SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 40

SunnudagsMogginn - 27.11.2011, Side 40
40 27. nóvember 2011 Lífsstíll Fyrr í vikunni var lagður hjá mérþessi fíni poki með eðal, íslenskukonfekti. „Ég er bara jólasveinn-inn, þetta er ekki frá mér,“ sagði sendillinn laumulega. Ofan í pokanum var tepakki og gúmmulaðis gott súkkulaði svo það er augljóst að leynivinur minn þekkir til mín. Eða hefur aflað sér upplýs- inga sem er enn skemmtilegra. Leynivinaleikurinn í vinnunni byrjaði því vel hjá mér og fór svo batnandi. Næsta dag fékk ég svo syndsamlega góðar súkkulaðitrufflur að ég kiknaði í hnján- um. Loks alveg frábæran jólakassa fullan af skemmtilegu jóladóti. Hér hafa síðustu daga læðst um jólasveinar á göngnunum með pakka í hendi. Sumir nýta tækifærið á meðan leynivinurinn bregður sér í kaffi og skutla gjöfinni á borðið. Eða ráða til sín sendil sem er nauðsynlegt ef leynivin- urinn er nágranni manns. Leynivinaleikurinn er alltaf jafn skemmtilegur og skapar góða stemn- ingu fyrir árlegt jólahlaðborð. Sam- starfsfólkið spjallar um hvað það fékk í hádegismatnum og minnir helst á spennt, lítil börn sem spjalla um hvað þau fengu í skóinn. Þess vegna er þetta líka kannski svona spenn- andi. Að fá gjöf frá leynivini er nefnilega dálítið í anda þess að fá í skóinn. Nema reyndar að leynivininum er alveg sama þó þó farir seint að sofa eða gleymir að tannbursta þig. Nokkuð sem valdið gæti jólasveininum talsverðum vonbrigðum. Svona leikur minnir okkur líka á að ekki þarf svo mikið til að gleðja aðra. Enda er ekki ætlast til þess að fólk eyði svim- andi fjárhæðum. Frekar að gjafirnar séu litlar og sætar. Jafnvel persónulegar og vandlega úthugsaðar. Jólasveinar sjást víða á aðventunni og jólunum og lauma gjarnan einhverju skemmtilegu til barna og fullorðinna. Morgunblaðið/Eggert’ Samstarfsfólkið spjallar um hvað það fékk í hádegismatnum og minnir helst á spennt, lítil börn sem spjalla um hvað þau fengu í skóinn Laumulegir jólavinir Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það var jafn spennandi að fá í skóinn í gamla daga og að fá gjöf á borðið sitt frá leyni- vini. Oft þarf ekki að gera mikið til þess að gleðja aðra. Súkkulaði er gott og hnetusmjör er gott svo að sam- an getur þetta varla klikkað. Hér kemur uppskrift að ljúffengum smákökum úr hvoru tveggja af vefsíð- unni.recipies.com. ½ bolli smjör, mýkt ½ bolli hnetusmjör 1 bolli púðursykur ½ bolli sykur 2 egg 2 msk. síróp 2 msk. vatn 2 tsk. vanilluessens 2½ bolli hveiti 1 tsk. natrón ½ tsk. salt 2 bollar súkkulaði Aðferð Blandið saman smjörinu, hnetusmjörinu og sykrinum þar til blandan er orðin mjúk. Blandið síðan saman í annarri skál eggjunum, sýrópinu, van- illunni og vatninu. Sameinið loks blöndurnar og hrær- ið saman. Síðan er bara að setja deigið á plötu og nota um eina tsk. í hverja köku. Baka skal kökurnar við 190° hita í um 12-14 mínútur eða þar til þær hafa fengið á sig fallega gullbrúnan lit. Hnetusmjörs- og súkkulaðismákökur Þá er komið að því að finna sér eitthvað fínt til að vera í á jól- unum og/eða á jólahlaðborð- inu. Leikkonan Rachelle Le- fevre var alveg með þetta á hreinu í New York á dögunum. Þar mætti hún á tískusýningu Victoria’s Secret í þess- um líka fína kjól sem er allt í senn sparilegur, þægilegur og dálítið sexí. Kjólar með þessu sniði eru þægilegir hvað það varðar að þeir eru víðir yfir magann. Enda verður nú að vera pláss fyrir allar kræsingarnar. Lát- lausan kjól sem þennan má líka poppa upp með sokka- buxum í fallegum lit. Rauð- ar sokkabuxur eru t.d. jólalegar. Svo getur verið ágætt að fá sér ermar eða sjal yfir axlirnar í vetr- arkuldanum. Nú er um að gera að kíkja í búð- irnar, skoða vel og vandlega og finna það sem hentar manni best. Þægilegur og smart jólakjóll

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.