SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 8
8 27. nóvember 2011 Á opinberri Facebook-síðu Jacks Reacher virðist hver einasta um- ræða fara að snúast um hversu svekktir aðdáendurnir eru að Tom Cruise eigi að leika kappann. Hér eru nokkur dæmi: „Einmitt, það eiga allir eftir að skella uppúr. Ég held því miður að þetta verði endalok Reacher. Ég get ekki lesið fleiri bækur án þess að sjá fyrir mér þennan litla mann!!!“ „Tom Cruise sem Reacher, eins mikill töffari og 170 sentimetra Vísindakirkjumaður getur verið.“ „Ég elska Jack Reacher en ætla ekki að borga krónu fyrir að sjá Litla-Tom í hlutverki eftirlæt- issögupersónu minnar.“ „Mig langar mjög að sjá Reach- er á hvíta tjaldinu en held ég ætli að sniðganga myndina. Ég er al- veg sátt við að það þurfi að breyta bók þegar hún verður að kvik- mynd en að endurskapa að- alsöguhetjuna algjörlega upp á nýtt?? Er einhver illa haldinn sjálfsblekkingu??“ Aðdáendurnir eru æfir Óvinsæll Tom Cruise. Reuters Bækur breska rithöfundarins Lee Childum ofurtöffarann Jack Reacher hafaslegið í gegn um allan heim. Það þarf þvíekki að koma á óvart að í bígerð sé kvik- mynd um kappann, þennan fyrrum herlögreglu- mann, sem ferðast um án farangurs og endalegs áfangastaðar. Hann er einungis með réttlætið að vopni, auk risastórra krumlanna enda óvenjustór og mikill maður. Hann lendir í ótrúlegustu æv- intýrum í krummaskuðum víðs vegar um Banda- ríkin og vílar ekki fyrir sér að snúa mann og annan úr hálslið ef svo ber undir. Hvorki fráskilinn né drykkfelldur Reacher er öðruvísi krimmahetja, hann er ekki fullur sjálfsefa, hann er ekki fráskilinn, á enga fjölskyldu til að vanrækja og á ekki við drykkju- vandamál að stríða nema kaffi sé talið með. Þegar það á að koma svona sterkum og vinsælum kar- akter á hvíta tjaldið er ekki nema von að einhverjir aðdáendur verði svekktir. Ljóshærður James Bond er eitt en pínulítill Jack Reacher er allt annað en Tom Cruise hefur verið valinn í hlutverkið. Tökur á myndinni One Shot, sem byggð er á bókunum, eru nú þegar hafnar í Pittsburgh. Tjáði Cruise sig um hlutverkið í nýlegu forsíðuviðtali kvikmyndatímaritsins Empire, sem er reyndar aðallega tekið vegna frumsýningar nýjustu Mis- sion Impossible-myndarinnar. Tom Cruise er meðvitaður um að valið á sér í hlutverk Jack Reacher hefur verið umdeilt. „Ég skil að málið sé viðkvæmt,“ sagði Cruise og upp- lýsti að Child hefði komið að fylgjast með upp- lestri á handritinu. „Þetta er bókin hans Lee og karakterinn hans Lee. Ég gerði þetta af því að hann gaf mér blessun sína. Annars hefði ég ekki tekið hlutverkið að mér.“ Hæðin aðeins einn þáttur persónunnar Hann var spurður um hæðarmuninn á sér og Reacher. „Lee sagði mér að hæðin væri aðeins einn þáttur persónunnar og það gaf mér tækifæri til að leika hann,“ sagði Cruise en aðdáendunum finnst þá greinilega stærðin vera stærri hluti persónu hans en höfundinum sjálfum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hlutverkaval Cruise er umdeilt. Margir aðdáendur vampírubóka Ann Rice voru ósáttir við hann í hlutverki vamp- írunnar Lestats í Interview with the Vampire og um stund var höfundurinn líka ósáttur. Blaðamaður Empire skrifar þó að enginn ætti að efast um skuldbindingu Cruise við hlutverkið. „Reacher er svo frábær karakter. Hann er ekki með farsíma, hann er ekki með tölvupóst. Hann er út úr kortinu. Hann borgar fyrir hluti í reiðufé,“ segir Cruise og útskýrir að Reacher geri það sem alla dreymi um stundum. „Á þennan hátt er hann einhvers konar Dirty Harry, James Bond, Josey Wales.“ Nýbúið er að tilkynna að næsta bók um Jack Reacher eigi eftir að bera nafnið A Wanted Man og komi út í september á næsta ári. Hún verður sautjánda bókin í þessum vinsæla bókaflokki. Spennumyndin One Shot verður hinsvegar ekki frumsýnd fyrr en árið 2013. Vonandi á Cruise eftir að koma öllum á óvart. Lee Child vann við sjónvarp í Bretlandi, var sagt upp, flutti til Bandaríkj- anna með fjölskylduna og fór að skrifa bækurnar um Reacher. Konungur töffaranna Getur Tom Cruise leikið hinn ofursvala Jack Reacher? Vikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Tom Cruise leikur spennumyndahetju í Mission Imp- ossible en Reacher-aðdáendur láta ekki sannfærast. Reuters Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is ANDARSLÁTTUR eftir Hertu Müller Íslensk þýðing: Bjarni Jónsson „Verk hennar sækir kraft sinn í óttann og er á sama tíma sveipað fegurð, mikill happafengur fyrir lesandann.“ – Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung  „… máttugt skáldverk en ekki fyrir þá sem sækjast eftir tilfinningaklámi.“ – PBB, Fréttatímanum „Eftir að hafa lesið bók hennar sem nefnist Andarsláttur á íslensku hef ég sannfærst um að hún er eitt af stórskáldum samtímans.“ – Egill Helgason, Eyjunni HERTA MÜLLER FÉKK BÓKMENNTA- VERÐLAUN NÓBELS ÁRIÐ 2009 Nýjasta metsölubókin í bókaflokkn- um heitir The Affair og kom út í haust. Árni Matthíasson skrifaði svo í bókadómi í Sunnudagsmogganum: „Það verður ekki af Jack Reacher tekið, hann er konungur töffaranna, fljótastur, sterkastur og myndarleg- astur sem hann hefur og sannað í hverri bókinni af annarri.“ Fljótastur og sterkastur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.