SunnudagsMogginn - 13.11.2011, Blaðsíða 40
40 13. nóvember 2011
Lífsstíll
Kyrrðin talar
Verk japanska rithöfundarins
Matsuo Basho (1644-1694) eru
kjörin lesning í afslöppunarferð.
Hann skrifaði mikið um mikilvægi
þess að draga sig í hlé frá skark-
ala heimsins og að einbeita sér
að núverandi tíma og rúmi. Hann
taldi mannlega bresti koma í veg
fyrir slíka slökun, því líf flestra
væri litað af fortíðinni og fólk væri
gjarnt á að lifa fyrir drauma um
framtíðina – og ekki hefur það
breyst mikið í gegnum tíðina.
Önnur bók er kjörin í þessum til-
gangi en hún er eftir Eckhart Tolle
og heitir Kyrrðin talar.
1001 leið til að slaka á, Sus-
annah Marriott, Salka.
Hlý höfuðföt
Það er eins
gott að láta
sér ekki
verða kalt á
höfðinu nú
þegar fer að
kólna í
veðri.
Franski
fatahönn-
uðurinn
Philippe
Guilet er
greinilega með þetta á hreinu
eins og sjá mátti á tískusýningu
með því nýjasta úr smiðju hans
nýverið.
Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að velta fyrirmér spéhræðslu og baðmenningu annaraþjóða. Nú síðast um helgina fór ég í dálítinnbíltúr á Laugarvatn og baðaði mig þar með
systur minni. Nei, ekki í baði, heldur þar til gerðum heit-
um pottum og gufubaði. Í klefanum með okkur voru
nokkrar breskar konur. Það mátti sannarlega dást að færni
þeirra við að smokra sér í sundfötin undir handklæðinu.
Þetta hlýtur að krefjast nokkurs jafnvægis og er örugglega
ekki list sem lærist á einum degi. Einhvern veginn tókst
þeim á þennan hátt að koma sér ýmist í sundbol og bikiní.
Síðar um kvöldið ræddi ég þetta í góðum hópi á bar. Þá
minntist ein á austurríska vinkonu sína sem hafði nærri
klætt sig í sundfötin inni í skáp.
Þvoðu þér fyrir hina áður en þú ferð ofan í en fyrir þig
eftir að þú kemur upp úr. Ég held að við Íslendingar ættum
að gera eitthvað úr markaðssetningu þessa ágæta orða-
tiltækis. Það virkar ekki neitt að hafa spjald frá 1980 á
veggnum sem bendir á öll viðkvæmustu svæði líkamans
með rauðu. Líkt og þau væru geislavirk eða eitthvað álíka.
Frekar held ég að við ættum að reyna að innleiða íslenskan
hugsunarhátt í sundmenningu erlendra þjóða sem hingað
koma í heimsókn. Margir erlendir gestir elska að fara hér í
sund. Hvers vegna ekki að benda þeim góðfúslega á að
baða sig almennilega með hnyttnum ábendingum prent-
uðum á handklæði eða boli? Ég held að þetta sé ekki sú al-
versta hugmynd sem ég hef fengið.
Þvoið geislavirku svæðin
Það er náttúrulega algjör lúxus að geta farið í sturtu í íslenskri náttúru.
Áður en farið er í sund ber að þvo
sér hátt og lágt. Þessa baðmenn-
ingu mætti gjarnan innleiða hjá
fleiri þjóðum.
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Kistan
Jú, nóvember er rétt nýhafinn en samt er ég byrjuð að
huga að jólagjöfunum. Jafnvel búin að kaupa eina eða
tvær en get ekki skrifað meira um það þar sem þeir sem
eiga að fá pakkana munu lesa þetta. Mér finnst annars
vegar miklu betra að vera með fyrra fallinu. Það þýðir að
maður hefur meiri tíma til að gera eitthvað skemmtilegt
í desember. Í öðru lagi er einstaklega hentugt að dreifa
kostnaðinum dálítið og vera ekki með visakortið al-
gjörlega rjúkandi í jólamánuðinum. Svo er líka bara gam-
an að tína smám saman hitt og þetta í fallega gjöf, eða
það finnst mér í það minnsta.
Gjafastúfur á kreik
Það þótti mikil synd og ókostur hér í denn að vera latur. Enda var alltaf
nóg að gera bæði innan húss og utan í sveitum landsins. Ég held að leti
sé að nokkru leyti áunnin. Í haust hef ég unnið í því að vera meira löt.
Það hefur gengið mjög vel og orðið til þess að að ég hef litlu komið í
verk heima fyrir. En það kemur. Nú finnst mér bara notalegt að geta ver-
ið alveg róleg yfir því að liggja í leti. Mér fannst það nefnilega dálítið erf-
itt einu sinni en þetta er allt að koma hjá mér. Svo er sá árstími að nálg-
ast þar sem kemur yfir fólk eins konar hýðistilfinning. Þá er best bara
að hafa það notalegt heima í sófa, láta þreytuna líða úr sér og leyfa let-
inni að flæða yfir í staðinn. Það getur tekið sinn tíma að koma sér í góða
letiæfingu en þegar þolið er komið finnur maður hvað maður hvílist vel í
letinni. Þó að maður rífi sig auðvitað upp inni á milli og geri „eitthvað af
viti“. Ég hugsa að ég velji fyrri kostinn þessa helgina og æfi mig eins
mikið í leti og ég get. Enda nenni ég varla að gera neitt annað …
Æfingabúðir í leti
Helgarkaffið þarf ekki að vera svo
ýkja flókið í undibúningi. Vöfflur
eru fullkomnar með góðum kaffi-
eða tebolla. Það er líka hentugt
að geta gert vöfflur og haft svo
bara opið hús. Fengið til sín ætt-
ingja og vini sem eru á flandri um
borg og bí. Þeyttur rjómi og rab-
arbarasulta er klassík. Svo er líka
ekki slæmt að smyrja vel af Nu-
tella á vöffluna og sneiða niður
banana, jafnvel smárjóma líka.
Vöfflukaffi
FJÖR OG MANNDÓMUR
eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku
holabok.is/holar@holabok.is
Meðal efnis:
Hrakningar í háfjallaskörðum
- sem ekki enduðu allir vel
og hlutskipti kvenna, þ. á m.
konu sem ekki mátti sín
mikils, en lifði langa ævi og
dó á tíræðisaldri - án þess að
hafa í eitt einasta skipti leitað
til læknis, utan augnlæknis
einu sinni. Þann æviþátt
hefðu allir gott af að lesa.