SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 8
8 13. nóvember 2011 Norræna tískutvíæringnum lýk-ur núna um helgina í Banda-ríkjunum en sýningin hefurstaðið yfir frá 30. september. Þessi stærsta samsýning norrænna fata- hönnuða í Bandaríkjunum var haldin í Norræna sögusafninu í Seattle. Með áhuga- verðum innsetningum hefur verið varpað ljósi á margt það fremsta í norrænni fata- hönnun með áherslu á Ísland, Grænland og Færeyjar. Aðsókn hefur verið mikil á sýn- inguna en tæplega sjö þúsund manns hafa nú heimsótt sýninguna. Sýningin var haldin undir nafninu Look- ing Back to Find our Future og var list- rænn stjórnandi hennar listakonan Hrafn- hildur Arnardóttir en það er Norræna húsið í Reykjavík sem stendur að sýning- unni ásamt safninu. Norræna sögusafnið (The Nordic Her- itage Museum) er hið eina í Bandaríkjunum sem lýsir menningararfleifð Norður- landanna fimm, Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Safnið er því því kjörinn vettvangur til að sýna norræna tísku eins og meðfylgjandi myndir bera með sér en á þeim má sjá dæmi um hönnun nokkurra þeirra Íslendinga sem tóku þátt. Guðdómleg græn silkislá frá Kron by KRONKRON. Spaksmannsspjarir tóku þátt í sýningunni. Ljósmyndir/Áslaug Íris Friðjónsdóttir Skór frá Kron by KRONKRON.Fötin eru frá Rain Dear og taska frá Hildi Yeoman. Mikilfengleg skegghúfa frá Vík Prjónsdóttur en fötin eru frá Munda. Steinunn sameinar fortíð, nú- tíð og framtíð í þessum fötum. Vikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Tískan læt- ur söguna lifna við Stærsta samsýning norrænna fatahönn- uða í Bandaríkjunum Ragna Fróðadóttir notast við íslenska arfleifð. Hönnun Steinunnar Sigurðardóttur lifnar við í sögulegu samhengi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.