SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Page 22

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Page 22
22 27. nóvember 2011 Í gær sagði netútgáfa Der Spiegel frá nýjumfrásögnum þýskra yfirvalda um starfsemileyniþjónustu Austur-Þýskalands, STASI,sem vakið hafa mikla athygli. Í ljós hefur komið að starfsemi Stasi vestan megin múrs hefur verið miklu umfangsmeiri en áður var vitað. Þýsk stjórnarstofnun upplýsir að Stasi hafi haft þúsundir njósnara á sínum snærum í Vestur-Þýskalandi. Þessir „uppljóstrarar“ hafi sent leyniþjónustunni skýrslur, jafnt um vini sína sem óvini. Þar á meðal er prestur, sem í hávegum var hafður í sinni sókn, sem sendi ógnarlögreglunni skýrslur um menn í sínum ranni. Þar á meðal eru skýrslur um ungan prest, Joseph Ratzinger, núverandi Benedikt páfa 16. Der Spiegel segir að mörg fyrrum handbendi Stasi séu enn stolt af iðju sinni fyrir „bræðraþjóð- ina í austri.“ Nefndur er til sögunnar Peter Woll- er, sem ungur gekk til liðs við „sellu“ sem kölluð var Spartakus og var á laun fjármögnuð af Austur- Þýskalandi. Woller, varð smám saman virtur blaðamaður vestan megin og starfaði fyrir Þýsku fréttaveituna (DPA) og varð svo háttsettur hjá al- þjóðlegu fréttastofunni Reuters. Wollers sendi á sama tíma, í full 12 ár, skýrslur til Stasi. Það komst upp um hann við sameiningu þýsku ríkjanna og hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Woller telur sjálfur að með sinni iðju hafi hann ekki verið að stunda njósnir. Hann lítur á sig sem „skáta“ en ekki sem njósnara. Með sínu framtaki hafi hann „hjálpað til að tryggja frið í Evrópu í hálfa öld.“ Þá röksemd notar raunar sumt nútíma fólk til að mæla evrunni og tilveru ESB bót um þessar mundir. En það er sjálfsagt rétt hjá blaðamanninum Woller að hann hafi „ávallt verið viðbúinn“ til að taka að sér snúninga fyrir Stasi, hversu ókræsilegir sem þeir voru. Sagnfræðingar missa sig í ljósi splunkunýrrar sögu Þessi frásögn Der Spiegel minnir óneitanlega á hina þörfu stórbók Hannesar H. Gissurarsonar, Íslenskir kommúnistar 1918-1998. En ekki síst dregur hún athygli að þeim óróleika og skrítnu viðbrögðum sem blossað hafa upp vegna útgáfu bókarinnar, meðal annars hjá „fræðimönnum“ sem halda ekki einu sinni sjó á smápollunum í kringum Háskólann vegna hennar. Frásögn Hannesar af einni uppákomunni er með miklum ólíkindum: „Sagnfræðingafélagið og Reykjavík- urakademían héldu fund að kvöldi 23. nóvember 2011 undir yfirskriftinni: „Íslensk vinstri rót- tækni: Hugsjónabarátta eða landráð?“ Sjálf yfirskriftin var að vísu vanhugsuð, því að vitanlega geta menn verið hugsjónamenn um landráð. Til dæmis vildu kommúnistar, á meðan þeir voru upp á sitt besta, gera Ísland að ríki í Ráðstjórnarríkjunum, Sovét-Íslandi, eins og skoðanasystkini þeirra í Eistlandi, Lettlandi og Lithaugalandi gerðu með hjálp Rauða hersins árið 1940. Það var líka Otto Kuusinen hugsjónamál að gera Finnland að ríki í Ráðstjórnarríkjunum, þótt það tækist ekki. Fundinn sóttu margir gamlir kommúnistar og sósíalistar og sátu þar eftirvæntingarfullir, til dæmis Árni Bergmann, Hjalti Kristgeirsson, Loftur Guttormsson, Þorsteinn Vilhjálmsson og Kjartan Ólafsson. Sagnfræðingafélagið valdi fjóra fræði- menn til að gagnrýna verk okkar Þórs Whiteheads, Sovét-Ísland. Óskalandið eftir Þór og Íslenska kommúnista 1918-1998 eftir mig, en bauð hvor- ugum okkar að svara. Ég ákvað þó að sækja fund- inn og taka til máls, ef þess þyrfti með. Skafti Ingimarsson, sem skrifar nú dokt- orsritgerð um ólíka samsetningu kommúnista- flokksins og Sósíalistaflokksins, talaði fyrstur. Hann taldi að sjónarhorn okkar Þórs á komm- únistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn væri of þröngt. Þessir flokkar hefðu aðallega stundað verkalýðs- og þjóðfrelsisbaráttu. Óbreyttir fylg- ismenn þeirra hefðu ekki stefnt að byltingu. