SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 20
20 13. nóvember 2011 Tíska Svarthvítt frá sjötta áratuginum Eitt af síðustu verkum Amy Winehouse var að hanna fatalínu í samvinnu við tískumerkið Fred Perry. Línan er nú komin í sölu í góðri sátt við fjölskyldu söngkon- unnar hæfileikaríku. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Tískumerkið FredPerry hefur ákveðiðeftir mikla um-hugsun og með blessun fjölskyldu Amy Wine- house að setja á markað fata- línuna sem söngkonan hannaði fyrir haustið og næstkomandi sumar fyrir fyrirtækið. „Þegar Fred Perry kom til okkar og spurði hvað við vildum gera við nýju línuna fannst okkur eðlilegt að halda áfram. Amy hafði mjög gaman að vinnu við fatalínuna og hefði viljað að fötin færu í sölu. Ágóðinn af söl- unni fer beint í Stofnun Amy Wine- house, sem við erum að setja á laggirnar sem mun hjálpa börnum og ungu fólki í hennar nafni,“ sagði Mitch Winehouse, faðir söngkonunnar, sem féll frá í síð- asta mánuði. „Amy var ástríðufull gagnvart verkefninu og uppfull af áhuga og stíll hennar er greinilegur í hverri flík,“ sagði Fred Perry í yfirlýsingu en fyrirtækið ætlar einnig að styrkja nýju stofnunina sérstaklega. Línan, sem samanstendur af 27 flíkum, er öll í svörtu og hvítu. „Ég klæði mig eins og gam- all, svartur gyðingur, “ sagði hún á síðasta ári að því er kemur fram í grein The Guardian. „Ég klæði mig bara eins og það sé ennþá sjötti áratugurinn,“ sagði söngkonan, sem hafði mjög sérstakan og per- sónulegan stíl. Fötin eru þröng, með áherslu á mittið, þau eru klassísk og klæðileg án þess að vera leið- inleg. Línuna má skoða og versla á www.fredperry.com/women/ amy-winehouse. ’ Amy var ástríðu- full gagnvart verk- efninu og uppfull af áhuga og stíll hennar er greinilegur í hverri flík.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.