SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 47
13. nóvember 2011 47 Íslenskudeild háskólans í Winnipegheldur upp á 60 ára afmæli sitt í ármeð ýmsu móti. Nokkrar sýningarhafa verið haldnar vegna þessa at- burðar, meðal annars á kvikmyndum eftir Helgu Brekkan, Guðbergur Bergsson hélt fyrirlestur í íslenskudeild háskólans og Diddú og drengirnir héldu tónleika í Winnipeg og á Gimli. Þá var opnuð ljós- myndasýning Guðna Þorbjörnssonar í New Iceland Heritage-safninu á Gimli. Sýningin heitir á ensku Where the mountains meet the sky eða Þar sem fjöll- in faðma himininn. Allt eru þetta ljós- myndir frá Vestfjörðum teknar úr lofti. Guðni er úr Mosfellsbænum, flugmaður og grafískur hönnuður sem hefur alla ævi fengist við ljósmyndun þótt hann hafi ekki gert það að aðalstarfi. Sýningin á Gimli átti að vera frá 18. september til 18. nóvember en aðstand- endur safnsins ákváðu að framlengja hana til jóla. Viðtökurnar hafa verið svo góðar, hjá fólki af íslenskum uppruna og Kan- adamönnum. „Ég vissi ekki á hverju ég ætti von,“ segir Guðni. „Allt sem er ís- lenskt fellur þarna í góðan jarðveg því Ís- lendingseðlið er ennþá svo sterkt. Mér fannst einna merkilegast að hitta gamalt fólk sem fæddist í Kanada og hefur sumt aldrei komið til Íslands en talar samt ís- lensku reiprennandi,“ segir Guðni. „Ég hef ákveðna sérstöðu sem felst í því að ég er flugmaður og flýg sjálfur og kemst fyrir bragðið í persónulegri nærveru við landið og viðfangsefnið en ef annar væri. Ég nota innsæi mitt til þess að finna óvenjuleg sjónarhorn á því sem við köllum íslenskt landslag. Þá velti ég gjarnan fyrir mér í myndsýn minni hvað gekk á þegar landið var að mótast og verða til. Vinnuaðferð mín eða stíll í ljós- myndagerð er ekki endilega sú að grípa andartakið eins og algengt er, heldur leit- ast ég við að fanga hið varanlega og eilífa, tímaleysið í landslaginu,“ segir Guðni. „Þótt andartakið og eltingaleikurinn við það í listrænum tilgangi geti verið mik- ilvæg er það ekki meginhugmynd mín á meðan ég smelli af. Vissulega má þó segja að skýjafar og veður séu tengd andartaki eða augnabliki, hvort tveggja er sí- breytilegt og hreyfist, en ég einbeiti mér fremur að hinu varanlega.“ Vestfirðirnir fallegastir „Ég er hrifinn af Íslandi í heild sinni, en ef ég ætti að benda á eitt landsvæði umfram annað myndi ég benda á Vestfirði. Ég sé firðina stundum fyrir mér úr lofti eins og safn höggmynda. Að fara um Vestfirði á bíl er erfitt og tímafrekt, en fljúgandi er hægt að fara víðar á styttri tíma. Þar að auki eru margir staðir sem maður kemst ekki að á bíl, t.d. Hornstrandirnar. Og þá er best að vera fljúgandi. Áður en ég fór að fljúga var ég búinn að ferðast mikið á bíl og á mót- orhjóli en þegar ég byrjaði að ferðast um sömu svæði í lofti var engu líkara en allt hið þekkta breyttist. Ásýnd og sjónarhorn taka á sig ólíka mynd úr lofti. Þaðan séð verður allt einkennilega upphafið. Fyrir mig er það mjög skemmtilegt að geta sameinað tvö áhugamál mín í eitt; að fljúga og taka ljósmyndir.