SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 47
27. nóvember 2011 47 Á árum áður voru mörg bóka-uppboð haldin á hverju ári þarsem mikill fjöldi manna komsaman og bauð í dýrgripina. Á þeim tíma var á annan tug fornbókabúða í Reykjavík. En svo breyttust tímarnir og þangað til fyrir skömmu var fornbókabúð Bókin, sem er í eigu Ara Gísla Bragasonar, sonar Braga Kristjónssonar, sú eina sem var í Reykjavík. En Bókin fagnaði 50 ára afmæli á síðasta ári en hefur verið í eigu Ara Gísla frá árinu 1996. Ara Gísla hefur lengi langað til að endurvekja þessi bókauppboð og lét verða af því í ár. Af þessu tilefni talaði blaðamaður Morg- unblaðsins við Sverri Kristinsson, fast- eignasala og þekktan bókasafnara, til að fræðast um hvernig þessi gömlu bóka- uppboð fóru fram. Sverrir segist hafa sótt bókauppboðin allt frá árinu 1965. „Þá voru bókauppboðin haldin í Þjóðleikhúskjall- aranum,“ segir Sverrir. „Yfirleitt voru öll sæti setin og menn stóðu jafnvel. Sigurður Benediktsson stýrði þessu en hann var mjög virðulegur maður og ákveðinn uppboðs- haldari, röggsamur og menn þurftu að hafa hraðan á þegar þeir buðu í verkin. Sigurður kom oft með hnittnar athugasemdir. Menn höfðu misjafnar áherslur, sumir lögðu einkum áherslu á söfnun bóka um sagn- fræði, jarðfræði, lögfræði, en aðrir á kvæða- bækur eða gamalt prent frá Hólum og Skál- holti svo dæmi séu nefnd. Sumir söfnuðu öllu, en þeir eru kallaðir alætur meðal bókasafnara. Þarna voru þekktir safnarar eins og Þorsteinn Jósepsson, Páll Jónsson, Friðjón Skarphéðinsson, Torfi Hjartarson, bræðurnir Jón og Vilhjálmur Ingvarssynir, Jón Steffensen og Sigurður Nordal svo ein- hverjir séu nefndir. Úti á landi voru líka áhugasamir bókasafnarar. Uppboð Sigurðar voru ómissandi hluti af menningarlífinu á þessum tíma. Ég minnist þessara uppboða með ánægju. Fágætar og merkar uppboðs- bækur eru auðvitað hluti bestu einka- bókasafnanna og sum einkabókasöfnin verða svo stundum uppistaðan í opinberum söfnum og söfnum menningarstofnana. Í því sambandi mætti nefna safn Þorsteins M. Jónssonar sem er uppistaðan í safni stofn- unar Árna Magnússonar á Íslandi. Það voru margir sem höfðu áhuga á söfn- un bóka. Á uppboðunum voru yfirleitt ein- tök í góðu ástandi. Menn kepptu oft um gripina og buðu hver í kapp við annan. Það var oft fjörugt á þessum uppboðum og það er sjónarsviptir að hafa ekki þessi uppboð í dag. Hluti af uppboðunum er að menn hitt- ist, skoði bækur og ræði saman. Síðar hélt Knútur Bruun tæpa tvo tugi bókauppboða, en þeir Guðmundur Axelsson og Böðvar Kvaran stóðu að þessum uppboðum með Knúti, sem var góður uppboðshaldari. Á þessum uppboðum voru m.a. boðnar upp fágætar bækur úr tveimur merkum bóka- söfnum. Þá má nefna Klausturhóla sem hélt hátt í 200 uppboð. Guðmundur Axelsson stóð fyrst að þesum uppboðum en síðar dóttir hans Guðrún, sem er sennilega fyrsta konan sem fær leyfi fyrir uppboði af þesu tagi. Síðar hafa farið fram allnokkur upp- boð sem ýmsir hafa staðið að en þau hafa verið mjög slitrótt,“ segir hann. Uppboð nútímans Þegar spjallað er við Ara Gísla Bragason segir hann gömlu uppboðin hafa verið fyrir sína tíð. „En ég og pabbi vorum síðast með hefðbundið bókauppboð fyrir tíu eða tólf árum. Þá héldum við það í Kornhlöðunni í Bankastrætinu. Þá voru boðin upp ljóð, leikrit og hefð- bundnar bækur, gamlar útgáfur af Íslend- ingasögunum, gamla prentið frá Leir- árgörðum og Hóla- og Skálholtsprentið. Við erum einmitt með eina á þessu upp- boði sem var prentuð í Skálholti 1688. Bók- in er bundin inn af Unni Stefánsdóttur en hún var með bókbandsstofu í Grjótaþorp- inu. Hún er þjóðsagnapersóna á meðal bókbindara. En við erum með uppboðið nútímavætt og erum með þetta á netinu núna. Þetta er gert í samstarfi við Jóhann Ágúst Hansen sem er með vefinn uppbod.is. Hann rekur Gallerí Fold. Þetta er fjórða og veglegasta netuppboðið í ár og er svona lokauppboðið á árinu. Það komu strax þónokkuð af tilboðum á fyrstu vikunum. Ég varð svolítið undrandi þegar ég sá það en við erum líka með gott úrval af bókum. Það eru listabækur þarna og sjaldgæfar bækur um Birgi Andrésson. Til dæmis, Grænt, Green, íslenskir græn- ir litir eftir hann Birgi. Svo er líka þarna bókin Nálægð eftir hann, sem hann gaf út í 500 eintökum. Við erum líka með skemmtilegar og sérkennilegar bækur einsog Verkleg sjóvinna, sem er handbók sjómanna og útvegsmanna, það er svolítið skemmtilegt verk. Svo erum við með fágætt sérprent eftir Halldór Laxness, sem heitir Þórður gamli halti og birtist í Rétti 1935. Við erum með eina eða tvær fyrstu út- gáfur eftir Dag Sigurðarson, meðal annars fyrsta bókin hans, Hlutabréf í sólarlaginu. Svo er þarna ein frumútgáfa eftir Stein Steinarr, Spor í sandi sem kom út 1940. Flestöll verk Þorvaldar Thoroddsen eru á uppboðinu og fyrsta útgáfu Njálu, frá árinu 1772, prentuð í Kaupmannahöfn, er boðin upp en verðmat á henni er 98.000 krónur og það er komið boð í hana upp á 40.000 krónur. Það verður svo hinn kaldi mark- aður sem ákveður verðið. Uppboðinu lýkur 3. desember, þá er farið í gegnum það hver á hæsta boðið og bækurnar sendar til hans,“ segir Ari Gísli. Bækur frá 16. og 17. öld boðnar upp Ari Gísli Bragason stendur fyrir uppboði á gömlum bókum og leynast ýmsir dýrgripir inn á milli. Blaðamaður Morgunblaðsins átti stutt spjall við hann. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Ari Gísli Bragason stendur fyrir uppboðinu en hann er eigandi fornbókabúðarinnar Bókin sem fagnaði 50 ára afmæli sínu á síðasta ári en hefur verið í eigu Ara Gísla frá 1996. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fágætt eintak af skáldverki eftir Ernest Hemingway er á uppboðinu. Íslendingabók í þekktu bókbandi. Titilblað Íslendingabókar frá 17.öld. Jóhannes Kjarval og Sigurður Benediktsson eru saman á þessari mynd. En Sigurður er lík- legast frægasti stjórnandi uppboða í sögu þeirra hér á Íslandi. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.