SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 27
27. nóvember 2011 27 ári þannig að þegar upp er staðið þarf bóndinn að endurgreiða allt andvirðið af sölunni og hefur því í raun engar tekjur. Það er því brýn þörf að taka á þessum málum og ég hef lagt áherslu á það að þótt pólitískar umbætur séu mikilvægar skipti meira máli að koma á umbótum í efna- hagslífinu vegna þess að fólk getur ekki búið við þessi kjör. Þess vegna fara millj- ónir manna til Taílands.“ Thant bendir á að einnig muni skipta miklu máli að bæta innviði í landinu og þegar afkoman batni muni krafan aukast um aðgang að til dæmis rafmagni, sem nú sé af skornum skammti, eða heilsugæslu, sem sömuleiðis sé mjög takmörkuð eða dýr. „Fátækt fólk á mjög erfitt með að senda börn í skóla vegna þess að þótt hann sé ókeypis þurfa börnin iðulega að ganga einn til tvo tíma að morgni og aftur tilbaka að kennslu lokinni,“ sagði hann. „Fátækur bóndi má ekki við því að missa börnin svo lengi úr vinnu, þannig að eftir fyrstu skólaárin flosna börn upp úr námi. Lífið er því mjög erfitt fyrir almenning.“ Um tvö hundruð pólitískir fangar voru meðal 6.300 fanga, sem voru náðaðir í október. Enn eru þó nokkur hundruð póli- tískir fangar í landinu, þótt hið pólitíska andrúmsloft hafi tekið miklum breyt- ingum. Verulega slakað á ritskoðun „Enn er ekki svo komið að fólk geti birt hvað sem því sýnist,“ sagði Thant. „Hlut- irnir eru hins vegar að breytast. Þingið var til dæmis að samþykkja lög, sem leyfa mótmælafundi. En fólk getur sagt það sem því sýnist sín á milli og það er ekki hrætt. Hægt er að skipuleggja fundi og segja skoð- un sína á ráðstefnum og í vinnuhópum. Andrúmsloftið er miklu opnara en fyrir nokkrum árum. Mjög hefur verið slakað á ritskoðun fjölmiðla. Áður var erfitt að birta minnstu gagnrýni á stjórnvöld, en nú er hægt að tala um spillingu, málefni við- skiptalífsins og umræður á þingi þótt ég hugsi að ekki sé hægt að ráðast á gamla einræðisherrann, Than Swei. Áður mátti ekki einu sinni birta nafn Aung San Suu Kyi í dagblöðum, en nú er hún á forsíðu nánast daglega og birtar eru greinar um hana sem og aðra stjórnmálamenn. Áður reyndi stjórnin að trufla ljósvakaútsend- ingar útlagahópa til landsins, en nú eru þær leyfðar og öllum hömlum hefur verið aflétt af netinu.“ Búrma var eitt sinn mesti heróínfram- leiðandi heims, en að sögn Thants hefur verulega dregið úr þeirri framleiðslu. „Framleiðsla á ópíum er þó enn vandamál í austurhluta landsins nærri landamærum Kína og Laos. Eiturlyfin eru þó ekki mik- ilvægur hluti efnahagslífsins lengur og ekkert í líkingu við það sem var fyrir 20 til 30 árum. Eiginlega er framleiðsla vopnaðra hópa í þessum landshluta á metamfetamíni til að selja í Taílandi stærra vandamál. Þetta skiptir miklu máli í efnahagslífinu á því svæði, en ekki landinu í heild. Þetta er hins vegar öryggisvandi í þeim skilningi að eit- urlyfjaframleiðslan hefur kynt undir miklu ofbeldi. Áður fyrr var hún tekjulind fyrir spillta einstaklinga í hernum og einnig fyr- ir vopnaðar sveitir og vígamenn.“ Thant sagði að spillingar gæti enn í hernum vegna eiturlyfjanna á þeim slóð- um, sem ræktun og framleiðsla fer fram. „Yfirmaðurinn á staðnum þiggur kannski mútur, en spillingin nær ekki upp á topp- inn í hernum einkum vegna þess að ein- hver þróun hefur orðið í efnahagslífinu og nú er um aðrar tekjuleiðir að ræða.