SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 42
42 13. nóvember 2011 Á miðvikudaginn er dagur ís-lenskrar tungu. Eins og les-endur vita var 16. nóvembervalinn vegna þess að Jónas Hallgrímsson fæddist þann dag fyrir margt löngu og mörgum þykir hann hafa haft jákvæð áhrif á tungumálið. Jónas var öflugur málnotandi og margt af því falleg- asta og áhrifamesta sem hann samdi ber merki um tilfinningasemi og næmi fyrir umhverfi sínu. Nægir í því samhengi að nefna alþekktar ljóðlínur eins og þessar […] en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið […] Snemma lóan litla í lofti bláu „dírrindí“ undir sólu syngur: lofið gæsku gjafarans. Mörg eru sammála því að margt af því sem Jónas samdi sé með því fegursta og besta sem samið hefur verið á íslensku, ekki síst vegna tilfinningaseminnar og næminnar. Á dögunum las ég tvær fróðlegar greinar í Netlu – Veftímariti um uppeldi og menntun. Önnur er eftir þær Gerði Bjarnadóttur og Guðnýju Guðbjörnsdóttur og heitir Kynjakerfið og viðhorf fram- haldsskólanema. Hin er eftir Ástu Jó- hannsdóttur og Kristínu Önnu Hjálm- arsdóttur og heitir Skaðleg karlmennska? Greining á bókinni Mannasiðir Gillz. Í þeirri fyrri kemur m.a. fram að marktæk- ur munur er á viðhorfum stráka og stelpna í framhaldsskólum til þess „að brjóta upp hefðbundin kynjamynstur“. Strákar eru íhaldssamari en stelpur í þessu tilliti, þeim finnst ekki æskilegt að fara inn á svið sem „tilheyra“ stelpum á meðan stelpur eru frekar tilbúnar að fara inn á svið sem „til- heyra“ strákum. Grein Ástu og Kristínar varpar ljósi á eina skýringu á íhaldssemi strákanna. Bókin Mannasiðir Gillz seldist vel þegar hún kom út árið 2009. Ungir karlar eða „herramenn“ er markhópur bókarinnar, enda er henni ætlað að vera leiðarvísir fyr- ir þá til að forða þeim frá því að verða „rasshausar“. Höfundur hefur sjálfur haldið því fram að með skrifum sínum og skoðunum sé hann að grínast enda sé hann mikill húmoristi. Af því má gera ráð fyrir að húmornum sé beitt í ákveðnum tilgangi, að höfundur noti tungumálið á markvissan og meðvitaðan hátt. Í bókinni er mikið talað um karl- mennsku og sanna karla. Sannir karlar raka t.d. á sér punginn, eru kjötaðir og tanaðir. Ef höfundur er jafnmikill húmor- isti og hann vill vera að láta eru þessar hugmyndir tómt grín og sjálfur tekur hann grínið alla leið, a.m.k. hvað varðar kjötun á eigin skrokki og tönun (hef ekki séð punginn á Gillz). Ekki veit ég hvort Gillz finnst hann sjálfur vera brandari en ég leyfi mér að fullyrða að stór hópur les- enda hans fattar ekki grínið og tekur skrifin alvarlega. Og þess vegna, m.a., eru viðhorf framhaldsskólastráka eins og þau eru, þeir eru efni í „sanna karla“ sem skipta konum í tvo hópa „prinsessur og drasl“. Í skrifum Gillz er tilfinningasemi ekki fyrir sanna karla og því kannski eins gott að Jónas er löngu dauður og við tókum ástfóstri við skrif hans áður en forheimsk- ar hugmyndir nútímamanna um karl- mennsku þröngvuðu sér inn í vitund þjóðarinnar. Margir karlar eru sannir karlar einmitt af því að þeir eru allt annað en afsprengi klámvædda nútímakarlsins. Þeir eru tilfinningaverur, blíðir, og næmir og þeir elska börn en það gera bara „kell- ingar [sem] eru líka bara drasl“ svo vitnað sé í Mannasiði Gillz. Mugison er ungur karl sem er óhræddur við að semja tilfinningasama og næma texta. Lesendur þekkja vel þessar línur […] stingum af smáfjölskylduhjörð […] kveðjum stress og skjáinn syngjum lag - spilum spil þá er gott að vera til. Eins og Jónas notar Mugison tungu- málið á skapandi hátt til að tjá tilfinningar og hreyfa við lesendum/hlustendum. Vonandi eru vinsældir hans til marks um að fólk sé orðið þreytt á úldnum hug- myndum eins og þeim sem birtast hjá Gillz því flest fólk er auðvitað „satt fólk“ sem hefur tilfinningar og nýtur þess að heyra/lesa texta sem er fullur af tilfinn- ingum og næmi og fallegum orðum. Var Jónas Hall- grímsson rasshaus? Tugutak