnvöld geti nýtt sér
bókina á einhvern hátt svarar Svala því
játandi. „Já, að sjálfsögðu og á margan
hátt. Í fyrsta lagi við mat á þörf fyrir
lagabreytingar til að treysta baráttuna
gegn þessum brotum. Þá nýtast þær
niðurstöður sem fram koma í bókinni
við stefnumótun í málefnum brotaþola,
varðandi greiðslu bóta, meðferðar-
úrræði þeim til handa o.s.frv. Og síðasti
hlutinn um gerendur nýtist við mat á
heppilegum eða nauðsynlegum úrræð-
um þeim til handa, gildi refsinga og
mat á hvernig meðferð þeir eigi að sæta
á meðan afplánun stendur til að draga
úr líkum á að þeir endurtaki brotin að
afplánun lokinni.“
barna að leiðarljósi
Morgunblaðið/Kristinn
’
Við sjáum að refs-
ingar eru að þyngjast
og það verulega á
síðustu árum. Í raun er
gerist þróunin tiltölulega
hratt, ekki ósvipað og gerð-
ist í fíkniefnabrotum á sín-
um tíma.
vinsson, prófessor við lagadeild HR og
dómari við mannréttindadómstól Evr-
ópu, sem fjallar um alþjóðaskuldbind-
ingar um vernd barna gegn kynferðis-
ofbeldi. Hann kemst að þeirri niður-
stöðu að íslensk löggjöf sé almennt í
góðu samræmi við þjóðréttarskuld-
bindingar á þessu sviði. Stefán Eiríks-
son, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð-
inu, fjallar um rannsókn kynferðisbrota
gegn börnum auk þess sem birtar eru
nýjar tölulegar upplýsingar sem sýna að
meðalaldur pilta sem beittir eru kyn-
ferðisofbeldi er mun lægri en með-
alaldur stúlka eða 10,6 ár hjá piltum
samanborið við 13,3 ár hjá stúlkum árið
2009.
Afleiðingar brota dregnar fram
„Annar kaflinn er veigamestur, en þar
er kastljósinu beint að brotaþolum. Mér
fannst aðkallandi að draga fram afleið-
ingar þessar brota, ekki síst í því ljósi
að miskabætur tækju mið af því hvers
eðlis afleiðingarnar eru, því þær eru yf-
irleitt ekki sýnilegar. Þetta er andlegur
miski og sálrænt tjón sem oft varir æv-
ina á enda,“ segir Svala og bendir á að
13. nóvember 2011 27
F yrr á öldum var fordæmingin ábæði geranda og þolanda kyn-ferðisbrota jafn mikil. Sam-kvæmt Stóradómi lá dauðarefs-
ing við nauðgunum, karlar skyldu
hálshöggvast, en konan sem þolandi var
dæmd til drekkingar. Síðan hefur mikið
breyst. Þannig hefur staða þolanda
breyst mjög mikið, fordómar sem betur
fer minnkað og réttur þolenda aukist.
Hins vegar virðist mér sem gerendur
hafi gleymst í umræðunni allri,“ segir
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í fé-
lagsfræði við HÍ, sem ritar grein í Hinum
launhelga glæp um afstöðu Íslendinga til
kynferðisbrota.
Í grein sinni bendir Helgi á að kyn-
ferðisbrotamenn, sérstaklega þeir sem
brjóta gegn börnum, séu yfirleitt for-
dæmdir fortakslaust sem níðingar og
eigi sökum þessa á hættu að vera út-
skúfaðir úr samfélaginu fyrir hegðun
sína. „Það getur aftur leitt til þess að
þeir sem haldnir eru barnagirnd eða
leita á börn án þess að upp hafi komist
veigri sér við að leita eftir aðstoð,“ segir
Helgi og bendir á að þannig geti við-
brögð samfélagsins óbeint leitt til þess
að festa brotin í sessi eða ýtt undir frek-
ari brot. Spurður hvernig best sé að
bregðast við þessu tekur Helgi fram að
engar skyndilausnir séu í boði. Segist
hann hafa miklar efasemdir um að
þyngri refsingar séu lausnin enda sé
mikilvægara að draga þá sem þjást af
barnagirnd úr fylgsnum sínum og koma
þeim í meðferð. Bendir hann á að rann-
sóknir sýni að sé meðferð á dæmdum
kynferðisbrotamönnum fléttuð inn í
önnur afplánunarúrræði dragi hún úr
ítrekunartíðni. „Hins vegar verður að
hafa í huga að þeir sem leita á börn eru
fjölbreytilegur hópur, svo ekki sé
minnst á gerendur sem brjóta kynferð-
islega af sér með öðrum hætti. Reynslan
sýnir að mikilvægt er að grípa fljótt í
taumana og bjóða gerendum meðferð-
arúrræði. Því yngri sem gerandinn sjálf-
ur er, því betri líkur eru á bata.“
Óttinn við ókunnuga gerendur
Undirtitill greinar Helga er „óttinn við
hættulega og ókunna gerendur“ en hann
vill meina að sá ótti sé ekki alltaf á rök-
um reistur. „Ímynd okkar af kynferð-
isbrotamanninum, ekki síst þegar brotin
snúast að börnum, felur í sér að um sé
að ræða ókunnugt fólk. Reynslan er hins
vegar sú að flestöll kynferðisbrot gegn
börnum eru framin af einhverjum sem
tengjast barninu fjölskyldu- eða vina-
böndum,“ segir Helgi og bendir á að
sökum þessa veiti það almenningi falskt
öryggi að skrásetja kynferðisbrotamenn
eins og víða þekkist erlendis. „Þetta gef-
ur villandi mynd af eðli þessara mála þar
sem hinn ókunni gerandi fær meiri vigt
en reyndin er,“ segir Helgi.
Í grein sinni varpar hann fram þeirri
spurningu hvort bjóða ætti upp á sátta-
miðlun í sumum kynferðisbrotamálum.
„Í grundvallaratriðum snýst þessi leið
um þarfir þolandans og viðleitni sam-
félagsins til að draga úr þjáningu hans
og samtímis að opna augu gerandans
fyrir ábyrgð sinni á brotinu og hvaða af-
leiðingar það hefur haft fyrir þoland-
ann,“ segir Helgi. Tekur hann fram að
sáttamiðlun þurfi hins vegar alltaf að
gerast með samþykki þolandans og
ítrekar að hún komi ekki í stað refs-
ingar.
„Þeir sem brjóta á börnum kynferð-
islega þurfa að gera sér grein fyrir af-
leiðingunum, en það hefur oft og tíðum
skort. Kynferðisbrotamenn eru oft með
alls kyns ranghugmyndir og telja sér trú
um að þeir séu að vinna börnunum gagn
og það verður að leiðrétta þá villu, því
það er ekkert til sem heitir samþykki
barna þegar kemur að kynferð-
isathöfnum. Börn eru bara börn, með
ómótaðar kynferðishneigðir.“
Gerendurnir hafa gleymst í umræðunni
Helgi Gunnlaugsson, prófessor við HÍ.
Morgunblaðið/Frikki