Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 10
Nú fer hver að verða síðastur að skrifa jólakortin, pakka inn gjöfunum og setja merkimiða. Og um að gera fyrir þá ástföngnu að skrifa eitthvað dásamlegt á kort eða merkimiða. Auðvitað er alltaf skemmtilegast að skrifa eitthvað beint frá hjartanu en stundum er hugmyndaflugið í lág- marki, sérstaklega þegar álagið er mikið og þá getur verið gott að skella sér á netið og velja ástarljóð eða til- vitnanir sem þar er að finna. Vefsíðan lovepoemsandquotes.com er, eins og nafnið bendir til, stútfull af ástar- ljóðum og tilvitnunum. Á síðunni er líka að finna ástarstjörnuspá, ástar- ráð fyrir karlmenn, hægt er að spyrja sambandssérfræðing ráða og svo mætti lengi telja. Tilvalið fyrir alla sem eru með hausinn stútfullan af ást. Svo klikkar að sjálfsögðu aldrei að vitna í gullfalleg íslensk ástarljóð, nóg er nú til af þeim. Vefsíðan www.lovepoemsandquotes.com Ástarljóð og tilvitnanir Stúlkurnar sem valdar voru í sex manna street dans hóp heita: Linda Sjöfn Alexdóttir, Maria Monica Luisa, Thelma Christel Kristjánsdóttir, Elva Margrét Sigurbjörnsdóttir, Nína Björg Arnarsdóttir og Sara Dís Gunnarsdóttir. Þær munu sækja sex vikna street dans námskeið þar sem þær læra ólíka stíla dansins frá grunni og fræðast um sögu hans. Í danstímum Brynju er dansað allan tímann og hitað upp með dansi til að kynnast rytmanum og stílnum enn betur. Í boði eru tímar jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Dansað allan tímann STREET DANS HÓPUR Danshópur Þessar sex stúlkur voru valdar eftir áheyrnarprufur. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það var líf og fjör í Árbæj-arþreki nýverið þar sem50 stelpur voru mættar íáheyrnarprufur fyrir nýj- an street-dans hóp. Brynja Péturs- dóttir danskennari stóð fyrir pruf- unum en hún hefur lengi dansað street-dans. Þekking á dansinum „Hjá mér eru flottir dansarar á öllum aldri en með þessu vildi ég ná til unglinga og breiðari aldurshóps. Ég byrjaði að kenna street-dans ár- ið 2004 og er komin með góðan hóp en nú ætla ég mér að stækka street-dans senuna á Íslandi enn meira. Í kjölfarið á þessu vonast ég til að fleiri byrji að æfa dansinn og að almenn þekking á street- stílunum verði meiri. Mér finnst mikilvægt að þekkja vel til þess um hvað þetta snýst allt saman. Sjálf féll ég fyrir hipp-hoppi þegar ég var 11 ára og hef síðan þá drukkið í mig alla þá þekkingu sem fyrirfinnst um street-dans. Ég hef meðal annars sótt reglulega danstíma og nám- skeið erlendis, aðallega í New York. Þar hef ég meðal annars lært hjá dönsurum sem eru frumkvöðlar stílanna eða hafa haft áhrif á þá. Þessi þekking er ómetanleg og henni reyni ég að miðla í gegnum mína danskennslu,“ segir Brynja. Hún kynntist fyrst hipp-hoppi hjá Natöshu sem lengi hefur kennt í Kramhúsinu og kennir nú einnig með Brynju. Myndband og sýningar Brynja valdi sex unga og upp- rennandi dansara á aldrinum 13 til Dýnamískir dansstílar Danskennarinn Brynja Pétursdóttir féll ung fyrir hipp- hoppi sem er ákveðinn stíll í street-dansi. Hún hefur nú sett saman street-dans hóp sex ungra dansara. Stemning Óĺíkir stíl- ar eru dansaðir í street dansi, t.d. hip- hop og waacking. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Það er alltaf gaman að fara í bæinn á Þorláksmessu og um að gera að líta inn á Gauknum, en þar munu í dag kl. 17 koma fram nokkrir tónlistarmenn sem eru að gefa út tónlist fyrir jólin. Fram koma: Vicky, Toggi, Ragnheiður Gröndal, Guðmundur Pétursson, Blússveit Þollýjar, Eldar og GRM (Gylfi Ægis, Rúnar Þór & Megas). Fleiri listamenn munu bætast við dagskrána. Einnig er hægt að kaupa diska beint af tónlistarfólkinu og fá gripina áritaða, tilvalið í jólapakkann. Jólaöl og piparkökur verða í boði og frítt er inn. Börn yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Endilega … … njótið tóna á Gauknum Morgunblaðið/Ómar Kemur fram Ragnheiður Gröndal. