SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 2
2 13. nóvember 2011 Við mælum með Föstudagur 18. nóvember Todmobile leikur í fyrsta sinn í Hörpu, nánar tiltekið í Eld- borg. Hljómsveitin kemur fram í öllu sínu veldi og meira til því með í för verða bakradda- söngvarar og tveir trommu- leikarar auk strengjasveitar og kórs. Todmobile mun spila öll sín þekktustu lög ásamt nokkrum nýjum en ný plata kemur út í nóvember. Todmobile í Hörpu 13 Litla stúlkan og hafið Ellefu ára stúlka, Terry Jo Duperrault, varð heimsfræg á svipstundu þegar hún fannst eftir fjóra sólarhringa á pínulítilli korkfleytu í hafinu. 16 Skemmtikraftur í tæpa öld Hjálmar Gíslason er elstu kynslóðinni að góðu kunnur. Hann ruddi veginn fyrir þekktustu skemmtikrafta landsins með gamanvísum. 24 Listiðnaður verður hönnun Arndís S. Árnadóttir er margfróð um íslenska húsgagnahönnun og var að senda frá sér bókina Nútímaheimilið í mótun. 26 Með velferð og vellíðan … Hinn launhelgi glæpur – Kynferðisbrot gegn börnum nefnist rit sem nýverið kom út í ritstjórn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur. 31 Missti Alex Stepney málið? Fótboltaspilið nefnist nýtt borðspil fyrir 12 ára og eldri eftir Guðjón Inga Eiríksson. Þar er að finna 1.800 spurningar um fótbolta. 36 Fór að gera sósur með fiski Rúnar Marvinsson snýr aftur á veitingastað- inn Við Tjörnina og eldar þar góða og gamla rétti. Lesbók 42 Skrásetningarbrjálæðið … „Bókmenntatexti er vefnaður, þessi bók er vefnaður,“ segir Sigurður Pálsson um nýja bók sína, Bernskubók. 47 Þar sem fjöllin faðma … Í Kanada fagna menn afmæli íslensku deildarinnar í háskólanum í Winnipeg með mörgum íslenskum uppákomum. 2 38 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson af Gerði G. Bjarklind. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Það er ekki mikið talað á mið-vikudagskvöldum í Peða-klúbbnum, taflmennirnir áskákborðunum eru þögulir og helst að heyrist uml og aml í mönn- unum sem hreyfa þá. Oft er aðeins eitt og eitt orð auðkennanlegt: „Fjand…!“ Stundum heilar setningar: „Nei, hvað var ég að gera!?“ Menn eiga það líka til að skella upp úr, þá yfirleitt að eigin afglöpum, en einstaka sinnum vegna þess að þeir koma sjálfum sér á óvart með snilld- arleik. Svo lýsa þeir sjálfum sér í þriðju persónu: „Sjáðu, hvað hann er magn- aður!“ Peðaklúbburinn var stofnaður árið 1993 þegar starfsemin í Taflfélagi Seltjarnarness lagðist niður, en allir átta meðlimir klúbbsins voru félagar í TS. Skákfundir eru hálfsmánaðarlega á veturna, en það er gefið frí á sumrin. „Það er tvöföld umferð á hverju kvöldi,“ segir Garðar V. Guðmundsson, sem var burðarásinn í Taflfélagi Seltjarnarness og heldur utan um alla þræði í Peðaklúbbnum. „Svo höfum við alltaf haft réttinn á því þessir slöku að vera með sjö mínútur, en þeir sterkari hafa aðeins fimm.“ Þrír eru í úrvalsflokki fimm mínútna manna, Ögmundur Kristinsson, Jón Úlfljótsson, Jón Steinn og Gylfi Gylfason. En hinir sem fá sjö mín- útur eru Garðar, Guðjón Þorkelsson, Ómar Egils- son og Theodór Guðmundsson. „Þegar við keppt- um í deildakeppninni á sínum tíma með Taflfélagi Seltjarnarness, þá var pabbi hans Gylfi Magnússon einn af okkar albestu skákmönnum,“ segir Garð- ar. „Hann lést í fyrra.“ – Og það er alltaf kaffi og með því? „Já, það eru alltaf kökur og meðlæti þegar búið er að tefla helminginn,“ segir Garðar. „Konurnar sjá náttúrlega um það. Þú naust góðs af því!“ Þennan miðvikudag er teflt heima hjá Jóni Steini, Gylfi nær efsta sætinu naumlega með 12½ vinningi í 16 umferðum og Jón Úlfljótsson er ann- ar með 12 vinninga. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Garðar í hörkuskák við Jón Ú. og Peðsfélagarnir í kring. Þeir vilja gjarnan etja kappi við aðra heimaklúbba. Morgunblaðið/Kristinn Æfing í Peðaklúbbnum Albert etur kappi við Jón Ú., Jón Steinn fylgist með af næsta borði. Tvípöndurnar Po og De De voru í banastuði þegar þær léku við móð- ur sína, Hua Zui Ba, í dýragarðinum í Madríd á Spáni á föstudaginn. Tvípöndurnar fæddust 7. september í fyrra fyrir atbeina gervi- frjóvgunar sem spænskir og kínverskir vísindamenn stóðu að. Pandabirnir höfðu ekki fæðst á Spáni í tæp 30 ár þar á undan. Veröldin Reuters Tápmiklar tvípöndur 18. nóvember Freddy Merc- ury lést 24. nóvember 1991. Nú 20 ár- um síðar verður minning hans heiðruð með tónleikum í Hofi á Akureyri kl. 20. Söngvarar: Matthías Matthíasson, Friðrik Ómar, Magni Ásgeirsson, Valur Hvanndal, Svenni Þór og Hulda Björk Garðarsdóttir. Kirsuberja- garðurinn Verkið er af mörgum talið eitt besta leik- verk allra tíma, angurvært stór- virki þar sem gaman og alvara vegast listilega á. Sýnt í Borg- arleikhúsinu, næst 16. og 18. nóv. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.