SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 17
13. nóvember 2011 17
því hvenær ég byrjaði að eiga við þetta. Ég
býst við að ég hafi heillast af þessu af því
að ég var svo seint og illa læs og þegar
kom að vísunum þá gat ég lagt þær á
minnið. Ég var níu ára þegar ég byrjaði í
barnaskóla. Þá áttum við að læra kristni-
fræði, Helgakverið. Það var nú svo mikið
bull að það var ekki nokkur leið að skilja
það. En sem betur fór kom Barnabiblían
veturinn eftir, það var allt annað því í
henni voru sögur. Vorið sem ég fermdist
var ég að vinna á fiskiplani. Þvo upp og
salta fisk og fékk frí til að fara til prests-
ins. Hann spurði okkur út úr viku fyrir
ferminguna. Þá var ég hættur í skóla.“
Það kom svo að því að Hjálmar fór og
fylgdi stjórnmálamönnum eftir þegar þeir
ræddu málefni sín á landsbyggðinni.
Hann ferðaðist með öllum flokkum og
þurfti að haga skemmtun sinni eftir því
hvaða flokki hann fylgdi. „Pólitíkusarnir
þurftu að hafa einhvern með sér til að
punta upp á samkomuna þegar þeir voru
að fara að agitera fyrir kosningar. Einu
sinni fór ég norður á Raufarhöfn með
sjálfstæðismönnum og þar var samkomu-
húsið í stórum bragga. Þegar við komum
var bragginn fullur af ungu fólki. Þetta
var vinnulýður sem var í síldinni og þá
byrjaði frambjóðandinn að halda ræðu, ég
segi nú ekki hvur hann var. Hann þurfti á
endanum að flýja út á bak við þegar farið
var að grýta hann í síld. Hann kom í öng-
um sínum og sagði við mig: Hvað á ég að
gera, hvað á ég að gera? Ég skal reyna að
fara inn og reyna að tala við þá, svaraði ég
honum. Þá fór ég að tala tungum og sagði
eitthvert bölvað bull og það gekk bara
vonum framar og ég kláraði þarna eitt-
hvert atriði. Þá fór ég fram aftur og sagði:
Ég held að þér sé óhætt að fara inn núna.
Þá fór hann inn og það gekk ágætlega hjá
honum. En ég vil ekki segja hver hann
var,“ segir Hjálmar með glott á vör.
Skemmti með öllum stjórnmálaflokk-
unum
Hjálmar segir það hafa verið svolítið snúið
að ferðast með ólíkum flokkum því að
þegar hann var með Sjálfstæðisflokknum
gerði hann grín að Framsóknarflokknum
og Alþýðuflokknum. Þegar hann ferðað-
ist svo með hinum flokkunum þurfti
hann að skipta um. „Ég fór einu sinni
vestur í Dali með Eysteini Jónssyni, þá-
verandi ráðherra og síðar formanni
Framsóknarflokksins, og var þar að
skemmta í ísköldu húsi um kvöldið. Ég
sagði þá við manninnn sem var einhvers
konar dyravörður: Hvar er allt fólkið?
Fólkið, svaraði hann. Það kemur ekki fyrr
en eftir mjaltir og kemur ekki fyrr en eftir
klukkan níu. Nú, svaraði ég, en átti ekki
að vera einhver undirleikari hér? spurði
ég þá. Jú, jú, það er kirkjuorganistinn.
Hann fer að koma. Og það var farið með
orgel inn í húsið. Svo var svið á bak við úr
bárujárni, óklætt og það var svakalega
kalt. Við vorum báðir í úlpum ég og Ey-
steinn. Svo var farið að dimma og þá var
tekinn fram olíulampi og hafður í forstof-
unni og annar á sviðinu hjá okkur og svo
var komið með dráttarvél sem lýsti inn í
salinn í gegnum gluggann. Þannig var nú
lýsingin. “
Hjálmar sýnir blaðamanni ógrynni af
stílabókum sem hann hefur párað í ýmiss
konar vísur. Hann heldur því fram að
honum sé meinað að muna nokkuð af
sínum skáldskap en um leið og blaðamað-
ur hefur upp lestur á vísunum tekur
Hjálmar við og klárar þær. Þegar hann er
spurður um eftirminnilega vísu segir
hann sögu af kú sem átti að slátra en með
útsjónarsemi bjargaði hún lífi sínu og
óborins afkvæmisins.