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Stjörnumerki og spár hafa ekki vakið áhuga minnsíðan ég var ástsjúkur unglingur og lét stjörnu-spár um að ákveða örlög mín í sambandi við ung-lingspilt. Alla jafna þorði ég ekki að gefa mig á tal við þennan dreng en segði stjörnuspáin að ástalíf mitt og allra annarra í meyjarmerkinu myndi glæðast á næstunni létti það lund mína og blés í brjóst mér von um að pilturinn yrði kærastinn minn að nokkrum dögum liðnum. Það er skemmst frá því að segja að ég afsannaði að stjörnuspár væru marktækar. Við urðum aldrei kærustupar. Að einhverju leyti hef ég líka skammast mín fyrir stjörnumerki mitt þegar ég er í kringum sérfróða ein- staklinga á dulræna sviðinu. Meyjur eru með fullkomn- unaráráttu og svolítið stífar og akkúrat. Ég fór reyndar að gráta ef ég fékk ekki 10 á prófum í grunnskóla. Ég bjó til lista yfir bangsana mína og merkti við hver mætti kúra hjá mér á næturnar svo ég myndi ekki gera upp á milli tuskudýranna. Ég skrifaði niður um- sagnir um allar bækur sem ég las og flokkaði þær niður. Ég fór aldrei í sömu fötin tvo daga í röð (og geri reyndar ekki enn). Ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég hafi verið með einhverja full- komnunaráráttu. Þegar stjörnumerkin bar á góma í vinnunni um daginn ræddi ég við samstarfskonu mína um hvernig ég hefði lagt fullkomn- unaráráttuna á hilluna. Hvernig ég hefði smám saman orðið kærulausari í skóla og að ég færi ekki í mínus lengur ef ég sendi eitthvað mistækt frá mér. Hún sannfærði mig um að stjörnu- merkið sem við fæðumst í þurfi ekki að vera ríkjandi merki okkar. Ég var því nokkuð sátt við að vera ekkert svo mikil meyja, því ef það er eitthvað að marka þessi fræði þá er meyjarmerkið það merki sem ég vil síst tilheyra. Eftir umræðuna í vinnunni fór ég heim. Ég stóð mig að því að láta það fara í taug- arnar á mér hvernig maðurinn minn rað- aði í fataskápinn. Beið eftir því að hann færi út úr herberg- inu svo að ég gæti lagað til eftir hann. Nálægt þvottinum kemur enginn á mínu heimili. Það er einfaldlega þannig að það kann enginn að hengja þvott upp á snúru nema ég og hvað þá að brjóta hann saman. Það er ekki aðeins einræði hvað varðar þvottinn á mínu heimili, einræðið er yfir og allt um kring þegar kemur að heimilishaldinu. Mér varð skyndilega ljóst að fullkomnunaráráttan er eflaust ekki stöðug á hillunni sem ég taldi hana vera á. Það var því með nokkrum trega sem ég þáði hjálp frá börnum mínum, fimm og átta ára. Þau vildu gjarnan fá að pakka inn jólagjöfunum í ár, aaaalveg ein. Ég þurfti að kyngja nokkr- um sinnum og sleppa taumnum lausum. Í fyrstu var ekkert hornrétt og gjafirnar dingl- uðu inni í oflímdum gjafapappírnum. Ég sat á mér með að rífa gjafirnar upp þegar þau voru sofnuð og pakka þeim inn aftur. Daginn eftir héldu þau áfram og stóðu sig vonum framar. Framfarirnar voru svo stórkostlegar að mér stóð ekki á sama. Nú gætu þiggjendur haldið að ég hefði pakkað gjöfunum inn. Meyjunni mér hefði samt aldrei dottið í hug að pakka inn í rauðan jólapappír, setja á hann grænan borða, gullslaufu og hvítt glimmerskraut. Meyjan hefði heldur ekki skrifað á merkimiðann með blek- klessum. En Meyjan er stolt af þessum pökkum sem endurspegla ást. Meyjan gætir þess þó að allir sem gjafirnar fá viti að það voru börnin sem pökkuðu þeim inn. »Það er ekki aðeins einræði hvaðvarðar þvottinn á mínu heimili, einræðið er yfir og allt um kring þegar kemur að heimilishaldinu. Heimur Signýjar Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.