SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 12
12 27. nóvember 2011
Fimmtudagur
Kári Sturluson
Hugur minn er hjá
starfsfólki Íslands-
banka sem tókst
ekki að svíkja stofn-
fjárhafa.
Föstudagur
Gunnar Hersveinn
Varð fyrir mjög
óvenjulegu viðmóti í
umferðinni í morg-
un: bílstjóri nam
staðar til að hleypa mér, sem
gangandi vegfaranda, yfir gang-
braut á mótum Vesturgötu og
Ægisgötu. Ég varð svo hissa að
ég brást við með því að bjóða
bílnum að fara fyrst, en bílstjór-
inn neitaði staðfastlega og
ítrekaði boð sitt, en ég bauð
aftur því ég trúði þessu ekki, en
bílstjórinn hneigði höfuðið og
bauð í þriðja sinn og þá loks
þáði ég boðið. Segið svo að
mjallhvít jörð hafi ekki áhrif í
myrkrinu!
Konráð Jónsson
HOR IS OVER IF
YOU WANT IT.
Áfram Ótrivín!
Fésbók
vikunnar flett
Cyanogen er litarlaust eitrað gas, en
það er líka viðbót, eða réttara end-
urbót, á Android-farsímastýrikerfinu.
Málið er nefnilega það að þar sem
Android er opið og öllum aðgengilegt,
getur líka hver sem er farið að fikta í
því, endurbæta og endursmíða eins
og honum sýnist.
Fljótlega eftir að fyrstu Android-
símarnir komu á markað komust
menn að því að hægt var að komast á
bak við notendaviðmót símans, ná
rótaraðgangi, og í framhaldinu tóku
ýmsir að breyta og sníða stýrikerfið til
eftir sínu höfði. Smám saman náði
viðbót eftir notanda sem kallaði sig
Cyanogen mestum vinsældum og fyrir
stuttu kom út sjöunda útgáfa hennar
undir heitinu CyanogenMod 7.
Endurbæturnar gefa notendum til
að mynda færi á að breyta mjög svip-
móti símans, bæta Bluetooth-
stuðning, gefa meiri stjórn á síman-
um, gera kleift að setja tímastilli á
myndavél og svo má lengi telja. Marg-
ar viðbótanna eru eiginlega bara fyrir
tölvufróða, en ýmislegt auðveldar not-
endum líka lífið, svo framarlega sem
þeir eru til í smá heilaskurðaðgerð á
símanum sínum.
Skjárinn er þrusugóður miðað við
verð símans, 800 x 400 díla
AMOLED, litirnir bjartir og
skjárinn mjög næmur
fyrir snertingu - svar-
ar mjög vel. Vel af
sér vikið!
Þegar maður kaupir ódýr tæki
er ekki hægt að búast við að
þau skáki dýrari búnaði eða standi
jafnfætis. Það er því ekki rétt að býsn-
ast yfir því að myndavélin sé slöpp, en
hún er það vissulega, 3,2 milljóna díla
með sjálfvirkan fókus og ekkert flass.
Í símanum er allt það helsta sem hægt er að
búast við og biðja um; HSDPA, GSM 900/
1800/1900, þráðlaust net, Bluetooth,
hraðaskynjari, stafrænn áttaviti, aGPS, FM
útvarp – hvað viltu meira? Rafhlaðan er
miðlungsgóð, en með því að slökkva á því
sem ekki er í daglegri notkun er
hægt að treina hana, en eins
og með sjallsíma al-
mennt þarf að
hlaða hana
daglega.
Örgjörvinn
er 600 MHz
sem gefur þokka-
lega snerpu, en galli hvað
innra minni í símanum er lítið,
ekki nema 150 MB. 2 MB minn-
iskort fylgir með og hægt að setja stærri
kort í hann. Það bjargar málum að vissu
leyti að í nýrri útgáfu af Android er hægt að
setja hugbúnað upp á minniskortinu.
Ódýr snjallsími
Kínverskir farsímaframleiðendur gera harða hríð að þeim sem fyrir eru á fleti,
bandarískum, finnskum, þýskum og kóreskum. Huawei hefur haslað sér völl í
Evrópu og nú bætist ZTE við með fínan ódýran snjallsíma - ZTE Blade.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
CyanogenMod 7
Heilaskurðaðgerð
á Android-símum