SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 28
28 13. nóvember 2011 sumu fólki. Það hefur haft áhrif á mig meðan aðrir hafa farið og ég hef þurft að grufla í huganum til að muna eftir þeim. Eins og þú veist sjálf þá er viðhorf manns til fólks óskaplega mismunandi. Manni þykir vænt um sumt fólk frá fyrstu tíð, aðrir eru að bögglast fyrir manni heillengi. Ég hef oft hugsað um það af hverju maður sé að láta sumt fólk fara í taugarnar á sér. Ég segi að þetta sé bara vanþroski hjá mér.“ Var einhver einn einstaklingur erfiðari en annar? „Já. En ég vil ekki nefna nöfn. Þessir sam- skiptaerfiðleikar voru visst högg og ég var oft kvíðin út af þessum árekstrum. Oft og tíðum var erfitt að fara í vinnuna en ég lét mig hafa það. Ég grét í sturtunni en svo þerraði ég tárin og hugsaði: Ég skal takast á við þetta! Ég er kannski þrá eins og mín ætt. Ég bogna en brotna ekki. Ég er léttlynd að eðlisfari og með gott skap og það hefur hjálpað mér. Svo á ég undursamlegan mann sem er virki- „Ég var kornung þegar ég byrjaði á RÚV. Mér fannst margt samstarfsfólk mitt vera afskaplega gamalt en auðvitað var það á besta aldri. Það var ætlast til að ég bæri ómælda virðingu fyrir þeim starfsmönnum sem voru eldri en ég og það var ekkert vandamál fyrir mig. Ég er yngsta barn í fjölskyldu og var vön að vera innan um fullorðið fólk. Margar reglur og ákvarðanir á vinnustaðnum fundust mér skrýtnar og hlutirnir áttu að vera á ákveðinn hátt og út af því mátti ekki bregða. Það var litið á stofnuna nánast sem helgidóm og menn tóku alla hluti sem þar voru gerðir mjög alvarlega. Skilaboðin voru: Þú ert ríkisstarfsmaður og mátt ekki gera þetta eða hitt. Ég hafði oft á tilfinning- unni að það mætti varla anda. En ég lét mig hafa það. Þetta var skemmtilegur vinnustaður en oft var ráðsmennskast með mig og fólk var duglegt við að skamma mig fyrir það sem ég gerði ekki rétt. Ég tók því alltaf vel. Ef maður segir ungu fólki til í dag þá móðgast það. Þetta finnst mér sorglegt því sá sem hefur starfsreynslu þekkir svo miklu betur til en hinn sem er nýbyrjaður í starfi. Þess vegna ætti sá reynslulitli að segja: „Já, þú hlýtur að vita þetta,“ en ekki láta eins og viðkomandi sé með derring.“ Hverjir eru eftirminnilegustu samstarfs- félagar? „Mér þótti alveg óskaplega vænt um Jón Múla Árnason. Hann kenndi mér margt. Ég man hvað mér fannst hann vera fallegur og huggulegur mað- ur fyrst þegar ég hitti hann. Hann var afskaplega góður við mig þegar við vorum tvö saman, en þeg- ar aðrir voru viðstaddir átti hann til að verða kerskinn. Allir þessir gömlu karlar voru eft- irminnilegir menn, Stefán Jónsson, Thorolf Smith, Axel Thorsteinsson og Jón Magnússon, sem var í einu orði sagt frábær maður. Friðrik Páll, sonur hans, er yndislegur drengur og það sama má segja um Þorvald Friðriksson, Kristján Róbert og Brodda Broddason sem byrjaði feril sinn sem þulur og þá var það ég sem tók að mér að kenna honum. Þegar sjónvarpsfólk flutti svo inn í útvarpshúsið kynntist ég yngri kynslóð og margt af því fólki er yndislegt. Það sagði við mig: Mér þykir svo vænt um þig. Ég fann að því þætti vænt um mig af því það þekkti mig í gegnum útvarpið.