SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 41
27. nóvember 2011 41
LÁRÉTT
1. Í hjónabandi með yfirskilvitlegri veru til að fá hug-
ljómun. (8)
3. Ugla sæi eða ruglaði berlega. (10)
6. Stúdía sem er aldrei á niðurleið veldur óróa. (6)
7. Sjá mynni trylla einhvern veginn lengur verndaðan.
(11)
8. Frekar vatnsþéttur. (6)
10. Sá kunni vel við sig með hálfa tarínu hjá óbreyttum.
(10)
13. Ofsa katta yfir því að missa Ara má tolla of mikið (8)
14. Ekki óþekktur en samt einhver eða jafnvel enginn.
(5)
16. Úr önglinum fer baul í hornmyndunina. (6)
17. Einn áfengur drykkur fyrir kommúnista (5)
19. Á part í því að gera að slæmu tímabili. (5)
20. Op Ríkhards nær einhvern veginn að innihalda hljóð-
færi. (10)
23. Mörk litar vegna ákvæða. (9)
24. Ólátum stýri baldin (9)
26. Háskólinn í Reykjavík fær prjál frá krossgátuvísbend-
ingu (9)
28. Stingum eik í eldun. (8)
30. Walter að hálfu og pen Tína finna leysiefni. (10)
31. Horfir á safa og fær ákvæði. (6)
32. Banka skilmála byggja á áfengi. (6)
33. Svar persónu milli tveggja vísar okkur á band. (5)
34. Áhugasöm er sú fyrir mánudaga eða þveröfugt. (6)
LÓÐRÉTT
1. Æ óþekkir haukar finna fuglinn. (9)
2. Finnbogi með mikla háskólamenntun notar mæli-
tæki. (9)
3. Eftir átt snýst gort við út af íláti. (10)
4. Suðlægur var vinsæll hjá eiðfestum. (7)
5. Höfuðpaurar fá klink. (5)
9. Húsflugurnar missa hrafn sem er með sníkjudýr. (7)
11. Í eitt skipti sigti á seðil. (10)
12. Ílát í skoli með fiski. (8)
15. Að eftirmanni Péturs stingur fuglum (10)
18. Kennir ósigri um náðun. (12)
20. Hannes með kærleika huldumanns var eitthvað
sýnilegur. (8)
21. Pilla fær ost frá bók. (8)
22. Læknir á bílastæði fyrir stólinn að sögn og vopnin.
(10)
25. Dýfingar valda árekstrum. (7)
27. Flandrist vegna jarðfræðimyndunar. (7)
29. Línuritið sem er urðað. (6)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg-
ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur
til að skila úrlausn krossgátu 27.
nóvember rennur út á hádegi 2.
desember. Nafn vinningshafans
birtist í blaðinu 4. desember. Heppinn þátttakandi
hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 20.
nóvember er Óskar H. Ólafsson, Dalengi 2, Selfossi.
Hann hlýtur að launum bókina Meðan enn er glóð
eftir Gaute Heivoll. Mál og menning gefur út.
Krossgátuverðlaun
Gömlum aðdáendum Friðriks
Ólafssonar fannst gaman að
fylgjast með honum við skák-
borðið í Hollandi þar sem minn-
ingarmót um fjórða heims-
meistarann Max Euwe fór fram á
dögunum. Líkt og Friðrik hafði
Euwe mikil áhrif á vöxt og við-
gang skáklistarinnar í heima-
landi sínu. Í Amsterdam er dá-
lítið torg nefnt eftir honum,
Max Euwe plein. Max Euwe kom
hingað til lands fyrst árið 1948
en við fengum að kynnast hon-
um fyrir alvöru í þeim mikla
darraðardansi þegar einvígi
Fischers og Spasskís virtist ætla
að sigla í strand sumarið 1972.
Afsökunarbeiðni Euwes, sem þá
var forseti FIDE og játaði að hafa
brotið reglur FIDE, kom senni-
lega í veg fyrir að sovéska sendi-
nendin tæki saman pjönkur sín-
ar og héldi heim á leið með
óklárað uppgjör bestu skák-
manna heims. Friðrik bauð sig
fram og vann kosningar til emb-
ættis forseta FIDE haustið 1978
en skrifstofa alþjóðaskák-
sambandsins var þó áfram í
Amsterdam. Það eru þó ekki
einungis þessi tengsl sem valda
því að Holland hlýtur að vera í
sérstöku uppáhaldi hjá Friðriki.
Þar hefur hann unnið marga af
sínum bestu sigrum. Nægir að
nefna sigurinn í Bewerwijk árið
1959 og í sama móti, sem þá
hafði flutt sig um set til Wijk aan
Zee, deildi hann sigri með Lub-
omir Ljubojevic í ársbyrun 1976.
Ekki má gleyma mótinu 1969 en
þar varð hann í fimmta sæti á
eftir Botvinnik, Geller, Keres og
Portisch og tefldi þá í eina
skiptið við gamla heimsmeist-
arann Botvinnik.
Minningarmótinu í ár var
skipt í tvo riðla og var Friðrik í
riðli með heimamanninum Van
der Sterren, Piu Cramling og
kínversku skákkonunni Zhaoqin
Peng sem nú hefur hollenskt
ríkisfang. Eftir tvöfalda umferð
sigraði Peng með 3½ v. Friðrik
varð í 2.-3. sæti ásamt Piu
Cramling með þrjá vinninga og
Van der Sterren rak lestina, ½
vinningi á eftir.
Kannski er það keppnis-
staðnum og tilefninu að þakka
en taflmennska Friðriks, einkum
í seinni hluta mótsins, var í senn
þróttmikil og dínamísk. Hann
vann Peng í í 77 leikjum í fimmtu
umferð og var afar nálægt því að
leggja Piu Cramling í loka-
umferðinni. Eftir 31. leik Piu,
Dc1-c7, kom þessi staða upp:
Cramling – Friðrik
Forritið „Houdini“ telur að
svarta staðan sé unnin eftir
31. … Be6! og rekur síðan fram-
haldið 32. Dxc8 Bxc8 33. Bxf7
Kxf7 34. Bxb6 Hxa2 35. Bc7 Bf8
36. Bd8 b4 og þessa stöðu er
ekki hægt að verja til lengdar.
Friðrik lék hins vegar 31. …
Dxc7 32. Hxc7 Be8og þótt hann
næði a-peðinu og ætti allgóða
vinningsmöguleika tókst Piu
með seiglu að halda jöfnu eftir
63 leiki.
Elsa María
Íslandsmeistari kvenna
Eftir vel heppnaða ferð á opið
skákmót til Tékklands settust
sterkustu virku skákkonur Ís-
lands niður og tefldu á Íslands-
móti kvenna. Fyrirfram mátti
búast við sigri Hallgerðar Helgu
Þorsteindóttur, sem var stiga-
hæst í hópi átta keppenda, en
eins og einhver góður maður
sagði: stig tefla ekki. Elsa María
Kristínardóttir sigraði örugglega.
Lokaniðurstaðan varð þessi:
1. Elsa María Kristínardóttir
6½ v. (af 7). 2. Jóhanna Björg
Jóhannsdóttir 6 v. 3.-4. Hall-
gerður Helga Þorsteinsdóttir og
Tinna Kristín Finnbogadóttir
4½ v. 5.-7. Steinunn Veronika
Magnúsdóttir, Hrund Hauks-
dóttir og Ingibjörg Edda Birg-
isdóttir 4 v.
Elsa María hefur nú tryggt sér
sæti í ólympíuliði Íslands.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Friðrik að tafli í Hollandi
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta