SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 29
27. nóvember 2011 29
finna neinn stuðning við kynþáttahugmyndir nasista.
Sjálfum fannst honum að það ætti að vera hverjum
manni augljóst að hann hefði aldrei gengist nasism-
anum á hönd, það ætti hver maður að geta séð með því
að lesa bækur hans. Meiningin hans er alltaf góð: friður
og húmanismi.“
Hvaða afstöðu hafði hann til kommúnisma?
„Hann er eini Íslendingurinn sem ég veit til að hafi
bæði hitt Hitler og Stalín. Fundinum með Stalín og
hrifningu sinni á byltingunni lýsir hann í grein sem
aldrei var birt. Þar hélt hann því fram að það væri óhjá-
kvæmilegt að bylting yrði á kommúnískum forsendum.
Þessi sannfæring hans stóð stutt. Það hefur í mesta lagi
verið vika sem hann var sannfærður um sigur sósíal-
ismans. Eftir að Gunnar kom heim varð hann harður
andstæðingur kommúnismans.“
Sektarkennd Gunnars
Það eru tíðindi af einkalífi hans í þinni bók og þar
kemur við sögu sonur sem ekki hefur verið vitað af
áður.
„Gunnar giftist Franziscu árið 1912. Árið 1929 eignast
hann son, Grím, með Ruth Lange sem var dóttir þekkts
rithöfundar og leikhúsgagnrýnanda, Svens Lange. Til-
vera Gríms hefur aldrei verið leyndarmál á Íslandi. En
svo virðist sem Gunnar hafi átt annan son utan hjóna-
bands. Þegar ég var að vinna að þessari bók rakst ég
fyrir algjöra tilviljun á grein í dönsku listatímariti við
danska listakonu þar sem hún segir að faðir sinn sé
sonur Gunnars og æskuunnustu hans Anne Marie Ped-
ersen. Ég vissi að Gunnar hafði verið trúlofaður Anne
Marie um tíma og fór að kanna þetta og komst að því að
Anne Marie eignaðist soninn Alfred Pedersen í New
York árið 1912. Hann hefur þá komið undir um það bil
sem Gunnar og Franzisca trúlofuðust. Þessi drengur
dvaldist hjá Gunnari og Franziscu um nokkurra mánaða
skeið á þriðja áratugnum. Í fjölskyldu Anne Marie er
það haft fyrir satt að Alfred hafi verið sonur Gunnars.
Það er engin leið til að sanna þetta endanlega nema
með DNA-prófi en allt sem ég hef skoðað og rannsakað
bendir til að þetta sé raunin.
Eitt af því sem allir sem fást við verk Gunnars velta
fyrir sér er sektarkenndin sem gegnsýrir allt í verkum
hans. Það má örugglega finna ýmsar skýringar á því.
Mér finnst ástæða til að spyrja hvort þarna sé enn ein
uppspretta þessarar sektarkenndar, sem sagt sú að
Gunnar hafi átt son sem hann vissi af en sinnti lítið um.
Í mjög mörgum verkum Gunnars er fjallað um sambönd
feðra og sona og spurningin um feðrun er mjög áleitin í
verkum eins og Borgarættinni og Ströndinni.“
Var hjónaband hans hamingjusamt?
„Ég get ekki svarað fyrir annarra manna hjónabönd
en framan af virðist hjónabandið mjög hamingjusamt.
Ég hafði mikið af einkabréfum, dagbókum og skjölum
til að vinna úr en ég hafði ekki bréfin milli Franziscu og
Gunnars. Ég hef ekki fundið þau og það kæmi mér ekki
á óvart að þau hefðu verið brennd. Höfundur eins og
Gunnar vissi fullvel að ævisaga hans yrði skrifuð og
örugglega ekki bara einu sinni. Þannig að hann réð því
nokkuð hvað varðveittist.
Gunnar sagði eitt sinn: Það skynsamlegasta sem ég
hef gert á ævinni var að giftast Franziscu. Meðan hann
átti í sambandi við Ruth fékk hann bréf frá Ingeborgu
Sigurjónsson þar sem hún ýjaði að því að þau Fransisca
væru að skilja og þá brást hann mjög reiður við og sagði
að þau hefðu aldrei staðið hvort öðru nær.“
Geðklofinn í afstöðu
Hvernig kannt þú við manninn Gunnar Gunnarsson?
„Ég er ekki viss um að hægt sé að tala um Gunnar
sem einn mann. Hann er svo ólíkur eftir tímabilum. Ég
segi einhvers staðar í bókinni að það hafi örugglega
verið erfitt að vera vinur Gunnars. Ég held reyndar að
það eigi við um flesta meiriháttar listamenn, sér-
staklega af þeirri kynslóð sem Gunnar og Halldór eru
af, að það sé erfitt að eiga náin samskipti við þá. Þeir
eru patríarkar og heimilið og öll tilveran snýst um þá
og þeir gera skýlausa kröfu um stuðning frá öllum í
kringum sig.
Ég kann óskaplega vel við hinn unga Gunnar og
finnst makalaus sú ótrúlega trú sem hann hafði á sjálf-
um sér. Við vitum að Gunnari tókst það sem hann ætl-
aði sér og hann sigraði. En árið 1911 gekk hann hungr-
aður um götur Kaupmannahafnar og lifði á því að selja
ljóð og smásögur í dagblöð, var hættur að skrifa heim
til sín og búinn að slíta tengslin við fjölskylduna. Ef
maður horfir á þetta frá sjónarhóli fjölskyldunnar þá
leit þetta út eins og feigðarflan.
Á mörgum tímabilum finnst mér Gunnar aðdáunar-
verður og ég held að mér hefði líkað vel við hann ef ég
hefði kynnst honum. En svo gerir hann hluti sem
manni þykja illskiljanlegir, bæði í einkalífi og opinberu
lífi. Þegar maður sér hvernig hann bregst á fjórða ára-
tugnum við uppgangi nasismans og horfir framhjá
hlutum sem gerðust í Þýskalandi langar mann til að
taka í hann og hrista hann. Svo er hann stundum óbil-
gjarn, en það á svosem við um marga. En ég kann alla-
vega miklu oftar vel við Gunnar heldur en hitt.
Einn af yfirlesurum mínum sagði að ég væri geðklof-
inn í afstöðu minni til Gunnars. Ég ákvað að taka því
ekki sem aðfinnslu heldur sem ágætri lýsingu á því sem
ég vildi gera í þessari bók. Ég vildi tala við Gunnar og
alla þá sem hafa talað og skrifað um hann. Af því leiðir
að ég þarf ekki alltaf að taka svari Gunnars og ég þarf
heldur ekki að reyna að afhjúpa hann.“
Morgunblaðið/Sigurgeir S.