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðidoktor og höfundur bókarinnar Óvina ríkisins, tók síðan til máls. Hann svaraði ýmsum athugasemdum, sem Þór Whitehead hafði í Sovét-Íslandi. Óskalandinu gert við bók hans. Ekki voru þær þó stórvægilegar. Taldi Guðni Þór gera of mikið úr hættunni á kommúnistum á fjórða áratug. Lestur Guðna er að- gengilegur á heimasíðu hans. Jón Ólafsson, rússneskumælandi heimspeki- doktor og höfundur bókarinnar Kæru félaga, var þriðji framsögumaðurinn. Taldi hann Þór White- head túlka heimildir úr rússneskum skjalasöfnum djarflega. Aðrar túlkanir væru mögulegar, og sýndu heimildirnar meðal annars að íslenskir kommúnistar og sósíalistar hefðu ekki alltaf verið sammála Komintern. Sagðist Jón ekki hafa kynnt sér bók mína að gagni, en sér sýndist í fljótu bragði að hún væri sömu annmörkum háð og bók Þórs. Ragnheiður Kristjánsdóttir, sem skrifað hefur doktorsritgerð um kommúnistaflokkinn, steig síð- ust í pontu. Hún kvaðst hafa mestan áhuga á þjóð- ernistali íslenskra kommúnista og sósíalista. Þeir hefðu beint sjónum sínum að þeim hópum, sem útundan hefðu orðið í sjálfstæðisbaráttu nítjándu aldar, fátækum verkalýð. Önnur sjónarhorn ættu hins vegar vitaskuld rétt á sér. Ragnheiður bar af sem framsögumaður, því að hún reyndi af fremsta megni að vera heiðarleg. Hún sá og skildi önnur sjónarmið, þótt hún væri þeim ekki samþykk. (Er hún þó langtengdust gömlu kommúnistunum framsögumannanna, því að hún er stjúpdóttir Svavars Gestssonar.) Guðni, sem venjulega er sanngjarn, var of upptekinn af því að svara Þór Whitehead í deilum þeirra um ýmis smáatriði, aðallega um Drengsmálið og Gúttó- slaginn (þar sem mér sýndist Þór þó hafa meira til síns máls).“ Hannes spyr um stórt og smátt og tregt um svör „Ég kvaddi mér fyrstur hljóðs eftir framsöguer- indin og spurði hvern ræðumanna einnar spurn- ingar. Skafta spurði ég: Ég hef aðeins fundið eitt dæmi þess að Sósíalistaflokkurinn hefði vikið út af línu kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna á starfs- tíma sínum 1938 til 1968. Það var að flokkurinn vildi ekki fordæma kommúnistaflokka Júgóslavíu og Albaníu, eins og Kremlverjar vildu. Kannt þú fleiri dæmi? Guðna spurði ég: Í fundarboðinu hér er sagt að kommúnistaflokkurinn íslenski hafi viljað bylt- ingu „með góðu eða illu“. Hvað er „bylting með góðu“? (Þá kallaði Guðmundur Jónsson prófessor fram í utan úr sal, að „bylting með góðu“ væri, þegar hún heppnaðist. En ég svaraði á móti: Jafnvel þegar fjöldi manns er drepinn? Er það bylting með góðu? Þá þagði Guðmundur.) Ragnheiði spurði ég: Þegar Einar Olgeirsson talaði við sendimenn Ráðstjórnarríkjanna í árs- byrjun 1947 og bað þá að gera ekki samninga við íslensk stjórnvöld um að kaupa fisk, hvort talaði Einar þá sem þjóðernissinni eða kommúnisti? Jón Ólafsson spurði ég: Þú segir í bók þinni um ráðstjórnartengsl íslenskra sósíalista að ekki sé ljóst af dagbókarfærslum Georgís Dímítrovs hvað þeim Einari Olgeirssyni fór á milli þegar Einar hitti hann í Moskvu í október 1945. En af dagbók- inni sést glögglega að þeir Dímítrov og Einar ræddu herstöðvabeiðni Bandaríkjanna, sem bor- ist hafði í októberbyrjun, og innri málefni Sósíal- istaflokksins íslenska. Hvað veldur þessari mis- sögn þinni? Skafti nefndi í svari sínu ekkert dæmi um það, sem ég bað um, að Sósíalistaflokkurinn hefði í öðrum málum en afstöðunni til Júgóslavíu og Albaníu farið út af línu Kremlverja. Guðni kvað ef til vill heppilegra að tala um valdatöku með góðu eða illu en nota hugtakið „byltingu með góðu“. (Það er auðvitað alveg rétt. Orðin í fundarboðinu voru bersýnilega skrifuð í flýti og vanhugsuð.) Ragnheiður sagðist ekki kannast við þetta atvik úr rússneskum skjölum, sem ég nefndi, og vísaði því spurningunni til Jóns Ólafssonar. Jón Ólafsson sagði að Einar Olgeirsson hefði talað sem þjóðernissinni, þegar hann hefði beðið sendiherra ráðstjórnarinnar í ársbyrjun 1947 að flýta sér ekki að gera viðskiptasamninga við Ís- lendinga. Hann kvað það yfirsjón hjá sér en ekki tilraun til að afvegaleiða lesendur að hann skyldi ekki hafa fundið dagbókarfærslu Dímítrovs frá 1945 um það að þeir Einar hefðu rætt saman her- stöðvabeiðni Bandaríkjanna og innri málefni Sósíalistaflokksins. Tóku nú við spurningar frá öðrum fund- armönnum og svör. Gekk það allt skaplega. Loft- ur Guttormsson sagnfræðiprófessor stóð upp og taldi nauðsynlegt að gera greinarmun á komm- únistaflokknum og Sósíalistaflokknum en kvaðst ekki ætla að lesa bók mína. Guðni Th. Jóhann- Reykjavíkurbréf 25.11.11 Sagan fer skyndilega illa í sag

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.