SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 37
27. nóvember 2011 37 Við búum í Lundi í Suður-Svíþjóð semer ellefti stærsti bær landsins, meðrúmlega 82 þúsund íbúa. Þetta er gam-all, sögufrægur staður sem talið er að hafi verið stofnaður í kringum 990 og ein elsta borg Svíþjóðar. Snemma varð borgin miðstöð fyr- ir kristni á Norðurlöndum og byggðist borgin upp í kringum kirkjuna, árið 1103 varð staðurinn gerður að sæti erkibiskupsins yfir Norðurlönd- unum. Á sama tíma hófst bygging dómkirkjunnar í Lundi og er hún í dag eitt helsta auðkenni stað- arins. Menntun hefur sterkar rætur í Lundi og er þar að finna Katedralskolan sem stofnaður var 1085 og er elsti skóli Norð- urlanda. Flestir þekkja einnig til Háskólans í Lundi sem er einn af stærstu háskólum Norð- urlanda með yfir 30 þús- und nemendur. Margir Íslendingar hafa lært við skólann og ekki er óal- gengt að rekast á landa sína sem eru fluttir til Lundar í annað sinn, eft- ir að hafa búið hér þegar foreldrarnir lögðu stund á nám við háskólann á árum áður. Í Lundi hefur byggst upp mikið þekking- arsamfélag og eru sterk tengsl á milli háskólanna og fyrirtækja á svæðinu á borð við Sony Ericson, Alfa Laval og Tetra Pak. Hérna er einnig að finna elsta viðskipta- og ný- sköpunarsetur Svíþjóðar og eru þar um 260 fyr- irtæki. Það er gaman að segja frá því að mottó Lundar er einmitt „borg hugmyndanna“ eða „Idéernas stad“. Eitt af því fyrsta sem Íslendingar taka eftir við komuna er að gamla góða reiðhjólið er lang- algengasti ferðamátinn í borginni. Borg- arskipulagið er nokkuð þétt og mikið af hjólastíg- um svo auðvelt er að komast leiðar sinnar á reiðhjóli. Lundur er ennfremur gróðursæll staður, með trjám og gróðri meðfram götum og stígum og einnig er þar að finna marga fallega garða þar sem tilvalið er að setjast niður og fá sér ís á sól- ríkum sumardegi. Í Lundi er fjölmennt samfélag Íslendinga, fyrst og fremst námsmenn við háskólann og læknar sem starfa við Háskólasjúkrahúsið. Á stúd- entagörðunum sem við fjölskyldan búum á eru um 30 aðrar íslenskar fjölskyldur. Þar sem flest- allir eru í sömu aðstöðu með enga ættingja á staðnum erum við dugleg að hjálpast að og einnig er hér nokkuð öflugt félagslíf, haldin eru nám- skeið og meðal annars starfræktur íslenskur íþróttaskóli og kirkjuskóli. Hér er líka meiri tími fyrir vinina þar sem stórfjölskyldan er ekki til staðar. Ef lífið í Lundi verður of rólegt er auðvelt að hoppa upp í lest og skella sér til Kaupmanna- hafnar. Lestarferðin tekur eingöngu um 30 mín- útur og er því tilvalið fyrir íslenska ferðamenn í Kaupmannahöfn að skella sér í dagsferð til Lund- ar og skoða það sem bærinn hefur upp á að bjóða. Heiðrún Þórsteinsdóttir Háskólanum í Lu ndi Póstkort frá ’ Í Lundi hefur byggst upp mikið þekk- ingarsamfélag og eru sterk tengsl á milli háskólanna og fyrirtækja á svæðinu. Heiðrún Þórsteinsdóttir Það er fátt betra en virkilega góðar „flødebollur“ og Spangsberg Chocolade, sem er með verslun í Tivoli gerir einstaklega góðar bollur. Það þarf ekki að leita lengur að eftirréttinum, þarna er hann kominn. Stundum er hægt að fylgjast með því hvernig þessi dásemd er búin til en af- raksturinn er seldur á staðnum. Bollur með marsip- anbotni eru sérstaklega góðar, þær eru allar búnar til á staðnum en síðan eru líka seldar bollur sem koma beint úr verksmiðju fyrirtækisins. Hægt er að kaupa bollur í stykkjatali á tíu danskar krónur (um 215 krónur) og síð- an ýmsar stærðir af pökkum. Nýjasta tegundin sem Spangsberg býður upp á er Café Latte-bolla með Baileys- bragði og rjómasúkkulaðibitum ofan á, sem bragðast vel með kaffibollanum. Sætasti eftirrétturinn Bollurnar eru seldar í stykkjatali og í kössum.Þau eru ófá handtökin við bollugerðina. vera útibú frá þekktum verslunum í Kaupmannahöfn á borð við Illum yfir í sérverslanir með jólaskraut. Fyrir utan öll jólaljósin er það sem gerir jólastemninguna svona mikla að það er búið að kurla tré og dreifa barri svo jólalyktin berst um svæðið. Svo má heldur ekki gleyma lifandi hreindýrum, sem hægt er að skoða. Tivoli snýst sumsé ekkert endilega um risastóra rússibana eða önnur trylli- tæki heldur ekki síður huggulega jóla- stemningu. Þeir sem heimsækja garðinn með ungum börnum hafa núna fengið fleiri tækifæri til að skemmta þeim en í fyrra var opnað sérstakt ævintýraland fyrir yngstu börnin með Rasmus Klump-þema, sem svo sannarlega er hægt að mæla með. Tivoli er staður fyrir alla. Það er rússneskt þema í jólatívolíinu í ár í fyrsta sinn. Breytingarnar kostuðu ríflega 200 millljónir króna. Ljósmynd/Inga Rún Greinarhöfundur varð að heilsa upp á Rasmus Klump. ’ Tivoli snýst sumsé ekk- ert endilega um risastóra rússibana eða önnur tryllitæki heldur ekki síður huggulega jóla- stemningu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.