SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Blaðsíða 25
27. nóvember 2011 25 aldrei neitt vesen, þar er hægt að taka myndir strax. „Byrjaðu bara að taka myndir, ég held bara áfram að slá.“ Hjartað herti nú aðeins á sér, birtan var falleg og allt að gerast eins og ég vonaðist eftir. Bakgrunnurinn á mynd- inni var eins og leiktjöld hönnuð af snillingum. Maðurinn sló túnið með miklum tilþrifum en sneri alltaf öfugt. Mað- urinn með ljáinn var ekki alveg eins og ég var að vonast eftir, hann sneri alltaf vitlaust. Mig langaði að hafa þorpið með á myndinni, ekki fjallið fyrir ofan okkur. Það gat verið hvar sem er í heiminum en þegar horft var niður brekkuna þá fór ekkert á milli mála, þetta voru Færeyjar. Það leið næstum því hálftími og ekkert gerðist, aftur- endinn sneri alltaf að mér. Kannski var það viljandi, en ég held samt að hann hafi ekkert verið að velta því fyrir sér hvernig ætti að snúa í myndatökunni. Hann var bara að slá eins mikið af túninu og hann gat. Það var ómögulegt að stilla myndinni upp, ég vildi það ekki. Myndir sem maður stillir upp pirra mig alltaf svolítið þó það sjáist ekki endilega að þeim sé leikstýrt, en ég veit alltaf af því. Þessi mynd átti að vera ósvikin og óuppstillt. Hlutirnir eiga helst að gerast eðlilega og hlutverk ljós- myndarans er að ná augnablikinu, smella af á réttum tíma. Þó að heppni hafi oftast elt mig í gegnum lífið þá virtist eins og það myndi ekki ganga upp í þetta sinn. Ég var ekki að ná myndinni sem ég hafði vonast eftir. Skyndilega heyrðist bremsuískur fyrir ofan okkur, eins og á bíl sem hefur keyrt of hratt og þarf að hemla snögg- lega, og svo kom hár hvellur. Tveir bílar höfðu mæst á of miklum hraða, báðir bremsuðu og annar lenti á vegriði með miklum látum. Úúúps, þarna kom augnablikið, mað- urinn með ljáinn sneri sér við og leit upp! Ég myndaði eins og ég gat þar sem hann horfði í átt að bílunum í dá- góða stund, hreyfingarlaus. Almættið hafði ekki brugðist mér, ég varð bara að bíða smástund eftir því að röðin kæmi að mér. Ég veit ekki hvað sá gerði af sér sem keyrði á handriðið en almættið hefur viljað að ég næði mynd þennan dag og það varð greinilega að fórna einhverju til að maðurinn sneri rétt. Og sá sem keyrði á handriðið stóð fyrir ofan okkur og horfði lúpulega niður brekkuna og á beyglaða bílinn sinn. Það er í raun honum að þakka að myndin varð til, augna- blikið er ósvikið. Eins dauði er annars brauð, segir ein- hvers staðar. Það var nú ekki ætlunin en svona fór það í þetta sinn, maður fær bara eitthvað annað í hausinn seinna. Þannig er lífið.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.