SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 39

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 39
27. nóvember 2011 39 Það er ekkert launungarmál að þættinum hafa boristótal bréf þar sem fólk kveinkar sér undan því aðþurfa að lesa svo berorðar lýsingar og fabúleringarsem hér hafa tíðkast. Óskin er sú að talað sé meira undir rós. Stíga má áfram í væng, en bara ekki nota orð sem valda andköfum. Sópa semsagt orðunum undir rósarræfil svo ekki glitti í stafanna bera hold. Svipta frá augum beinstífum orðum til að koma í veg fyrir að einhver súpi hveljur. Sjálfri er mér hulin ráðgáta hvers vegna ekki megi nefna hlutina sín- um réttu nöfnum, en ómögulega vil ég bera ábyrgð á því að einhver standi svo á önd þegar lesinn er pistillinn að liggi við öngviti. Á ég reyndar nokkuð erfitt með að skilja hvers vegna þeir sem eru svona viðkvæmir fyrir berum orð- um, sleppa ekki bara að lesa þá pistla sem þeir vita að innihalda slíka strípalinga. En hver er hún þessi rós sem mér ber að tala undir? Er það rósin rjóð? Eða er hún föl og fá? Ræð ég sjálf undir hverskonar rós ég mæli? Hefur rósin eitthvert val um það hver blaðrar undir henni? Ég er ekkert viss um að ég vilji skríða undir blóm og tuldra þar eitthvað sem ekki má segja en segja þó. Og hvers á rósin að gjalda? Held að blessað blómið hljóti að vera orðið hundleitt á því að vera í tíma og ótíma notað til að breiða yfir eitthvað undir- liggjandi. Rósir vilja bara fá að vera þær sjálfar. Þær vilja láta horfa á sig og snerta sig feimnislaust. Ég hvet allar teprur þessa lands til að horfast kinnroðalaust í augu við fegurstu rósirnar, þessar sem kúra þyrstar milli kvenmannslæra. Spjalla fjálglega við þær, strjúka þeirra silki- mjúku blöðum, kyssa blómhnappinn og dreypa á gulli því sem seytlar fram við ástaratlot hlý. Þeir sem leggja sig fram í leik við neðan-naflarósir þessar og kanna þeirra innstu rök, uppskera ríkulega. Ætli mér sé ekki óhætt að segja að bæði blómgist til fulls, garðyrkjumaðurinn og rósin rjóð? Hver vill ekki sökkva djúpt í þessi flauelsmjúku rósablöð? Sópað undir rós ’ Kyssa blóm- hnappinn og dreypa á gulli því sem seytlar fram við ástar- atlot hlý. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is voru alls um 700 manns við störf, en Júgóslavar voru í aðalhlutverki við þessar framkvæmdir. „Öræfi Íslands, ægifögur, hrikaleg og ósnortin að mestu, eru ekki lengur einhver eyðilegur afkimi, heldur þáttur í gró- andi þjóðlífi og þeirri framtíð, sem bíður íslensku þjóðarinnar; öræfin — jafnvel þau bíða eftir því, að frá þeim streymi birta og ylur inn í okkar litla samfélag. Draumar Einars Benediktssonar, skáldsins og sjáandans, sem ýmsir samtímamenn sögðu að væri aðeins draumóramaður, en var þó raunsæjastur allra, eins og nú er komið í ljós, rætast hver af öðrum,“ sagði í Morgunblaðinu í apríl 1976 en þá hafði tíðindamaður blaðsins gert sér ferð inn eftir og aflað frétta af þessum miklu framkvæmdum. Þegar hornsteinn var lagður að Sigölduvirkjun í ágúst 1976 lagði Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra í ávarpi áherslu á að ekki yrði látið staðar numið. Mikilvægt væri að halda áfram og því vildi hann sjá Hrauneyjafossvirkjun reista næst, rétt eins og gekk eftir. „Orkuverið við Sigöldu er talið munu fullnægja markaðnum næstu fimm ár, en áður en lokið er þessari framkvæmd og hún tekin til starfa hefur