SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 30
30 27. nóvember 2011 Þ að gerðist ýmislegt fleira á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en formannskjör, þótt það hafi vakið mesta athygli fjölmiðla. Sennilega verða kosningar um forystu flokksins regla en ekki undantekning á næstu árum. Slík kosning hefur farið fram á þremur síðustu landsfundum og út af fyrir sig í takt við tíðarandann, sem krefst virkara lýðræðis. Veikleikinn í framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formanns var að hún skapaði sér ekki málefnalega sérstöðu. Það er erfitt að halda uppi kosningabaráttu án þess. Í ályktunum landsfundarins er ýmis- legt athyglisvert. Þannig ítrekar lands- fundurinn þá fyrri afstöðu Sjálfstæð- isflokksins, að greiða beri gjald fyrir afnotarétt af auðlindum. Þessi ítrekun er fagnaðarefni. Hins vegar mættu þing- menn og aðrir talsmenn flokksins halda þessari skoðun meira fram en þeir hafa gert. Það er spurning hvort þeir eru eitt- hvað feimnir við að flokkur þeirra hafi þessa yfirlýstu stefnu? Þeir þurfa ekki að vera feimnir við það. Þvert á móti mun það efla fylgi flokksins meðal almennra kjósenda ef þessari mikilvægu stefnu- mörkun er komið rækilega til skila. Í ályktun landsfundarins er hvatt til þess að höfuðstóll verðtryggðra og geng- istryggðra húsnæðislána verði færður niður. Þetta hljóta að teljast meiri háttar tíðindi. Hingað til hefur Sjálfstæðisflokk- urinn farið sér hægt í að mæla fyrir rót- tækum aðgerðum til lausnar á skulda- vanda heimilanna. Hér er gengið mjög langt og má gera ráð fyrir að þetta verði eitt af höfuðatriðum í stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins í næstu þingkosningum. Í ályktunum landsfundar er tekið af skarið um aðskilnað viðskiptabanka- starfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi. Þessu ber að fagna. Þetta er grundvall- aratriði í endurskipulagningu íslenzka bankakerfisins eftir hrun, sem í raun og veru hefur ekki hafizt enn, þótt ýmsir þættir í slíkri endurskipulagningu hafi verið til meðferðar. Hins vegar má velta fyrir sér, hvort sú niðurstaða landsfundar að hvetja til sölu á hlut ríkisins í bönkum sem fyrst sé tímabær. Þarf ekki að fram- kvæma allsherjar uppskurð á bankakerf- inu áður en til þess kemur? Bankakerfið er alltof stórt og þar með of dýrt. Þarf ekki að takast á við þann vanda áður en til nýrrar einkavæðingar kemur? Og hvernig á að vinda ofan af vanhugsaðri sölu tveggja banka af þremur til erlendra vogunarsjóða? Mikilvægasta samþykkt landsfund- arins er þó sú sem lýtur að aðildar- umsókninni að Evrópusambandinu. Þar náðist samstaða um að gera skuli hlé á viðræðum og þær ekki teknar upp aftur fyrr en að undangenginni þjóðar- atkvæðagreiðslu þar um. Einn helzti for- ystumaður aðildarsinna innan Sjálfstæð- isflokksins, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, lýsti yfir stuðningi við þessa afstöðu, þótt hún segðist gera það með semingi. En gerði það þó. Þetta þýðir að sjálfstæðis- menn eru sammála um aðferðina, þótt þeir séu ekki sammála um hið endanlega markmið. Hvernig fylgir þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins þessari ályktun landsfundar eftir? Eftir stendur svo hin stóra pólitíska mynd fram að næstu þingkosningum, sem óhjákvæmilega hlýtur að verða Sjálf- stæðisflokknum umhugsunarefni. Hún er svona: Það eru meiri líkur en minni á því að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið og yrði þá fyrsta vinstristjórnin í sögu lýð- veldisins sem nær því marki. Það er nokkuð ljóst að stjórnarflokkarnir missa meirihluta sinn í næstu kosningum. En þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn taki á ný við stjórnartaumunum eða setjist á ný í ríkisstjórn? Það er ekki endilega víst. Það er mikil gerjun í pólitíkinni hér eins og annars staðar. Það eru alls konar ný sjónarmið uppi og fólk, sem áður leiddi hjá sér þátttöku í pólitík, tekur nú virkan þátt í margvíslegu stjórnmála- starfi, hvort sem um er að ræða tjaldbúa á Austurvelli eða aðra. Þessi gerjun mun nánast óhjákvæmi- lega leiða til nýrra framboða fyrir næstu kosningar og þau framboð eru líkleg til að sækjast eftir fylgi kjósenda á miðjunni eða til vinstri. Þetta getur þýtt að Sjálf- stæðisflokkurinn fái ekki til sín óánægjufylgi úr þessum áttum eins og hann hefur gjarnan fengið eftir tímabil vinstristjórna. Ný framboð munu að öll- um líkindum draga þau atkvæði til sín, hvort sem um er að ræða framboð á veg- um Lilju Mósesdóttur, Guðmundar Steingrímssonar eða Bezta flokksins. Þau framboð eða eitthvert þeirra gætu náð lykilaðstöðu á þingi. Með hverjum mundu þau vinna í ríkisstjórn? Hinum föllnu vinstriflokkum eða Sjálfstæð- isflokki eða Framsóknarflokki? Það eru a.m.k. jafn miklar líkur á því að slík framboð mundu kjósa að endurreisa hina föllnu vinstristjórn eins og að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og flestir mundu telja líkurnar á endurnýj- aðri vinstristjórn með aðild þeirra meiri. Með öðrum orðum: vinstrimenn bregðist við fyrirsjáanlegu fylgistapi hinna hefð- bundnu flokka sinna með nýjum fram- boðum og haldi sínu fólki við efnið með þeim hætti. Í þessu er fólgin raunveruleg hætta fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn að lenda utan rík- isstjórnar annað kjörtímabilið í röð. Hvernig ætlar forystusveit Sjálfstæðis- flokksins að bregðast við þessari augljósu hættu? Af fréttum sem komið hafa um landsfundinn að dæma er ekki að sjá að þessi stóra mynd hafi verið rædd á fund- inum. En hana þarf að ræða á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Á landsfundinum voru tekin fyrstu skref til þess að sækja stuðning til nýrra kjósendahópa. En það voru aðeins fyrstu skref. Þeim þarf að fylgja fast eftir. Hættan sem Sjálfstæðisflokkur stendur frammi fyrir Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Alríkislögreglumönnunum Thomas McDade ogWilliam Ryan brá í brún þegar þeir mættu bílá förnum vegi í bænum Barrington, utan viðChicago, á þessum degi árið 1934. Undir stýri var enginn annar en bankaræninginn og morðinginn Baby Face Nelson, efsti maður á lista yfir eftirlýsta glæpamenn í Bandaríkjunum á þessum tíma. Með hon- um í bílnum voru eiginkona hans, Helen Gillis, og sam- verkamaðurinn John Paul Chase. Lögreglumennirnir snarsneru við en þeim til mikillar undrunar gerði Nelson það líka. Hann hataði lögregluna eins og pestina og hik- aði ekki við að skjóta laganna verði á færi. Raunar hefur enginn einstaklingur, hvorki fyrr né síðar, myrt fleiri alríkislögreglumenn við störf en Baby Face Nelson. Þekkjandi bíræfni