SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 28
28 27. nóvember 2011
lands vorið 1940 og les upp fyrir þýska hermenn. Mér
sýnist af bréfaskriftum hans við þýska ráðamenn að
hann hafi sótt það fast að fara í þessa ferð. Eftir ferðina
fer hann í frægt viðtal í Berlingske Tidende og talar
óskaplega fallega um Hitler og segir að Þjóðverjar líti
jákvæðum augum til Norðurlanda og menning-
arverðmæta þeirra. Það kemur meira á óvart að hann
talar líka á þennan hátt eftir að Þjóðverjar hernema
Danmörku, en það hernám hefði ekki átt að geta átt sér
stað samkvæmt hugmyndum hans sjálfs um virðingu
Þjóðverja gagnvart Norðurlöndum.
Gunnar var aldrei nasisti. Hvorki í einkabréfum,
dagbókum né neinu sem ég hef farið í gegnum er að
menntum. Það er því miður alltof algengt að þetta fólk
þekki ekkert til Gunnars og verka hans.“
Hver var afstaða Gunnars til Halldórs Laxness,
mannsins sem fékk Nóbelsverðlaunin?
„Saga Halldórs og Gunnars er mjög löng. Strax undir
lok þriðja áratugarins fer Halldór, sem vill skrifa fyrir
heiminn, að bera sig upp við Gunnar sem er þá stóri
maðurinn í íslenskum og dönskum bókmenntum. Þeir
verða góðir vinir og samherjar lengi fram eftir. Í bók-
inni vitna ég í bréfaskriftir Gunnars og Kristmanns
Guðmundssonar þar sem Kristmann er að gera því
skóna að Gunnar sé keppinautur Halldórs. Gunnar slær
á puttana á Kristmanni, vill ekki að fjallað sé um þá
sem keppinauta og segir að þeir séu vinir sem beri
mikla virðingu fyrir list hvor annars – og það gera þeir
alla ævi.
Það sem markar svo samskipti þessara tveggja manna
er að áður en Halldór fær Nóbelinn er búið að vera
kapphlaup í sænsku menningarlífi, milli annars vegar
Halldórsmanna með Peter Hallberg í broddi fylkingar
og hins vegar formanns sænska rithöfundasambands-
ins, Stellans Arvidsons, sem er þýðandi og vinur Gunn-
ars og er í herferð fyrir Gunnar, um það hvor þeirra
hljóti Nóbelsverðlaunin. Í nokkra daga telur Gunnar sig
hafa ástæðu til að ætla að hann muni fá verðlaunin. Það
verður ekki og Gunnar forðast að segja margt en er
auðvitað sár og Arvidson er mjög sár fyrir Gunnars
hönd og finnst þetta óréttlát niðurstaða.
Stundum brjótast sárindin út hjá Gunnari, eins og
þegar hann kennir Nóbelsverðlaunum Halldórs um það
að íslenskir sósíalistar hafi komist í ríkisstjórn árið
1956. Undir ævilok, 1974, skrifaði Gunnar svo mikla
uppgjörsgrein sem hann birti ekki. Þar gerir hann upp
við Halldór og rekur missagnir í Skáldatíma þar sem
honum finnst Halldór hafa gert of lítið úr sínum hlut
við að koma verkum Halldórs á framfæri í Danmörku.
Það er biturð í þessari grein og sorglegt til þess að hugsa
að Gunnari hafi fundist hann knúinn til að skrifa hana.“
Friður og húmanismi
Segðu mér aðeins frá stjórnmálaskoðunum Gunnars
og tengslunum við nasismann.
„Ef þú hefðir spurt Gunnar sjálfan hefði hann sagt:
Þetta er allt í verkunum. Lestu verkin! Kjarninn í
stjórnmálaskoðunum Gunnars alla tíð er alþjóðahyggja
og friðarhugsjón um norræna einingu. Þessar hug-
myndir leiða hann í undarlegar áttir. Hann fer suður til
Ítalíu árið 1920, fer í gegnum Þýskaland og ofbýður
eymdin eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þarna fær hann
mikla samúð með þýsku þjóðinni. Undir lok fjórða ára-
tugarins er meginhugsjón Gunnars að halda frið við
Þjóðverja til þess að verja sjálfstæði Norðurlanda, en
hann gengur of langt í því. Hann fagnar útþenslu Þriðja
ríkisins og tekur við heiðursviðurkenningum og verð-
launum frá nasistum. Hann fer í fræga ferð til Þýska-
J ón Yngvi Jóhannsson hefur skrifað mikla ogmetnaðarfulla ævisögu Gunnars Gunnarssonar,sem var einn mest lesni rithöfundur Íslendinga á20. öld. Bókin nefnist Landnám. Ævisaga Gunn-
ars hefur verið skrifuð nokkrum sinnum og Jón Yngvi
er spurður af hverju hann hafi talið tímabært að skrifa
sína bók um Gunnar.