Landsvirkjun látið undirbúa næsta áfanga til þess að hann verði tilbúinn til ákvörðunartöku strax þegar til þarf að taka. Undirbúningur að virkjun Hrauneyjafoss er langt kominn,“ sagði Gunnar og vildi að orkuframleiðsla yrði tryggð áratug fram í tímann. Hrauneyjafossvirkjun var tekin í notkun um 1980. Sú virkjun fram- leiðir um 210 MW og er umtalsvert aflmeiri en stöðin í Sigöldu sem framleiðir aðeins 150 MW. Síðan hafa á nærliggjandi svæðum verið reistar virkjanir við Vatnsfell og Sultartanga og þá eru framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun nú komnar af stað. Og þá er stefnt að því að reisa þrjár aflstöðvar í neðri hluta Þjórsár. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Öræfin — jafnvel þau bíða eftir því, að frá þeim streymi birta og ylur inn í okkar litla samfélag. Gunnar Thoroddsen Bandaríkjunum á dögunum og með staðfestingu á gerð þáttanna er óhætt að fullyrða að nýtt æði hafi brotist út. Prúðuleikararnir eru á allra vörum og þegar Eddie Murphy gekk úr skaftinu sem kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð var umsvifalaust hrundið af stað herferð til að tryggja að Kermit og Ungfrú Svínka leystu hann af hólmi. Til herferð- arinnar stofnaði ekki smærra blað en The Los Ang- eles Times. Allt kom fyrir ekki, hnossið hreppti Billy Crystal. Spurning hvort Ungfrú Svínka kemur til með að heilsa honum að hætti Bruce Lees næst þegar þau mætast á göngu á Hollywood Boulevard! Jim Henson er vitaskuld fjarri góðu gamni nú en hann lést sviplega árið 1990, liðlega fimmtugur að aldri. Auk þess að skapa persónurnar talaði hann fyrir Kermit. Það vandasama verk hefur nú með höndum gamalreyndur starfsmaður við hirðina, Steve Whitmire. Stjörnurnar munu ugglaust staflast upp utan við húsakynni NBC á næstu dögum, færri gestaleikarar komast sjálfsagt að en vilja. Mest yndi hefði höf- undur þessa skrifs af því að sjá sjálft málm- skrímslið, Metallica, stíga á svið með kempunum – og flytja Master of Puppets. Ungfrú Svínka var óaðfinnanleg að vanda þegar hún mætti til frumsýningar nýju myndarinnar. Reuters ’ Elton John hefur ugglaust talað fyrir munn margra þegar hann sagði gestaleik sinn í Prúðuleikurunum vera það skemmtilegasta sem hann hefði gert um dagana. Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur hannað jakka byggðan á húð- flúri á búk sænska fótboltalands- liðsmannsins Zlatans Ibrahimović. „Húðflúr er listform og hæfði þessu verkefni ákaflega vel,“ segir talsmaður Nike. „Jakkinn er mjög persónulegur.“ Varan er ekki ætluð alþýðu manna en aðeins verða gerðir fjórir jakkar. Ibrahimović fær að eiga einn, en hinir fara á sýningu í Stokkhólmi, Amst- erdam og Mílanó, þar sem kappinn hefur iðkað spark sitt. „Þetta er óvænt ánægja,“ er haft eftir Ibrahimo- vić. Húðflúraður jakki Zlatan Ibrahimović. Ekki er ofsögum sagt að hund- urinn sé besti og tryggasti vinur mannsins. Þegar ógiftur og barn- laus Kínverji, Lao Pan, dó drottni sínum á dögunum fylgdi hund- urinn hans honum að gröfinni og skemmst er frá því að segja að sá ferfætti hefur ekki vikið frá henni síðan. Sat þar meira að segja í heila viku án matar. Nú eru íbúar í grennd við kirkjugarð- inn farnir að færa honum mat og hafa áform um að reisa þar hundabyrgi svo þeir félagar geti verið saman áfram. Víkur ekki frá gröf Hundar syrgja eins og menn.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.