SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 6
6 13. nóvember 2011 Andy Rooney sagðist, þrátt fyrir allt, ekki mikið fyrir sviðsljósið. Kvaðst hafa eytt fyrstu 50 árum ævinnar í að verða þekktur rithöf- undur en næstu 30 í að koma í veg fyrir að verða frægur. Hann kunni því illa að vera þekkt andlit og fá ekki frið á almannafæri. Rooney gerði grín að öllum sköpuðum hlutum, þar á meðal sjálfum sér. „Hvernig þætti þér ef tíu milljónir störðu á þig í hverri viku og reyndu að koma auga á einhver lýti?“ spurði hann einu sinni í 60 mínútum. Las svo bréf frá manni sem kvartaði undan því að flibbinn á skyrtu sjónvarps- mannsins væri of lítill þannig að hálsinn á honum virkaði asnaleg- ur. „Enginn vill láta skoða sig svona gaumgæfilega,“ sagði Roo- ney. Augabrúnir hans voru vinsælt umræðuefni, en mörgum fannst ástæða til þess að hann snyrti þær annað veifið. „Ég veit ekki hvað ég get gert,“ sagði Rooney í pistli, um eigið útlit. „Ég reyni að líta vel út. Greiði á mér hárið, hnýti bindishnútinn.“ Bætti svo við: „en ég dreg mörkin við auga- brúnirnar. Maður verður að tjalda því sem til er“. Að þessu sögðu strauk Rooney létt en ákveðið yfir vinstri augabrúnina og horfði stoltur til fólksins við viðtækin. Vildi vera þekktur rithöfundur en ekki frægur Rooney 1978, þegar hann hóf starf sem pistlahöfundur í 60 mínútum. AP Andy Rooney var fastagestur á heim-ilum milljóna Bandaríkjamanna ásunnudagskvöldum í rúma þrjá ára-tugi. Maðurinn með miklu augabrún- irnar, þessi úrilli nöldurseggur, en þó iðulega vinalegi og oftast mjög fyndni náungi, átti síð- asta orðið í vinsælasta fréttaþætti vestanhafs, 60 mínútum á CBS sjónvarpsstöðinni, frá 1978 allt þar til 2. október sl. þegar hann las löndum sín- um pistilinn í 1.097. og síðasta skipti. Fáeinar mínútur með Andy Rooney kallaði hann pistilinn: smásöguna, einþáttunginn, hvað sem menn vilja nefna þessu stuttu þjóðfélags- rýni Rooneys, sem tók um það bil þrjár mínútur í flutningi og hitti yfirleitt beint í mark. Ekki bara í Bandaríkjunum; þátturinn var vinsæll víða um heim og Rooney Íslendingum auðvitað kunnur eins og öðrum íbúum jarðarinnar. Sjónvarpsmaðurinn, sem sagðist reyndar alls ekki vera sjónvarpsmaður í venjulegum skiln- ingi, heldur rithöfundur sem þannig vildi til að flytti eigin texta í sjónvarpi, sat ekki lengi í hin- um helga steini. Rooney lést aðeins mánuði eftir að hann kom síðast fram í 60 mínútum, föstu- daginn 4. nóvember. Hann var 92 ára. Rooney fjallaði um allt milli himins og jarðar, eins og góðum pistlahöfundi sæmir. Ekkert var honum óviðkomandi: Matvælaverð og gæði, pirrandi ættingjar, klæðaburður, bílar, hern- aðarbrölt, menning og listir, kynhneigð fólks og hörundslitur, svo fátt eitt sé nefnt. Stundum var hann eins og talsmaður neyt- enda eða rödd hins almenna borgara. „Fólk seg- ir mig gjarnan fjalla um hluti sem það hafi sjálft hugleitt og ég hef líklega aldrei talað um ann- að,“ sagði hann eitt sinn og horfði vinalega á fólkið við sjónvarpstækið. Frumleg hugsun væri nefnilega ekki ýkja mikil í veröldinni. „Hvers vegna er öll þessi bómull í lyfjaglös- um?“ spurði Rooney einhverju sinni. En hann gat líka sleppt gamninu. Gagnrýndi til að mynda þátttöku Bandaríkjanna í Íraks- stríðinu á sínum tíma. Hann kvaðst friðarsinni og var þess vegna á móti því að Bandaríkjamenn tækju þátt í seinni heimsstyrjöldinni. „Svo sá ég Þjóðverjana og skipti um skoðun,“ sagði hann. Rooney var í herliði Bandaríkjanna í Evrópu. Þar barðist hann ekki með vopnum heldur fékk það hlutverk að skrifa í fréttablað hersins, Stars and Stripes, og fylgdist með mörgum bardag- anum. Þar með hófst blaðamannsferillinn. Eftir stríð hóf hann störf fyrir útvarp og sjón- varp; skrifaði texta fyrir aðra en sást ekki sjálfur á skjánum fyrr en löngu seinna, þegar hann hóf störf í 60 mínútum. „Ég vann með mörgum sem höfðu góða útvarpsrödd og voru nógu fallegir fyrir sjónvarp. Einhver þurfti hins vegar að skrifa textann sem þeir fóru með, og það var ég.“ Árið 1990 setti CBS Rooney í skammarkrókinn í þrjá mánuði; hann átti ekki að fá að koma fram í þættinum þann tíma og ekki fá greidd laun, vegna niðrandi orða sem hann fór um samkynhneigða. Þegar áhorfendum fækkaði um 20% á fyrstu fjórum vikunum ákvað yfirstjórn stöðvarinnar að ekki yrði hjá því komist að Rooney hæfi störf á ný þegar í stað. Hann væri ómissandi. Í kjölfarið lýsti Rooney því yfir að vissulega hafði hann oft haft rangt fyrir sér eða farið yfir strikið, eins og í þetta skipti, en oftar hefði hann haft á réttu að standa. Fáeinir áratugir með Andy Rooney Sagðist ekki sjónvarpsmaður heldur rithöfundur á skjánum Goðsögnin Andy Rooney: Fólk segir mig gjarnan fjalla um hluti sem það hafi sjálft hugleitt og ég hef líklega aldrei talað um annað, sagði hann. Reuters Andy Rooney les Bandaríkjamönnum loka pistilinn. CBS Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Andy Rooney sagðist í síðasta pistli sínum hafa kvartað yfir ýmsu í gegnum tíðina, en einu gæti hann ekki kvartað yfir; eigin lífi. „Ég hef allan þennan tíma fengið borgað fyrir að segja hvað mér býr í brjósti, það er ekki hægt að vera heppnari en það.“ Hann hóf ritstörf fyrir alvöru í herliði Bandaríkjanna í Evrópu 1942. Sjö áratugi í draumastarfi ELFRÍÐ - í senn óhugnanleg og hugljúf frásögn holabok.is/holar@holabok.is Elfríð Pálsdóttir fæddist og ólst upp í Þýskalandi á stríðsárunum þar sem dauðinn beið við hvert fótmál. Hún fluttist síðar til Ís- lands og bjó þá m.a. á Siglunesi og á Dalatanga, þar sem hún var vitavörður ásamt manni sínum, Erlendi Magnússyni. Það var Elfríði mikil raun að rifja upp æskuár sín í Þýskalandi. Lesendur þessarar bókar munu vafalítið skilja af hverju svo var.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.