SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 44

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 44
44 27. nóvember 2011 The Last Hundred Days - Patrick McGuinness bbbbn Rúmenía er komin að fótum fram og stutt í enda- lokin þegar ungur Breti, sögumaður, kemur þangað í nýtt starf hjá enskudeild háskólans í Búkarest beint úr jarðarför föður síns. Honum mætir ógn- vænlegt andrúmsloft. Flestir líða skort, en yfir- stéttin passar upp á sig. Um alla borg er verið að rífa byggingar og rústa til að rýma fyrir nýjum og for- ljótum montbyggingum Ceausescus. Fylgst er með fólki við hvert fótmál og engum er treystandi. The Last Hundred Days er fyrsta skáldsaga Patricks McGuinness og komst hann í fyrstu tilraun inn á listann yfir bækur sem tilnefndar eru til ManBooker-verðlaunanna bresku. Bókin er listavel skrifuð, lýsingarnar á spillingunni og myrkraverkunum í Rúmeníu og raun- um og ævintýrum sögumanns eru ákaflega trúverðugar. Fyrsta flokks skemmtun. Der Ehemann erfährt’s zuletzt - Emmanouil Roidis bbbbn Gríski rithöfundurinn Emmanouil Roidis var uppi á nítjándu öld (1836-1904), en sumar lýsingar hans á Grikklandi hefðu hæglega getað verið skrifaðar í dag. Roidis fékk viðurnefnið hinn gríski Voltaire í heimalandi sínu. Hann var beittur penni og fyrir fyrstu bók sína var hann bannfærður af katólsku kirkjunni. Der Ehemann erfährt’s zu- letzt eða Eiginmaðurinn fréttir það síðastur er safn greina og sagna eftir Roidis þar sem höfundurinn fer á kostum, hvort sem hann er að bera saman siðferði manna og hunda eða hæðist að bláeygum fórn- arlömbum loddaraskapar stjórnmálamanna. Kostuleg er sagan af manninum, sem er svo ástfanginn að hann ákveður að kvænast til að endurheimta ástríðulausan hversdagsleikann, en kemst að því að hjónabandið dugar ekki til að ganga af ástinni dauðri. Roidis hefur sérstaklega gaman af að hæðast að smáborgarahætti og kemur ekki á óvart að á sínum tíma hafi sviðið undan penna hans – og gerir eflaust enn. Á einum stað segir hann að víðast hvar snúist stjórnmálaflokkar um einhvers konar hugmyndafræði og stefnu, en á Grikklandi snúist þeir bara um eitt, að hlaða undir þá, sem í þeim starfa. Grikkland 19. aldar hefur ekki verið mjög frábrugðið Grikklandi 21. aldarinnar og sennilega myndu reyndar margir taka undir að ekki séu Grikkir einir um að sitja uppi með stjórnmálaflokka sérhagsmunagæslu. Karl Blöndal kbl@mbl.is Erlendar bækur 13. - 19. nóvember 1. Einvígið - Arn- aldur Indr- iðason / Vaka- Helgafell 2. Stóra Disney köku- & brauðb. - Walt Disney / Edda 3. Heilsuréttir Hagkaups - Sól- veig Eiríksdóttir / Hagkaup 4. Hollráð Hugos - Hugo Þórisson / Salka 5. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson / JPV útgáfa 6. Icesave-samingarnir - Sigurður Már Jónsson / Almenna bóka- félagið 7. Glósubók Ævars vísinda- manns - Ævar Þór Benedikts- son / Sögur útgáfa 8. Uppeldi er ævintýri - Margrét Pála Ólafsdóttir / Bókafélagið 9. Jólasyrpa 2011 - Walt Disney / Edda útgáfa 10. Málverkið - Ólafur Jóhann Ólafsson / Vaka-Helgafell Frá áramótum 1. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonas- son / JPV út- gáfa 2. Ég man þig - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 3. Stóra Disney köku- & brauðb. - Walt Disney / Edda 4. 