“ Líkt og í Egyptalandi er herinn í Búrma með mikil ítök og er erfitt að ímynda sér að hann sleppi þeim möglunarlaust. „Þetta er stórmál,“ sagði Thant. „Það sama er uppi á teningnum í Búrma. Herinn á tvö stór fyrirtæki, sem eiga stóran hluta af efnahagnum. Herinn er líka mjög stór í Búrma. Í honum eru rúmlega 300 þúsund hermenn. Það er ekki nógu mikið fé á fjár- lögum til þess að fjármagna herinn til fulls og því er hann að ákveðnu leyti háður þessum fyrirtækjum. Spurningin er því hvernig eigi hægt og sígandi að taka her- inn úr hlutverki sínu í efnahagslífinu. Svarið gæti að hluta verið auknar tekjur af sölu olíu og gass í framtíðinni. Svo mætti horfa til Indónesíu. Þar áttu Alþjóðabank- inn og aðrar alþjóðlegar fjármálastofnanir þátt í að vinda ofan af umfangi hersins og veittu skammtímastuðning til að gera þá breytingu mögulega. Því miður er það hluti af refsiaðgerðunum að alþjóðlegar stofnanir mega ekki starfa í landinu.“ Samband Búrma við Kína er mikið. Ný- lega stöðvuðu yfirvöld í Búrma stíflufram- kvæmdir, sem fréttaskýrendur hafa túlk- að sem svo að ný stjórnvöld væru að sýna Kína að þau gætu staðið á eigin fótum. „Ég er ekki viss um að meginástæðan hafi verið sú að stjórn Búrma vildi sýna sjálfstæði sitt gagnvart Kínverjum,“ sagði Thant. „Þótt undanfarin ár hafi ríkt kúgun í Búrma hefur sprottið þar upp sjálfstæð umhverfisverndarhreyfing. Í landinu er að finna tugi sjálfstæðra umhverfisvernd- arsamtaka, sem hafa unnið gott starf með því að vekja almenning til vitundar um ýmis mál. Einnig hefur andúð á Kína farið vaxandi og sú tilfinning gripið um sig að Kínverjar væru að sölsa undir sig nátt- úruauðlindir landsins.“ Thant sagði þó að erfitt væri að átta sig á hvað væri hæft í slíkum staðhæfingum því að margir þeirra samninga sem gerðir hefðu verið væru ógagnsæir og ekki væri hægt að átta sig á hvað kæmi í hlut hvers. „Það veldur því hins vegar að fólki í landinu stendur ekki á sama og hefur á til- finningunni að verið sé að svindla á þjóð- inni,“ sagði hann. „En þarna fara saman vaxandi vitund um umhverfismál, mikil óánægja íbúanna þar sem verið var að reisa stífluna og aukin andúð á Kína. Öllu þessu var áður haldið í skefjum, en við þá opnun, sem orðið hefur í þjóðfélaginu, varð þetta að miklu hitamáli í samfélag- inu. Á undanförnum mánuðum hefur því verið mikil herferð út af þessu máli og ég held að hinn nýi forseti hafi fremur viljað sýna að hann hlustaði á almenningsálitið en að láta að sér kveða í heimspólitíkinni.“ Óttast ekki að sagan frá 1990 endurtaki sig Thant hefur rætt bæði við forseta Búrma, Thein Shein, og nokkra ráðherra í stjórn hans og sagði þá fundi gefa sér tilefni til bjartsýni. Hann kvaðst ekki óttast að það sama myndi gerast og 1990 þegar herinn ógilti kosningar þar sem flokkur Aung San Suu Kyi hafði unnið stórsigur. „Staðan nú er önnur,“ sagði hann. „Engar kosningar eru ráðgerðar næstu fjögur árin. Á þeim tíma verðum við að halda áfram að þoka hlutunum í rétta átt í þeirri von að eftir fjögur ár verði hægt að halda kosningar, sem verða frjálsar í raun. Ég held að það sé raunsætt að ætla fjögur ár í að gera margar af þessum breytingum þannig að erfitt verði að brjóta þær á bak aftur. Það þarf að efla frjálsa fjölmiðla og aðrar stofnanir samfélagsins svo að hægt verði að halda kosningar þannig að þær skipti máli. Árið 1990 voru einfaldlega haldnar kosningar án þess að neitt annað væri til staðar og hættan í þeirri stöðu er að úrslit kosninga verði einfaldlega huns- uð eða breytingar eigi sér stað á toppnum án þess að neitt breytist hjá venjulegu fólki. Ég held því að þetta sé hæfilegur tími til að taka á ýmsum málum, binda enda á vopnuð átök í landinu, bæta efnahagslífið, byggja upp réttarkerfið og halda síðan kosningarnar.