Nelsons sneru McDade og Ryan við aftur og óku eins og bíllinn dró með morðingjann á hæl- unum. Kúlunum rigndi yfir þá. Reyndu þeir eftir föng- um að svara í sömu mynt. Hæfðu meðal annars vatns- kassann á bíl Nelsons sem dróst fyrir vikið aftur úr. McDade og Ryan komust undan. Tveir aðrir lögreglumenn, Herman Hollis og Samuel P. Cowley, skárust nú í leikinn. Þeir óku Nelson hratt uppi og þvinguðu hann til að beygja inn í almenningsgarð í Barrington, þar sem bíllinn nam staðar. Stukku báðar sveitir út og leituðu skjóls bak við bílana, kúlum rigndi. Um þrjátíu vegfarendur horfðu skelfingu lostnir á. Hollis og Cowley hæfðu Nelson ítrekað en alltaf hélt glæponinn áfram að skjóta, linnti raunar ekki látum fyrr en báðir lögreglumennirnir lágu í valnum. Stóð hann um stund yfir þeim helsárum áður en hann ók á brott ásamt föruneyti sínu sem var ólaskað. Raunar gat Nelson ekki ekið sjálfur vegna skotsára, Chase gerði það – lög- reglumennirnir höfðu hæft Nelson sautján sinnum, sjö sinnum í búkinn og tíu sinnum í fæturna. Líkið fannst í skurði Chase og Gillis komu Nelson í öruggt skjól í húsi í bæn- um Wilmette. Það var skammgóður vermir, hann lést síðar sama daga af sárum sínum, 25 ára að aldri. Eftir nafnlausa ábendingu fannst lík hans í skurði í Skokie, vandlega vafið inn í teppi. Ekkjan gaf síðar þá skýringu að honum hefði alltaf verið meinilla við kulda. Hollis var lýstur látinn skömmu eftir komuna á spítala en Cowley tórði aðeins lengur. Náði meðal annars að gefa skýrslu og undirgangast aðgerð. Allt kom fyrir ekki, banasár hans var á kviðnum, líkt og hjá Nelson. Sumir litu svo á að Baby Face Nelson hefði komið fram hefndum fyrir annan alræmdan glæpamann, Pretty Boy Floyd, en hermt var að kúla frá Hollis hefði bundið enda á líf hans í öðrum skotbardaga, mánuði fyrr. Lýst var eftir Helen Gillis og hermt að J. Edgar Hoo- ver, yfirmaður alríkislögreglunnar, hafi viljað ná henni hvað sem það kostaði – lifandi eða látinni. Hún fór huldu höfði í Chicago en náðist og var dæmd í eins árs fangelsi fyrir að hafa skotið skjólshúsi yfir eftirlýstan bónda sinn. John Paul Chase náðist einnig og var sendur í hið illræmda fangelsi Alcatraz. Baby Face Nelson hét réttu nafni Lester Joseph Gillis en viðurnefnið fékk hann vegna smæðar sinnar og barnslegrar ásýndar. Nelson var ódæll í æsku og komst fyrst í kast við lögin aðeins 12 ára fyrir að skjóta annað barn í kjálkann í gáleysi. Faðir Nelsons svipti sig lífi þeg- ar drengurinn var 16 ára og leiðin lá hratt niður á við. Ungur fór Nelson að ræna banka, meðal annars í félagi við hinn alræmda John Dillinger. Enda þótt Nelson hefði blóð mun fleiri lögreglumanna og óbreyttra borgara á höndum sér en Dillinger var hann lengi í skugga félaga síns sem sumir sáu sem einskonar Hróa hött samtímans. Nelson naut á hinn bóginn aldrei lýðhylli og var líklega fáum harmdauði, öðrum en konu sinni og fjögurra ára gömlum syni, sem iðulega þvældust með honum. orri@mbl.is Baby Face Nelson felldur Hinn alræmdi Baby Face Nelson féll í valinn aðeins 25 ára. ’… lögreglumennirnir höfðuhæft Nelson sautján sinnum,sjö sinnum í búkinn og tíu sinnum í fæturna. Mickey Rooney sem Baby Face Nelson í mynd frá 1957. Á þessum degi 27. nóvember 1934

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.