SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 14
14 27. nóvember 2011
Hún er létt á fæti þegar húnskoppar niður stigann áheimili sínu til að taka á mótiútsendurum Sunnudags-
moggans þetta síðdegi. Þessi átján ára
gamla stúlka ber það ef til vill ekki með sér
að hún sé þegar orðin höfundur tveggja
skáldsagna en ekki þarf að sitja lengi að
spjalli við Hörpu Dís Hákonardóttur til að
skynja að hér fer þroskuð sál.
Rithöfundarferill Hörpu Dísar hófst á
síðum barnablaðs Morgunblaðsins þegar
hún var ellefu ára. Skrif hennar féllu í frjóa
jörð og var hún hvött til að halda upp-
teknum hætti, af foreldrum sínum, Unni
Stefánsdóttur og Hákoni Sigurgrímssyni,
og fleirum.
„Dag einn þegar ég var að labba heim úr
skólanum fékk ég hugmynd að sögu sem
gerist í álfheimum. Ég sagði pabba frá
þessu og hann hvatti mig til að skrifa sög-
una niður. Á þeim tíma var ég alls ekki að
velta fyrir mér að gefa hana út á bók,“
segir Harpa Dís um tilurð fyrstu bókar
sinnar, Galdrasteinsins.
Hún var tólf ára á þessum tíma og fór að
ráðum föður síns. „Ég vann í þessari sögu í
tvö ár. Sumir halda að maður setjist bara
niður og skrifi bók en svo einfalt er það
ekki. Það var ekki fyrr en sagan var tilbúin
að sú hugmynd kom upp að gefa hana út.
Ég fór til Hildar Hermóðsdóttur hjá Sölku
og man hvað það var undarleg tilfinning
að láta hana hafa handritið, nánast eins og
að gefa frá sér barn,“ segir Harpa Dís hlæj-
andi.
Vonandi öðrum hvatning
Salka gaf Galdrasteininn út fyrir jólin 2009
og mæltist bókin vel fyrir, hjá leikum sem
lærðum. „Viðtökur voru mjög fínar. Ég fór
víða og las upp, meðal annars í grunn-
skólum, og var alls staðar vel tekið. Mörg-
um krökkum finnst spennandi að ég sé
svona ung og vonandi hefur það hvetjandi
áhrif á einhverja. Alla vega stóðu nokkrir
krakkar upp í skólunum og sögðust ætla
að verða rithöfundar,“ segir Harpa Dís.
Viðtökurnar hvöttu hana til að halda
áfram að skrifa. „Hugmyndin að annarri
bókinni var komin áður en fyrsta bókin
kom út en ég gaf mér góðan tíma til að út-
færa hana.“
Önnur bókin, Fangarnir í trénu, kom út
í vikunni og hermir Harpa Dís þar áfram af
Erlu og félögum hennar, sem kynnt voru
til sögunnar í Galdrasteininum. Erla var
tólf ára í síðustu bók en núna er hún orðin
þrettán.
Spurð hvers vegna álfheimar hafi orðið
fyrir valinu brosir Harpa Dís. „Ég hef alltaf
haft gaman af ævintýrum, álfum og tröll-
um. Það er líka meira frelsi til að skapa þar
en í mannheimum. Ætli það hafi ekki gert
útslagið.“
Verndum umhverfið!
Eins og í öllum góðum ævintýrum er und-
irboðskapur í bókum Hörpu Dísar. Í
Galdrasteininum var það náungakær-
leikur og friður en í Föngunum í trénu er
það verndun umhverfisins. „Ég hef
áhyggjur af þeim málum,“ upplýsir Harpa
Dís. „Við þurfum að bera meiri virðingu
fyrir landinu okkar. Við höfum það bara
að láni. Enda þótt hér sé ekki alltaf 30 stiga
hiti og sól hefur Ísland upp á svo ótalmargt
að bjóða. Það er til dæmis alls ekki sjálf-
gefið að hafa aðgang að hreinu vatni. Eng-
inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef-
ur.“
Hún kveðst ekki endilega hafa lagt upp
með þennan boð-
skap, hann hafi
eiginlega komið af
sjálfu sér. „Það
hlýtur að þýða að
þetta er mér mikils
virði!“
Spurð um fram-
haldið kveðst
Harpa Dís þegar
komin með sögu-
þráðinn að þriðju
bókinni um Erlu og
vini hennar. „Ég lít
á þetta sem þríleik og ætla að reyna að
byrja að skrifa þriðju bókina í jólafríinu.