10 árum yngri á 10 vikum - Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka 5. Einn dagur - David Nicholls / Bjartur 6. Bollakökur Rikku - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Vaka- Helgafell 7. Djöflastjarnan - Jo Nesbø / Undirheimar 8. Einvígið - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 9. Betri næring - betra líf - Kol- brún Björnsdóttir / Veröld 10. Ljósa - Kristín Steinsdóttir / Vaka-Helgafell Bóksölulisti Lesbókbækur Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Mál og menning sendir frá sér merki-lega og margfræga bók sem erReisubók Gúllívers, Gullivers’s Tra-vels, eftir Jonathan Swift sem fyrst kom út árið 1726. Meira að segja þeir sem ekki hafa lesið bókina þekkja til ferða Gúllívers til Lilliput þar sem hann er ógnarstór risi meðal smárra íbúa og Brobd- íngnagg þar sem hann er pínulítill meðal risa- stórra íbúa. Þessar ævintýraríku frásagnir hafa margoft verið endursagðar og settar í barnabækur og kvikmyndaðar, enda höfða þær mjög til ríks ímyndunarafls barna. Þetta eru fyrstu tvær frá- sagnirnar í bókinni en svo kemur þriðja ferðin, sem er ekki jafn kunn, þar sem Gúllíver kemur til fljúgandi eyju. Fjórða ferðin er svo hin magnaða ferð til lands Hoúýhnhnmanna, sem eru göfug hestaþjóð sem Gúllíver hrífst svo af að hann á eftir þau kynni erfitt með að sætta sig við það sem honum finnst vera aumlegt hlutskipti sitt – sem er það að vera maður. Misheppnað mannkyn Reisubók Gúllívers er skemmtileg bók sem maður les sér til ánægju um leið og maður dáist að hug- myndaauðgi höfundarins. Swift á þó brýnt erindi og fjallar um mannlegt eðli af mikilli kaldhæðni. Textinn er oft sannkallaður reiðilestur yfir mann- kyni sem verður í meðförum Swifts fremur mis- heppnað. Fyrstu tvær sögurnar mynda góða heild, í þeirri fyrri er Gúllíver ógnandi afl sem risi en í þeirri seinni er hann fórnarlamb sem pínulítið fyrirbæri sem haft er til sýnis. Þriðja sagan af hinni svífandi eyju er veikasti þáttur verksins en höfundur sýnir svo mikinn brilljans í hinum fræga fjórða kafla um hestaþjóðina. Verkið einkennist af harkalegri þjóðfélags- ádeilu. Vald leiðir af sér spillingu, ríkar þjóðir lifa í hroka og þeir sem lifa grandvöru lífi uppskera sjaldan í samræmi við það. Swift dregur hvergi af sér í gagnrýni og lögmenn fá til dæmis þann dóm að vera venjulega „allra manna heimskastir og fá- vísastir, auvirðilegir viðræðu, svarnir óvinir lær- dóms og þekkingar og í öllum þáttum jafn útsetn- ir með að brjála almenna skynsemi í allri umræðu og þeir eru í eigin fagi“. Lokakaflar verksins eru þeir áhrifamestu en þar er Gúllíver kominn heim eftir kynni við hoý- hnhnmanna, hestana sem ástunda vináttu og gæsku. Þessi kynni breyta Gúllíver og fylla hann þvílíkri andstyggð á mannkyninu að hann getur vart verið samvistum við fjölskyldu sína. Þessa kafla vinnur Swift gríðarlega vel og þeir eru bein- línis magnaður lestur. Stórgóð þýðing Full ástæða er til að þakka Jóni. St. Kristjánssyni fyrir stórgóða og snjalla þýðingu hans. Hann hef- ur lagt sig mjög fram og skrifar fróðlegan inngang og góðar skýringar með verkinu. Bókin er einkar fallegur gripur, prýdd fjölda mynda eftir nítjándu aldar manninn Thomas Morten. Þeir sem safna helstu verkum heimsbókmenntanna bæta glaðir þessari bók í safn sitt. Enn og aftur er ástæða til að hvetja bókaútgef- endur til að huga að útgáfu á helstu meistara- verkum bókmenntasögunnar. Mál og menning sem gefur út þessa bók á hrós skilið fyrir að hafa á allan hátt vandað til þessa verks. Vonandi verður kröftugt framhald á útgáfum svipaðri þessari. Af nógu er að taka. Minna má á að á næsta ári er 200 ára fæðingarafmæli Charles Dickens, sem Bretar búa sig nú undir að fagna. Íslensk bókaforlög ættu að taka þátt í þeim fögnuði með þýðingum á ein- hverjum af hans höfuðverkum. Glæstar vonir, David Copperfield og Oliver Twist koma þá sam- stundis upp í hugann. Ferðir Gullivers. Loksins geta íslenskir lesendur lesið verkið í heild á íslensku. Gúllíver kemur til íslenskra lesenda Hin margfræga Reisubók Gúllívers eftir Jonathan Swift er komin út í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Bókin er ein af gersemum bókmenntasögunnar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.