“ Aðspurður hvernig hann fari að því að fljúga og taka myndir í senn segist hann vera með sérútbúna flugvél. „Flugvélin mín, TF-ULV sem kölluð er Litli úlfurinn, er frábær flugvél í myndatökur. Ég tók stykki úr rúðunni á vélinni og breytti í opnanlega myndavélalúgu. Það væri til lítils að vera með 500.000 króna linsu á myndavélinni ef ég þyrfti að taka myndir í gegnum rispaða plastrúðu. Ég er ekki með hefðbundið stýri eins og er í flestum flug- vélum heldur svokallaðan stýripinna. Ég stjórna vélinni þannig með löppunum að ég set stýripinnann á milli hnjánna þegar ég tek myndir út um lúguna. En þegar ég mynda við þröngar og erfiðar aðstæður eins og á Vestfjörðum er ég stundum með aðstoðarflugmann. Segja má að hann sé minn öryggisvörður sem gætir þess að ég fljúgi ekki á fjall eða stefni mér í voða, hann situr mér við hlið og horfir fram og á mælana. Ég er nánast í öðrum heimi við myndatökuna út um opna lúguna og stýri með hnjánum til að ná því sem ég kalla rétt sjónarhorn. Sumum finnst glæfralegt að ég stýri með hnjánum og myndi út um lúgu. En þetta er ekki eins glæfralegt og það hljóm- ar. Ég hef þjálfað mig lengi og hef mikla reynslu af svona flugi, ég hef flogið sömu vélinni mörg hundruð flugtíma og aldrei lent í vandræðum.“ Oft verið kærður Aðspurður hvort hann hafi lent í vanda segir hann: „Engum alvarlegum, en Ísland er Ísland, maður þarf að passa sig á um- hleypingum í veðri. Ég hef til dæmis þurft að lenda annars staðar en ég ætlaði og bíða af mér veður. Ég hef reyndar oft verið kærður, aðallega fyrir að fljúga of lágt. Lágmarksflughæð á Íslandi er 500 fet, en ég þarf gjarnan að fara lægra við mynda- tökur. Ég reyni eins og hægt er að sýna að- gát og tillitssemi, en þetta fer stöku sinn- um illa í einhverja sem kvarta. Það hefur fylgt mér í starfi að fá kvartanir og kærur. Það fullnægir mörgum þörfum í brjósti mínu að taka myndir á flugi. Slíkt virkjar metnaðinn og keppnisskapið; áður en ég tók flugpróf keppti ég í rallakstri, rallí- krossi og í mótorhjólaakstri. Ég var fífl- djarfur á bílum og hjólum og ég er líka fífl- djarfur í flugi,“ segir Guðni. Þegar ég spyr hvort sýningin komi til Íslands segir Guðni að ekki sé búið að fast- negla það, en hann búist við að svo verði. „Eftir að sýningunni lýkur í lok árs verður hún varðveitt í New Iceland Heritage- safninu á Gimli. Eintökin koma aldrei aft- ur til Íslands, vegna þess að sýningin verður haldin á fleiri stöðum í Kanada og í Norður-Ameríku. En ég mun líklega reyna að sýna annað eintak á Íslandi, ef áhugi verður fyrir hendi.“ Um þessar mundir er Guðni staddur í Berlín í Þýska- landi þar sem hann er að raða saman myndum í ljósmyndabók sem kemur út á næsta ári á fimm tungumálum. Hún verð- ur á íslensku, ensku, þýsku, frönsku og spænsku og er byggð á svipuðum grunni og sýningin í Kanada en stærri. Þessi mynd sem er af Hornströndum er tekin úr lofti einsog nánast allar myndir Guðna Þorbjörnssonar ljósmyndara á sýningunni sem hann er með í Winnipeg í Kanada. Ljósmynd/Guðni Þorbjörnsson Þar sem fjöllin faðma himininn Í Kanada fagna menn afmæli íslensku deild- arinnar í háskólanum í Winnipeg með mörgum íslenskum uppákomum, þeirra á meðal er ljós- myndasýning Guðna nokkurs Þorbjörnssonar. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Eina myndin af sýningunni sem er ekki tekin úr lofti er þessi mynd af Ósvör. Guðni Þorbjörnsson ljósmyndari fyrir framan flugvélina hvaðan hann tekur myndir sínar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.