SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 36
36 27. nóvember 2011 Ferðalög Það er sérstaklega skemmtilegtað heimsækja Kaupmannahöfní aðdraganda jólanna. Vissu-lega er borgin falleg í fullum laufskrúða á sólríkum degi en hún lifnar ekki síður við á hæfilega svölum dögum í skammdeginu. Stórar borgir hafa flestar sín kenni- leiti og staði sem draga ferðamenn að og í Kaupmannahöfn er Tivoli einn slík- ur staður. Þessi skemmtigarður stendur svo sannarlega undir nafni og á íslensku kallast skemmtigarðar meira að segja tí- volí. Þó alltaf sé fjör í Tivoli lifnar skemmtigarðurinn ekki síst við eftir myrkur því þá nýtur ljósadýrðin sín til hins ýtrasta en allar byggingar og göngustígar eru upplýstir á ævintýra- legan hátt. Tivoli var opnað fyrir jólin þann 11. nóvember og verður opið til og með 30. desember þannig að ennþá er tími til að bera dýrðina augum. Síðustu fimm dagana verður síðan sérstök flug- eldaveisla. Þemað dregur að gesti Jólin eru rússnesk í ár og meira að segja er búið að byggja eftirlíkingu af St. Ba- sil-dómkirkjunni í Moskvu. Byggingin er svipmikil og 21 metra há og svæðið sem lagt er undir rússnesku jólin er samtals um 2000 fermetrar. Í þetta skipti er hlutverk „dómkirkj- unnar“ að vera kaffihús en hún er ekki síður falleg og litrík að innan en utan. Þar er hægt að fá heitt glögg og epla- skívur. Við innganginn er það fyrsta sem gestir sjá margra mannhæða hár turn af „björnum“ sem standa hver uppi á öxlunum á öðrum. Það eru að vísu ekki haldin jól í des- ember í Rússlandi en þetta þema er engu að síður mjög jólalegt. Breyting- arnar tileinkaðar jólatívolíinu kostuðu sitt eða ríflega 200 milljónir króna. Stjórnendur skemmtigarðsins telja lík- legt að rússneska þemað dragi að fleiri gesti en áður en á síðasta ári heimsóttu um 800.000 manns jólatívolí. Þemanu fylgir líka það að venjulegi jólasveinninn hefur tekið sér hlé og rússneskur jólasveinn, sem er blá- klæddur, tekur á móti börnunum í hans stað. Á rússneska svæðinu er líka smækk- uð útgáfa af Síberíuhraðlestinni sem keyrir í gegnum rússneska ævintýra- veröld með jólasveinum sem hreyfast og syngjandi englakór og er ekki síst fyrir yngstu gestina. Jólalegir sölubásar Svo má ekki gleyma sölubásunum sem setja alltaf svip sinn á jólatívolí. Á rússneska svæðinu eru til dæmis seldar fjöldamargar útgáfur af babúskum. Búðirnar eru hvorki fleiri né færri en 52 talsins og þar af eru 19 í Tivoli í fyrsta sinn. Búðirnar eru allt frá því að Rússnesk jól í Tivoli Það er fátt betra til að byggja upp góða jóla- stemningu en að heimsækja gömlu höfuðborg Ís- lendinga, Kaupmannahöfn. Það er gott að ylja sér á glöggi, gæða sér á eplaskífum og ekki síst bera augum ljósadýrðina í jólatívolíinu. Texti og myndir: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ljósadýrðin er einstök og það kemur flestum í hátíðarskap að ganga um göturnar. Eftirlíkingin af St.Basil-dómkirkjunni í Moskvu er þrisvar sinnum minni en fyrirmyndin. Hægt er að fá glögg og eplaskífur inni í rúss- nesku „dómkirkjunni“. Kannski vilja ekki allir fara til Kaup- mannahafnar og borða bara á japönskum stað eins og á Wagamama sem mælt er með hér til hliðar. Fyrir þá er hvatt til heim- sóknar á hinn fornfræga stað Det Lille Apo- tek í Store Kannikestræde 15, sem er elsti veitingastaðurinn í gömlu höfuðborg Ís- lands. Sagan liggur í loftinu og stemningin er hugguleg í þessum kjallara þar sem inn- réttingarnar hafa verið óbreyttar síðustu 150 árin. Ef það er ekki nóg, þá færir hefð- bundni danski maturinn fólk aftur í tímann. Svo býður staðurinn líka upp á eigið öl. Maturinn er ekki dýr en fyrir sparsama má geta þess að það er ekki síðra að fara að borða þarna í hádeginu en góðgætið er töluvert ódýrara frá kl. 11.30 til 17. Rauðspretta með remúlaði á dönsku rúg- brauði er algjört sælgæti. Tímaferðalag með mat Þeir sem heimsækja Tivoli ættu endilega að borða á Wagamama ef þeir vilja ódýran og góðan mat. Sem dæmi kostaði tveggja rétta máltíð fyrir þrjá með drykkjum 500 danskar krónur (tæpar 11 þúsund krónur) um síðustu helgi. Staðurinn var einmitt valinn af hinni gagnlegu síðu aok.dk sem ódýrasti og besti bitinn í bænum árið 2009. Maturinn er japanskur og er staðurinn byggður á hefðbundnum núðlubörum, sem hafa verið vinsælir í Japan í árhundruð. Þetta er einn af þeim stöðum þar sem út- koman er einhvern veginn miklu betri en sam- anlagt innihald réttarins. Það eru einhverjir töfrar að verki sem láta venjulegan grænmet- isnúðlurétt verða að matarævintýri. Pöntunin er send inn í eldhús í gegnum lófatölvu. Maturinn kemur á borðið um leið og hann er tilbúinn og því getur verið að þeir sem borða saman fái ekki matinn sinn á sama tíma en þetta er gert í þágu ferskleikans. Bragðsterkur grænmetisnúðluréttur. Japanskt sælgæti

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.