„Fyrstu bækurnar um ævi og verk Gunnars komu út
á dönsku áður en hann varð fertugur og hafa verið
nokkrar síðan þá og svo má ekki gleyma því að Gunnar
skrifaði Fjallkirkjuna, sem er sjálfsævisöguleg skáld-
saga. Þannig að það mætti halda að nóg hefði verið sagt
um ævi Gunnars en fyrir mig sem fræðimann er mjög
spennandi að skrifa ævisögu manns sem svo mikið hef-
ur verið fjallað um,“ segir Jón Yngvi. „Það sem mér
finnst áhugavert í þessu sambandi er ekki síst það að
fást við þá sögu sem Gunnar, eins og allir aðrir höf-
undar, er að segja af sjálfum sér. Rithöfundar eru alltaf
að búa sig til, ekki bara í verkum sínum heldur líka
með allri opinberri framgöngu sinni, bæði í því sem
þeir skrifa og því sem þeir segja í fjölmiðlum. Þeir eru
stöðugt að móta mynd af ævi sinni og reyna svolítið að
stýra því hvernig við lesendur skiljum þá og verk
þeirra.“
Voru það skáldverk Gunnars sem vöktu áhuga þinn
á honum í upphafi?
„Upphaflega kviknaði áhugi minn á Gunnari vegna
áhuga míns á rithöfundum sem skrifa á öðru tungumáli
en sínu eigin. Gunnar lifði í tveimur heimum og átti tvö
heimalönd, Ísland og Danmörku. Þetta kveikti áhuga
minn áður en ég kynntist verkum hans. Ég, eins og
örugglega margir af minni kynslóð, kynntist verkum
Gunnars ekkert fyrr en í háskóla. Svo las ég Svartfugl
og heillaðist algjörlega af henni og Fjallkirkjunni. Svo er
bók eins og Aðventa sem allir helstu aðdáendur Gunn-
ars eru mjög uppteknir af. Ég var lengi að ná sambandi
við hana en núna finnst mér hún frábær.“
Gunnar og Fjallið eina
Er staða Gunnars í dag ekki fremur veik, hann er ekki
mjög mikið lesinn eða hvað?
„Í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar erum við með
nokkuð skekktan mælikvarða vegna þess að við sjáum
bara einn höfund. Fjallið eina, Halldór Laxness. Þessi
sterka staða Halldórs er mjög óvenjuleg, hann er næst-
um einráður á sviðinu, ekki bara í krafti verka sinna
heldur líka sem menningarleg stofnun. Oft er fjallað um
aðra höfunda út frá því hvernig þeir líkjast Halldóri eða
eru ólíkir honum og hvernig afstaða þeirra var til hans
persónulega. Það má segja að staða allra annarra ís-
lenskra prósahöfunda á 20. öld sé veikari en hún ætti að
vera vegna tilvistar Halldórs.
Ég starfa sem háskólakennari og á hverju ári fæ ég
hóp af ungu fólki sem fer í nám í íslensku eða bók-
menntafræði af því það hefur mikinn áhuga á bók-
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Ég vildi tala
við Gunnar
Jón Yngvi Jóhannsson ræðir í viðtali um bók sína um rithöfundinn
Gunnar Gunnarsson. Hann segir að erfitt sé að tala um Gunnar
sem einn mann því hann hafi verið svo ólíkur eftir tímabilum. Jón
Yngvi ræðir um skáldverk Gunnars, pólitík hans, flókið einkalíf,
Nóbelsverðlaunin og svo vitanlega samskipti hans við Fjallið eina,
Halldór Laxness.
’
Á mörgum tímabilum finnst
mér Gunnar aðdáunarverður
og ég held að mér hefði líkað vel
við hann ef ég hefði kynnst honum. En
svo gerir hann hluti sem manni þykja
illskiljanlegir, bæði í einkalífi og op-
inberu lífi. Þegar maður sér hvernig
hann bregst á fjórða áratugnum við
uppgangi nasismans og horfir
framhjá hlutum sem gerðust í Þýska-
landi langar mann til að taka í hann
og hrista hann. Svo er hann stundum
óbilgjarn, en það á svosem við um
marga. En ég kann allavega miklu
oftar vel við Gunnar heldur en hitt.
Jón Yngvi Jóhannsson: Ég er ekki viss um
að hægt sé að tala um Gunnar sem einn
mann. Hann er svo ólíkur eftir tímabilum.