SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 42

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 42
42 27. nóvember 2011 Ég er einn hinna ljónheppnu semekkert gátu í leikfimi forðumdaga. Mér þóttu leikfimitímarnirleiðinlegir með afbrigðum en sýndi þó þá hollustu að ég mætti alltaf í stað þess að verða mér úti um vottorð frá lækni um að ég væri óhæfur til fimleika- iðkana. Það gerðu einkum þeir sem mest þurftu á hreyfingu að halda. Á þeim dögum var handbolti að grafa um sig sem íþróttagrein og fór skólaleikfimin ekki varhluta af því. Sakir áhugaleysis míns og augljóss getuleysis í hlaupum fram og aftur völlinn svo og boltameðferð var ég ógjarna „valinn í lið“ sem útileikmaður og endaði því sem markvörður sem ekki þótti mikil upphefð að. Gallinn var bara sá að einmitt um þetta leyti voru upprennandi stjörnur handboltans á mínu reki í mótun og mér eru enn í minni þau bylmingsskot sem ég fékk í mig frá Gunnsteini Skúlasyni og Hermanni Gunnarssyni (svonefndum Hemma Gunn) og fleirum ef mér lánaðist ekki að stökkva undan skotunum í tíma. Líklega get ég nú þakkað þessum mínum klunnaskap og áhugaleysi um alla iðkun íþrótta það að ég notast enn við nátt- úrulega burðarliði í mjöðmum og hnjám og kemst leiðar minnar óhaltur án stáls og annarra aukaefna. Þrátt fyrir þetta er ég hreint ekki áhuga- laus um íþróttir. Mér þykir til dæmis ákaf- lega gaman að horfa á afrek frjáls- íþróttafólks – sem íþróttafréttaritarar fjölmiðanna á Íslandi hafa lítinn sem engan áhuga á af einhverjum ástæðum sem ég kann ekki að skýra. Allir vita að í fjöl- miðlum ráða boltaleikir lögum og lofum, ekki síst knattspyrna (sem Íslendingar geta eiginlega ekkert í). Ég verð samt að viðurkenna að væri ég blaðamaður vildi ég einna helst rita um íþróttir. Það kann að þykja þversögn mið- að við það sem að framan greinir. En það er skýring á þessu. Flestallar almennar fréttir blaðanna eru þannig vaxnar að engu er lík- ara en þær komi djúpt úr jörð undan þung- um legsteinum („aðspurður sagði Sig- urður …“). Allt líf og frumkvæði er víðs fjarri og líklega bannvara í venjulegum fréttum. Ég myndi vart halda mér vakandi við slíka iðju. Öðru máli gegnir um þá sem greina frá íþróttaleikjum. Þeir mega láta gamminn geisa, beita líkingamáli, myndhverfingum og viðlíkingum, orðaleikjum og nánast öllu því sem skáld nota í texta sína til að hreyfa við lesendum. Þess vegna les ég oft íþrótta- fréttir og læri heilmikið af. Það er til dæmis lærdómsríkt að fylgjast með myndmálinu sem ritararnir nota til að gæða skrifin lífi, flytja spennuna á vellinum til lesendanna. Mál sem tengist bifreiðum er t.d. oft notað. Liðin komast í gírinn, setja í fimmta gír, kraftgír eða láta sér nægja að vera í hlutlausum. Stundum komast liðin í gang eða drepa á sér. Eng- lendingar keyrðu yfir íslensku strákana og Snæfell notaði nýtt módel af valtara frá vegagerðinni til að gera út um leikinn. Mosfellingar hrukku í gang og skildu KR- inga eftir í rykinu, en Breiðablik hikstaði (ég held að það sé dregið af bíldruslu sem er að gefa upp öndina). Myndmál tengt sjávarútvegi kemur víða við sögu. Hörður fiskaði víti, en Messi fisk- aði mann útaf (sem er líklega afar illa heppnuð mynd). Grindvíkingar (sem voru öruggir um sigur) sigldu fleyi sínu rólega í höfn. Leikmenn KR voru kjöldregnir. Íþróttaritarar nýta sér vísanir í alls kyns bókmenntir og kvikmyndir. Þessi hefur t.d. fylgst með Tomma og Jenna: Vörn heimamanna, 2-3 svæðisvörn, var eins og oststykki úr Tomma og Jenna-þætti … Tomma og Jenna-vörnin virkaði bara á leikskólabörn. Marvin ýtti líka á ON- takkann í fjórða leikhluta. Augljóslega eru þessi tilþrif misgóð. „Davíð steig upp,“ skrifaði einhver og var áreiðanlega ekki að vísa í frelsarann heldur greina frá því að handboltakappinn hafði vaknað til einhvers lífs eftir slaka frammi- stöðu. Það var ekki verulega vel til fundið um daginn er sagt var í sjónvarpinu að Heiðar Helguson hefði heldur betur verið á skotskónum þegar hann skoraði með bak- inu (menn klæða fætur sína skóm en ekki bak). Íþróttafréttaritarar hafa meiri frelsi til tilþrifa í stíl en aðrir blaðamenn. Þeir verða með einhverjum hætti að gera sögur sínar eftirminnilegar og stundum tekst það vel. Hætturnar lúra samt við hvert fótmál. Efn- ið er einhæft, boltinn fer í mark eða ekki, og sífellt er sú hætta fyrir hendi að menn festi sig við klisjur sem fyrir löngu hafa misst allan mátt og megin. Menn hafa t.d. gyrt sig í brók svo lengi að lítil hætta er á að þeir missi niður um sig. Aðrir hafa þurft að lúta svo oft í gras að undir þeim er sviðin jörð. Þeir fiska víti sem róa ’ Menn hafa t.d. gyrt sig í brók svo lengi að lítil hætta er á að þeir missi niður um sig. Aðrir hafa þurft að lúta svo oft í gras að undir þeim er svið- in jörð. El ín Es th er Málið „...Og Kolbeinn Sigþórsson mun ekki spila í leiknum á morgun þar sem hann er frá vegna meiðsla. Kolbeinn er nýbúinn að jafna sig af brotnum knastási en er nú kominn aftur á lyftuna með slitna stýrisenda og stíflaða eldsneytissíu.