SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 4
4 27. nóvember 2011
Árið 1989 neitaði kanadíska rík-
issjónvarpið að birta auglýsingu,
sem Kalle Lasn hafði gert og
beint var að skógarhöggi. Auglýs-
ingin var svar við áróðursmynd,
sem kanadíski skógarhöggsiðn-
aðurinn hafði sýnt í ríkissjónvarp-
inu og Lasn þótti verulega misvís-
andi.
„Þetta var hræðilegt augnablik
fyrir mig,“ segir Lasn í samtali við
blaðið Independent. „Í fæðing-
arlandi mínu, Eistlandi, mátti ekki
opna munninn gegn stjórnvöldum.
Fimmtíu árum síðar var ég kom-
inn í hjarta hins lýðræðislega
heims og gat skyndilega ekki tjáð
mig út af auglýsingapeningum fyr-
irtækis.“
Komst hann þá að þeirri nið-
urstöðu að hugmyndir hans væru
ekki gjaldgengar í hefðbundnum
fjölmiðlum. „Okkur fannst þá að
það væri dökk hlið á neysluhyggj-
unni og enginn vildi ræða hana,“
sagði hann.
Tímaritið Adbusters er hins veg-
ar gerólíkt jaðarblöðum í stjórn-
málum. Umbrot og útlit er eins og
í áferðarfallegustu glansblöðum.
Ritskoðun í krafti peninga
Forsíða á Adbusters, sem kemur
út á tveggja mánaða fresti.
Hugmyndin að yfirtökuhreyfing-unni, sem hóf göngu sína á WallStreet og breiddist út um heim-inn, kom úr ólíklegustu átt. Í
Kanada kemur út tímaritið Adbusters, sem
ætlað er að ýta við viðteknum hugmyndum.
Útgefandi tímaritsins er Kalle Lasn, 69 ára
gamall maður, sem býr á búgarði skammt
frá Vancouver.
Í tímaritinu, sem hann stofnaði fyrir 22
árum, er dregin upp mynd af heimi þar sem
hrun blasir við í umhverfismálum og and-
legt tómarúm ríkir í heiminum. Að sögn
Lasns er útbreiðsla tímaritsins 70 þúsund
eintök. Það tekur ekki við auglýsingum og
styður meðal annars kaupum ekkert dag-
inn, sem var í gær laugardag.
Lasn fæddist í Eistlandi og fyrstu minn-
ingar hans eru úr þýskum flóttamannabúð-
um þar sem hann endaði með fjölskyldu
sinni á flótta undan rússneska hernum í
síðari heimsstyrjöld. Hann er með gráðu í
stærðfræði. Hann hóf feril sinn á að búa til
tölvustríðsleiki fyrir ástralska herinn. Hann
stofnaði markaðsrannsóknafyrirtæki á
uppgangstímum í Japan og gekk vel. Hann
flutti til Kanada og helgaði sig kvikmynda-
gerð og umhverfisvernd.
Lasn og hans helsti samstarfsmaður á
blaðinu, Micah White, sem er 29 ára gamall
og býr í Berkeley í Kaliforníu, fengu hug-
myndina að því að leggja undir sig neðri
hluta Manhattan þegar þeir voru að skiptast
á tölvupóstum. Snemma í júní sendu þeir
tölvupóst til áskrifenda Adbusters þar sem
sagði: „Bandaríkin þurfa sitt eigið Tharir-
torg.“ Daginn eftir skrifaði White til Lasn
og sagði að sér þætti hugmyndin spennandi.
Þeir vörpuðu hugmyndum að nafni á að-
gerðinni á milli sín og niðurstaðan var að
kalla hana Yfirtökum Wall Street eða Oc-
cupy Wall Street á ensku.
White vildi í upphafi að átakið hæfist 4.
júlí 2012 svo að nægur tími gæfist til und-
irbúnings, en Lasn var á því að hið pólitíska
andrúmsloft gæti gerbreyst á þeim tíma.
Hann lagði til að látið yrði til skarar skríða
seinni hlutann í september og hinn 17., af-
mælisdagur móður hans, varð fyrir valinu. Í
blaðinu birtist heilsíðuauglýsing: „Yfirtök-
um Wall Street, 17. september, komið með
tjald.“
Eftir því sem nær dró deginum komu
fleiri að skipulaginu. Dagurinn hafði verið
tilkynntur á netinu og þátttakendur gerðu
sér grein fyrir að lögregla myndi reyna að
stöðva aðgerðina. Því var gerð varaáætlun
og varð Zucotti-garðurinn skammt frá Wall
Street fyrir valinu. Garðurinn er í einka-
eigu, en opinber. Það skipti sköpum. Op-
inberum görðum í eigu hins opinbera er
lokað á nóttunni, en skylt er að hafa opna
garða í einkaeigu aðgengilega allan sólar-
hringinn.