“ Hann sagði að það ylti á ýmsu hvernig til mundi takast. „Ég veit að forsetinn er umbótasinni í raun, en annað er hvort hann er fær um að knýja fram þær um- bætur, sem hann vill. Síðan er erfitt að sjá hvernig herinn mun víkja úr sinni áhrifa- stöðu á meðan átök eru í landinu. Í þriðja lagi eru síðan viðbrögðin utan frá. Það þarf að binda enda á viðskiptaþvinganir Evr- ópu og Bandaríkjanna. Því munu alltaf vera takmörk sett hversu vel gengur í efnahagslífinu. Lítum á málið frá sjón- arhóli forsetans. Hann er bæði að reyna að koma á lýðræðislegum umbótum, að koma einhverju fátækasta hagkerfi heims á nýja braut og um leið að binda enda á vopnuð átök á tíu til tólf stöðum í landinu. Á meðan öllu þessu fer fram býr landið við einhverjar harkalegustu efnahags- þvinganir Vesturlanda sem um getur. Síð- an má ekki gleyma því að stofnanirnar, sem hann þarf að treysta á til verksins, hafa orðið mjög spilltar á undanförnum tuttugu árum. Það væri nógu erfitt að tak- ast á við eitt af þessum málum, en hann þarf að glíma við þau öll á sama tíma.“ Nándin við risaveldi Nýja bókin hans hefur enn ekki verið þýdd, en bók hans The River of Lost Foot- steps: A Personal History of Burma kemur brátt út þar á búrmísku. „Stutt er síðan ekki mátti selja þessar bækur í Búrma, en nú hafa ritskoðararnir leyft það,“ sagði Thant. „Síðan ætla ég að láta þýða nýju bókina. Meginmálið í henni er að Búrma stendur nú á krossgötum í sögu sinni og það mun hafa áhrif í allri As- íu. Í tvö þúsund ár hefur siðmenning Ind- verja og Kínverja verið að þokast nær landinu. Landamæri Kína hafa verið að þenjast út í aldanna rás. Nú er svo komið að landamæri Kína og Indlands liggja í fyrsta skipti að Búrma. Fyrir nokkur hundruð árum voru mörg konungdæmi á milli Indlands, Kína og Búrma. Þau eru nú horfin. Á næstu árum ætla Kínverjar að verja nærri 30 milljörðum dollara (tæplega 3.600 milljörðum króna) í járnbraut- arteina, olíuleiðslur og hraðbrautir, sem munu tengja Kína við Indlandshaf í gegn- um Búrma. Þetta mun verða eins og opn- un Súezskurðarins og valda gerbreytingu á Asíukortinu þegar hið rísandi stórveldi álfunnar kemur að Indlandshafi eftir að hafa þokast í þá átt í þúsundir ára. Þetta er sambærilegt við að Rússar hefðu haldið áfram að brjóta sér leið að Indlandshafi í gegnum Afganistan og það eru ekki nema tvö ár í að Kínverjar nái þessari stöðu.“ Í bókinni spyr Thant hvaða afleiðingar þetta muni hafa og ferðast um Indland, Kína og Búrma í leit að svörum. „Þetta er í raun ferðabók, ég fjalla um veldin, sem eru horfin, ágreininginn á svæðinu. Þetta er grundvallarbreyting, sem fólk áttar sig ekki á og mikið er í húfi.“ Hann kvaðst vita að Clinton hefði fengið bókina í hendur og forseti Búrma væri að lesa hana og sagðist vona að hún hefði því einhver áhrif á samræður þeirra í vikunni. „Búrma er ekki lítið land, þótt það sé ekki stórt í samanburði við Indland og Kína,“ sagði Thant. „Aðalatriðið í sam- skiptunum við Kína er að stýra þeim rétt. Þessi staða gæti orðið Búrma til mikils góðs eða valdið miklum skaða. Ef stjórn- völd í Búrma ákveða að fara leið af- skiptaleysis og hleypa inn hvaða fyrirtæki sem er án þess að setja reglur og ramma gæti niðurstaðan orðið hræðileg og þá kæmi bakslag. En nái ríkið að gera áætlun og fylgja henni eftir, koma í veg fyrir spill- ingu og skattleggja viðskiptin með viðeig- andi hætti gæti þetta orðið farsælt. Ég held að lítið land í námunda við stór lönd á borð við Indland og Kína ætti að geta notið góðs af því.“ Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, heilsar fólki í Rangoon fyrir viku. Reuters Thein Sein, forseti Búrma, og Barack Obama Bandaríkjaforseta á fundi ASEAN í nóvember. Götusali selur blöð og tímarit. Ritskoðun hefur að mestu verið aflétt í Búrma.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.