„Það var nú þannig á fyrri tímum.
Við eld og ís átti þjóðin að glíma.
Þá var engin stóriðja eða SÍS,
en ýmsir muna þá tíma.
Löngum margir þá liðu skort.
Landið var snautt að gæðum.
Samt var skrifað og einnig ort
ógrynni af fögrum kvæðum.
Bændur fóru að brjóta land,
búin stækkuðu óðum.
Skipin flutu við flúð og sand
á fengsælum aflaslóðum.
En brátt varð gróskan svo geysileg
í gróðri og sjávarafla.
En afurðarsalan svo ömurleg
að allt hlóðst í kös og stafla.
Bjargráðin áttu að bæta hag
búmarks og fiskikvóta.
Og þessu ástandi enn í dag
allir lúta og blóta.
Bóndinn í Neðri-Breiðadal
bætt hafði hjá sér kotið.
Gott átti raunar gripaval
því góðæris hafði hann notið.
Barst honum skýrsla um búmannsrétt
svo belju hann varð að farga
sem var í raun fyrr á vetur sett.
Samt voru engin ráð til bjarga.
Hann gekk út úr bænum æðrulaust
aðeins stansaði í varpa.
Belju hann varð að farga í haust,
falla fyrst þá skyldi Harpa.
Frá auga bóndans hrekkur hagl.
Hýr var hann ekki á svipinn.
Í fjósið gengur, tekur reiptagl
og teymir burtu sláturgripinn.
Hugsar þá rökrétt Harpa sjálf.
Hún sem átti í vonum,
máski óborinn kvígukálf.
Hvað yrði nú úr honum?
Slítur hún af sér böðulsbönd.
Bregst henni hugarróin.
Horfir yfir á hina strönd,
hleypur svo beint í sjóinn.
Öslar hún sæinn æðisstund,
svona eins og hún sé að vaða.
Kýrin sem aldrei sótti sund
setur nú met í hraða.
Stendur í fjöru beljan blaut,
baulandi, aum á svipinn.
Kirkjubólsfólkið klökkna hlaut,
keypti því stólpagripinn.
Heiti kusu víst þótti þurrt.
Því átti skjótt að breyta.
Í fjörunni nafnið numið burt,
nú skal hún Sæunn heita.
Staðarhólsfreyjan fór á stjá,
faðmaði að sér kúna
sem var þó ekki sjón að sjá
svona holdvota og lúna.
Mennirnir leiddu hana heim,
hún fór á auða básinn.
Auðsveip og fús hún fylgdi þeim.
Féll svo að hálsi lásinn.
Vonandi hún fái að vera kyrr
og verja lífinu betur
og mjólka áfram sem áður fyrr
og eignast svo kvígu í vetur.
Sem hún og gerði, það er að segja hún
eignaðist kvígu. Þetta er alveg sönn saga
og mér þótti svo merkilegt að ekki skyldi
vera meira fjallað um þessa kú sem bjarg-
aði lífi sínu með því að stinga sér til sunds.
Mér finnst að það hefði í það minnsta
mátt minnast á hana í Áramóta-
skaupinu,“ segir Hjálmar brosandi.
Hjálmar flutti ásamt eiginkonu sinni í
íbúð fyrir aldraða í Furugerði fyrir sjö ár-
um. Þau voru virk í félagslífinu fyrstu árin
en Hjálmar segir þónokkuð hafa dregið úr
getu íbúanna til að taka þátt í félagsstarfi
og segir hann það leitt. Hann tók sig til og
skemmti í samkomusalnum á fyrstu hæð
nokkrum sinnum fyrst eftir að hann flutti
en hefur nú gefið það upp á bátinn. Af-
komendur Hjálmars, börn, tengdabörn,
barnabörn og vinir sækja óspart í sam-
veru með þessum reynslumikla og lífs-
glaða manni og blaðamaður leyfir sér að
dreyma dagdrauma: Mikið óskaplega
væri gaman ef hann væri afi minn.
’
Þetta var vinnulýður
sem var í síldinni og
þá byrjaði frambjóð-
andinn að halda ræðu, ég
segi nú ekki hvur hann var.
Hann þurfti á endanum að
flýja út á bak við þegar far-
ið var að grýta hann í síld.