White og Lasn voru þeirrar hyggju að yf-
irtökuliðið þyrfti að hafa skýran boðskap
líkt og mótmælendur á Tahrir-torgi í Kaíró,
sem vildu koma stjórn Egyptalands frá. Þeir
gerðu uppkast að yfirlýsingu, en mótmæl-
endur í New York höfnuðu henni og sam-
þykktu sína eigin. „Við skrifum svo að allt
það fólk, sem finnst að viðskiptaöflin hafi
gert á hlut þess, viti að við erum banda-
menn þess,“ sagði í yfirlýsingunni. „Ekki er
hægt að koma á sönnu lýðræði þegar ferlið
er ákvarðað af efnahagslegu valdi.“
Þessi orð hafa ef til vill ekki fest í hugum
fólks, en kjörorðið „Við erum 99%“ gerði
það hins vegar. Þar er vísað til þess að eitt
prósent Bandaríkjamanna eigi svo mikið af
heildarauði í landinu – 40% að því er hag-
fræðingurinn Joseph Stiglitz sagði í grein í
tímaritinu Vanity Fair – að þeir ráði því
sem þeir vilji ráða.
Hreyfingin breiddist út um allan heim.
Fólk safnaðist saman við dómkirkju Páls
postula í London, fyrir utan þingið í Berlín
og á Austurvelli.
Yfirtökuhreyfingin vatt upp á sig. Hún
beindist gegn peningavaldinu, sem Wall
Street er táknrænt fyrir. Mótmælin komust
í hámæli fyrir alvöru þegar lögreglan í New
York lét til skarar skríða gegn þeim. Nú hef-
ur lögreglan rýmt Zucotti-garðinn. Yfirtak-
an stóð í 59 daga. Lasn segir að þetta boði
ekki endalok hreyfingarinnar, heldur feli
þvert á móti í sér tækifæri. „Ég trúi því ekki
hvað Bloomberg [borgarstjóri New York]
getur verið vitlaus,“ sagði hann í viðtali við
blaðið The New Yorker. „Þetta þýðir að
leikurinn magnast, nú er meira í húfi. Þetta
er einu skrefi nær, þú veist, byltingu.“
Upphaf
yfirtöku-
aðgerða
Hugmynd sem
varð að mót-
mælabylgju
Mótmælandi í Zucotti-garðinum á Manhattan með dollaraseðil límdan fyrir mun sér til marks um mátt peningavaldsins.
Reuters
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
„Við vorum innblásnir af at-
burðum í Egyptalandi og
Túnis,“ segir Kalle Lasn, „af
þeirri staðreynd að nokkrir
klárir einstaklingar gætu
með hjálp Facebook og Twit-
ter sent út kall og fengið
fjölda fólks til að fara út og
veita reiði sinni útrás. Ég
hélt alltaf að ég mundi deyja
vinstrimaður með brostnar
vonir, en nú hef ég fengið
uppreisn. Sú hugmynd að
við, fólkið, getum farið inn í
hið táknræna hjarta alheim-
skapítalismans og yfirtekið
hann og skipulagt það úr
skrifstofu með tíu manns og
hallað okkur síðan aftur og
fylgst með á meðan allt
heila klabbið kveikir í ímynd-
unarafli heimsins – það ger-
ir mig bjartsýnan um fram-
tíðina.“
Innblásturinn
Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur
sími 561 0055 • www.ormstunga.is
FISKURINN Í OKKUR
eftir Neil Shubin
Íslensk þýðing: Guðmundur Guðmundsson
„Framúrskarandi … Ef þú vilt skilja
þróunarsögu mannsins og annarra dýra,
án þess að lesa nokkuð annað um efnið á
þessu ári, skaltu lesa þessa frábæru bók.“
– Alan Cane, Financial Times
Hvers vegna lítum við út eins og raun ber vitni?
Af hverju fáum
við hiksta?
„Fiskurinn í okkur er af þeirri
tegund bóka sem ég held mest upp
á – viturleg, hressileg og hrífandi
vísindasaga, ævintýri sem breytir
varanlega hugmyndum okkar um
hvað það merkir að vera manneskja.“
– Oliver Sacks, Amazon.com Review