“ Tungutak Þórður Helgason thhelga@hi.is Það eru læti í bókaútgáfunniþessa dagana, dálítið sérkenni-legt andrúmsloft,“ segir ljóð-skáldið Þorsteinn frá Hamri þegar ég tek hús á honum til að ræða um nýja ljóðabók hans, Allt kom það nær. Það eru hins vegar engin læti hjá Þorsteini en honum finnst stemningin kringum bókaútgáfuna hafi breyst á þeirri rúmlega hálfu öld sem er liðin síð- an hann sendi frá sér fyrstu ljóðabókina, Í svörtum kufli, árið 1958. „Það er eins og umhverfi bókanna sé vanþakklátara í dag,“ segir hann. „Ég hef rifjað upp hvernig þetta var á mínum yngri árum, og þarf ekki að fara langt aftur til að minnast þess þegar á blöð- unum voru gagnrýnendur sem skrifuðu mikið um bækur og höfðu ást á bókum; þeir voru umdeildir en eyddu mikilli orku og alúð í þessi skrif og vöktu um- ræður. Þá voru blöðin full af marktækri umræðu um bækur. Þetta hefur breyst, þarna fer nú einhver færibandavinna fram og því miður sýnist manni stundum að plastið hafi ekki verið tekið utan af bókunum. Slíkt er fullkomin óvirðing við bókina, og við vinnu höfundar. Við vinn- una og tilfinningarnar að baki verkinu.“ Eftir þessa ádrepu sem beint er til okkar blaðamanna, þörf orð sem vert er að hafa í huga, brosir Þorsteinn og segir að svo sannarlega séu skrifuð alveg lif- andis býsn um þessar mundir og alltaf stærri og stærri bækur. „Það er heilmikið af góðum bókum á markaðinum. Ég hef nú lesið þrjár af- bragðs góðar í rykk: eftir Jón Kalman, Vigdísi Grímsdóttur og Sigurð Pálsson. Svo er ég að glugga í bréfin hans Laxness, það er fengur að þeim. Með flóðinu berst alltaf eitthvað sem gleður og gerir þennan tíma svolítið spennandi. En bókaútgáfan og umstangið kring- um hana hefur breyst. Ég man þegar ég var krakki í sveitinni í gamla daga, upp úr stríðinu, að þá voru bækur auglýstar svolítið í útvarpinu og í blöðunum. Á ákveðnu skeiði í skammdeginu tók mað- ur eftir þessu og það tengdist því að ég varð snemma læs og las allt sem að hönd- um bar af bókum. Vissulega tók ég þá eft- ir auglýsingunum og fallegum kápum, en það heyrist hærra í þessu núna.“ Tek gjarnan upp gamlan þráð Frá sjöunda áratugnum og fram á þann níunda sendi Þorsteinn samhliða ljóða- bókum frá sér nokkrar prósabækur; þrjár skáldsögur og bækur með söguþáttum. Miðill hans hefur síðan verið sá lágvær- asti og hógværasti í heimi bókmennt- anna; ljóðið. „Ljóðið er mitt tungumál. Ég hef aldrei verið mikil skrafskjóða,“ segir Þorsteinn kíminn. Bætir svo við að sjálfsagt sé hann búinn að yrkja allt of mikið. „Annars hef ég ekki ort jafnmikið og sumir vilja eigna mér, því þessi nýja bók er mín nítjánda. Sumir hafa talið ritsöfn- in með og sagt þær 24. Mér finnst nítján nægja …“ segir hann. Ég spyr hvort ljóðin komi jafnt og þétt til hans, hvort hann sé síyrkjandi. „Segja má að þetta sé stöðug viðvera en hitt er annað að sjálf vinnan að ljóða- gerðinni fer fram í lotum. Ég yrki yfirleitt lítið fyrst eftir að ég hef látið frá mér bók, er þá svolítið einmana og læt fara lítið fyrir mér. En svo fer þetta að koma í skorpum. Þá tek ég gjarnan upp gamlan þráð, eitthvað sem ég hef ekki gengið frá í fyrri bók eða hef geymt; það er alltaf eitthvað um það að í bókunum sé innan um eitthvað sem er töluvert eldra að uppruna en þorri ljóðanna. Eitthvað sem ég hef ekki unnið til þeirrar hlítar sem mér er unnt fyrr en ég hef gengið frá handritinu.“ Mér leikur hugur á að vita hvort nær- vera þessara eldri ljóða eða hugmynda í bókunum sé ástæðan fyrir því hvað sterkt samtal virðist vera milli einstakra verka Þorsteins. Fyrir því hvað bækurnar mynda sterka heild. „Ég geri ráð fyrir því,“ svarar hann. „Þótt ég sjái þetta ekki vel sjálfur þá tala Ljóðið er mitt tungumál „Hún er ort á sannkölluðum umbrotatímum,“ segir Þorsteinn frá Hamri um nýja ljóðabók sína sem hann hóf að vinna að sumarið 2008. Mað- urinn er þar fyrir miðju í persónulegum ljóð- heiminum, og skáldið hugleiðir líka rás tímans. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.