Halldóra Björt Ewen hew@mh.is ’ Margir karlar eru sannir karlar einmitt af því að þeir eru allt annað en afsprengi klám- vædda nútímakarlsins. El ín Es th er Málið Helvítis stöðluð kynjahlutverk! B ernskubók Sigurðar Pálssonarhefst á svipmynd af pilti semræðst í það verk í handavinnuað saga út Ísland úr krossviði. Það tók hann veturinn að saga vestur fyrir land og dag var tekið að lengja þegar hann var kominn inn á Norðurland og hann braut ekki sagarblað fyrr en í Ax- arfirði, „fyrir algjöran klaufaskap þegar ég leit uppúr verkinu, horfði út um gluggann og hugsaði: ég er að saga hérna útifyrir og sveigði blaðið ógætilega um leið“. Sigurður fæddist í Öxarfirði, eða Ax- arfirði eins og hann segir, á Skinnastað þar sem faðir hans var prestur. Það var hitabylgja þennan júlídag, eins og les- endur fræðast um í frásögn þar sem fjallað er um bernskuna og uppgötvanir barnsins; uppvöxtinn til fjórtán ára ald- urs í tiltölulega afskektri sveit fyrir norð- an. Þá hélt Sigurður í skóla suður til Reykjavíkur og hvörf urðu í sögu hans. „Þetta er vefnaður,“ segir Sigurður þegar hann er spurður um efni Bernsku- bókar, en hann hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin 2007 fyrir Minnisbók sem fjallar um námsár hans í Frakklandi. “Mér fannst merkilegt að átta mig á því að texti er af sömu rót og orðið textíll - textus á latínu. Bókmenntatexti er vefn- aður, þessi bók er vefnaður. Eitt af ein- kennum bókarinnar eru tengsl og teng- ingar, ég reyni að tengja. Tengja hið smáa einhverju stærra, jafnvel hinu allra stærsta, tengja eitt atvik alheiminum, og allt þar á milli. Tenging er lykilorðið.“ Foreldrarnir magnaðar persónur Í bókinni bregður Sigurður upp myndum frá uppvexti sínum, með eldri systkinum og foreldrunum Páli Þorleifssyni og Guð- rúnu Elísabetu Arnórsdóttur. „Hvorugt foreldra minna var Þing- eyingur og pabbi hafði aldrei komið í Þingeyjasýslur þegar hann kom í fyrsta skipti norður sem prestur, árið 1926. Þessi fjarlægð í tíma er svo furðuleg því pabbi var fimmtugur þegar ég fæddist og mamma 43 ára. Hvaðan var hann að koma 1926? Jú, frá París! Og þar áður var hann í framhaldsnámi í Þýskalandi. Hann hafði sótt um Skinnastað af rælni, ætlaði að vera þar í tvö ár en var í fjörutíu. Í föðurætt minni eru ekkert nema Skaftfellingar eins langt og rakið verður, og þar endum við í landnáminu á manni sem var Íri, frjáls maður, og hét Ketill fíflski. Hann var kallaður það vegna þess að hann var kristinn, það fannst norrænu snillingunum frekar fíflalegt,“ segir Sig- urður og brosir. „Mamma var hins vegar Borgfirðingur og ýmislegt fleira gott. Þau giftu sig á Al- þingishátíðinni 1930, mamma flutti norður og þar var þeirra líf. Foreldrar mínir voru bæði magnaðar persónur, passlega ólík og hentuðu vel hvort öðru. Og ákaflega góðir kennarar bæði tvö, ekki bara pabbi en hann var annálaður kennari. Þó svo að ég hafi ekki verið í skóla fyrr en ég kom í landspróf í Reykja- vík 14 ára, þá fékk ég frábæra einka- kennslu hjá þeim heima. Þess utan var ég tvisvar hálfan vetur í skólanum í Lundi og þar voru líka afburða kennarar, Arn- þrúður mágkona mín og Lína í Seli.“ Öll börn eru listamenn Það hefur aldrei verið á stefnuskrá Sig- urðar Pálssonar að skrifa ævisögu. Minn- isbók er um minnið, segir hann, en hér tekst hann á við bernskuna. „Það er skrítin reynsla að marinerast svona lengi í þessu viðfangsefni,“ segir Sigurður hugsi. „Ég er að reyna að finna sjónarhorn barnsins; þegar ég fann það fóru hlutirnir að ganga upp. Þá fór ég að endurlifa. Skynjun barnsins er mik- ilvægur þáttur í verkinu, öll börn eru Skrásetningar- brjálæðið byrj- aði snemma „Bókmenntatexti er vefnaður, þessi bók er vefnaður,“ segir Sigurður Pálsson um nýja bók sína, Bernskubók. Í henni fjallar Sigurður um uppvöxt sinn á Skinnastað í Axarfirði og er skynjun barnsins mikilvægur þáttur í verkinu. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.