“ Á þessum árum hlýturðu að hafa unnið með einhverjum sem þú hefur ekki náð sambandi við. „Það er svo skrýtið að ég man óskaplega vel eftir Gerður G. Bjarklind er hinum fjölmörguhlustendum Ríkisútvarpsins að góðukunn en þar hefur hún starfað í áratugisem þulur og þáttastjórnandi. Hún fagnar fimmtíu ára starfsafmæli í þessum mánuði, en hún var einungis nítján ára þegar hún kom til starfa á Ríkisútvarpinu. Hún er fyrst spurð um til- drög þess og segir: „Nítján ára gömul var ég að vinna á Samvinnutryggingum, þar sem ég sá um að koma til skila bréfum sem fyrirtækinu bárust. Ég viðurkenni að mér fannst þetta fremur leiðinleg vinna. Einn daginn var mér sagt að breytingar væru framundan og ég ætti að verða símadama. Mig langaði svo sannarlega ekkert til að verða símadama. Um hádegisbil heyrði ég svo í Rík- isútvarpinu að auglýst væri eftir stúlku á auglýs- ingadeild útvarpsins. Ég mætti upp í útvarp eftir hádegi og var ráðin. Þannig að ég var atvinnulaus í tvo tíma. Ég byrjaði í auglýsingadeild árið 1961, árið 1963 tók ég svo að mér að sjá um Lög unga fólksins og árið 1975 var ég beðin um að gerast þulur. Þá hafði ég í allnokkur ár aðstoðað þulina við að lesa aug- lýsingar sem oft voru þverhandarþykkir bunkar, sérstaklega á stórhátíðum.“ Hvernig var að stjórna Lögum unga fólksins? „Ég man alltaf eftir fyrsta þættinum af Lögum unga fólksins. Ég var svo stressuð að ég hélt að ég myndi deyja. Ég heyrði fyrsta þáttinn ekki al- mennilega og var eins og utan við mig í næstu þáttum því mér fannst rödd mín vera svo kjánaleg og vond. Kannski leið mér líka svona vegna þess að á vinnustaðnum var ekkert verið að hvetja mig. Oft hef ég hugsað um það hvað það er dapurlegt hversu lítið fólk var hvatt áfram á vinnustöðum hér áður fyrr, það þarf oft svo lítið til að gera starfsmenn ánægða. Ég sá um þáttinn Lög unga fólksins ásamt góðu fólki, þar á meðal Hemma Gunn, fram til ársins 1971. Ég hafði oft á tilfinningunni að innan húss væri litið á Lög unga fólksins eins og einnota þátt. Hann þætti ekki nægilega menningarlegur, en það má endalaust deila um það hvað sé menning, og í dag er ekki til ein einasta upptaka af Lögum unga fólksins.“ Stofnunin eins og helgidómur Hvernig var að vera bara nítján ára og í vinnu hjá Ríkisútvarpinu sem þótti afar virðuleg stofn- un? Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ég er á krossgötum Gerður G. Bjarklind fagnar fimmtíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Hún var nítján ára þegar hún hóf störf hjá Ríkisútvarpinu en hyggst láta af störfum nú um áramótin. Í viðtali ræðir hún um árin á Ríkisútvarpinu, gleðitíma og mótlæti og mikilvægi góðvildar. Mynd: Ómar Óskarsson omar@mbl.is ’ Mér er ómögulegt að dæma um rödd mína. Sumir segja að ég hafi blæbrigða- mikla rödd, hún ku vera þægileg og það er sagt að það sé gott að hlusta á mig. Ef það er þannig þá er það bara gott fyrir fyrirtækið. Ég hef alltaf litið á það þannig að ef maður geri eitthvað gott í sínu starfi þá sé maður til góðs. Gerður G. Bjarklind með 18 tommu lakkplötu, en þær voru notaðar fyrir ýmis konar útvarpsefni á ár- unum 1935-1960.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.