Ég hef þjálfast og skrifin ganga hraðar fyrir
sig núna, hugsanlega verður sú bók tilbúin
á næsta ári.“
Annars kveðst hún vera með langan
lista af hugmyndum sem hún geti hugsað
sér að vinna úr í framtíðinni. „Þetta eru
allt sögur fyrir börn en með tíð og tíma
gæti ég alveg hugsað mér að skrifa fyrir
fullorðna líka.“
Skrifar í fríum sínum
Hún skrifar aðallega í jóla- og sumarfríinu
enda í mörg horn að líta á veturna, bæði í
námi og frístundum. „Undanfarin sumur
hef ég litið á skrifin sem part af sum-
arvinnunni minni,“ segir Harpa Dís.
Mögulega má finna ómerkilegri sum-
arvinnu!
Kenningin er sú að bóklestur barna og
unglinga hafi dregist saman á seinni árum
og Harpa Dís segir það vissulega áhyggju-
efni. „Það er hópur barna og unglinga,
þeirra á meðal ég, sem þarf alltaf að vera
með bók á náttborðinu en síðan er annar
hópur sem les sjaldan eða aldrei bók. Á
móti kemur að krakkar eru sílesandi, á
netinu, texta í sjónvarpi og svo fram-
vegis.“
Hún segir hraðann í nútímanum stýra
ferð í þessum efnum, ungmenni kjósi
frekar að sjá myndina en lesa bókina, þar
sem það taki skemmri tíma. „Að mínu áliti
liggur ábyrgðin hjá foreldrunum. Þeir eiga
að halda bókum að börnunum sínum, ekki
síst með því að sýna gott fordæmi og lesa
sjálfir. Skólarnir standa sig mjög vel, með
lestrarátökum og góðum bókasöfnum.“
Harpa Dís er á félagsfræðibraut í
Menntaskólanum við Hamrahlíð og hygg-
ur á frekara nám eftir stúdentspróf. „Mig
langar í háskóla, í íslensku, bókmenntir
eða eitthvað því um líkt. Ég hef líka gaman
af myndlist, kannski geri ég eitthvað með
það. Mig langar líka að búa erlendis og læra
önnur tungumál. Ég var í mánuð á Spáni í
sumar að læra spænsku og líkaði mjög vel.
Spánn er mjög spennandi menningar-
heimur, líka Suður-Ameríka, fjær okkur
en til dæmis Danmörk eða England.“
Spilar líka á píanó
Harpa Dís hefur lagt stund á píanónám við
Tónlistarskóla Kópavogs frá átta ára aldri.
Hún er komin á framhaldsstig en kennari
hennar er Sólveig Anna Jónsdóttir. „Ég hef
mikinn áhuga á tónlist, er að læra hljóm-
fræði og tónlistarsögu og finnst mjög gam-
an að fara á tónleika, ekki síst sinfón-
íutónleika,“ segir Harpa Dís sem hlustar
einnig á dægurtónlist.
Spurð um framtíðaráform í píanóleik
kveðst Harpa Dís ætla að ljúka framhalds-
prófi en sér ekki fyrir sér að hún komi til
með að helga sig slaghörpunni. „Ég ætla
ekki að verða einleikari, ef þú ert að spyrja
um það,“ segir hún brosandi. „En ég mun
Margir
strengir
Hörpu
Harpa Dís Hákonardóttir er bara átján ára. Eigi
að síður sendir hún frá sér sína aðra skáldsögu
fyrir börn nú fyrir jólin, Fangarnir í trénu.
Harpa Dís hefur skrifað í sex ár meðfram námi,
píanóleik og ballettdansi. Nýju bókina tileinkar
hún minningu móður sinnar, Unnar Stefáns-
dóttur, sem lést fyrr á þessu ári.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Kápa nýju bókarinnar,
Fangarnir í trénu.