Morgunblaðið - 23.12.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 23.12.2011, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Dansk julegudstjeneste holdes i domkirken lørdag den 24. december kl. 15.00 ved pastor Þórhallur Heimisson. Danmarks ambassade. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Markaðurinn fyrir vel staðsettar eignir á verðbilinu 100 til 200 millj- ónir króna er góður. Flestallar eignir í þessum verðflokki hjá okkur eru seldar. Ég hef ekki á hraðbergi hversu mörg húsin eru sem við höf- um tekið til sölu í Þingholtunum, á Ægisíðu og í Vesturbænum en flest eru seld,“ segir Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Eignamiðlunar, um eftirspurn eftir eignum í þessum verðflokki að undanförnu. „Ef húsið er á góðum stað, er vel skipulagt og verðið rétt eru söluhorf- ur góðar. Við auglýsum eftir eignum og höfum til dæmis ekki fengið neina eign í Þingholtunum af þeirri gerð sem við höfum verið að leita að, þá á verðbilinu 100-150 milljónir. Það hef- ur ekkert komið inn af slíkum eign- um til okkar síðustu mánuði.“ Merkir ekki verðrýrnun En hvernig hefur verðið þróast? „Það er afstætt við hvað á að miða. Verðlag er nokkuð stöðugt, myndi ég segja. Ég merki ekki verðrýrnun á síðustu tveim misserum enda er framboðið ekki það mikið. Verðið getur ekki lækkað meira þegar eftir- spurn er meiri en framboð. Svo þarf að taka mið af lóðar- og byggingar- kostnaði. Miðað við þá sölu sem er í gangi núna geri ég frekar ráð fyrir að það verði skortur á íbúðum eftir rúmt ár. Eftirspurnin á ýmsum eign- um er oft miklu meiri en framboð. Það mikla framboð af íbúðum sem var eftir efnahagshrunið, stundum kallað offramboð, er ekki lengur fyr- ir hendi. Í grónum hverfum er skort- ur á flestum stærðum og gerðum íbúða, þar með talið einbýlishúsum og sérhæðum“ segir Sverrir. Stefnir í skort á eignum Jónas Hólmgeirsson, fjármála- og sölustjóri hjá fasteignasölunni ÁS, hefur selt eina eign fyrir ríflega hundrað milljónir í ár. Vel staðsett- ar, dýrari eignir á réttu verði seljist. „Það hefur verið ágætis hreyfing á dýrari eignum, á verðbilinu frá 40 og upp í 75 milljónir, og svo aftur á minni eignum. Stór hluti af sölunni hefur verið yfirtaka á hundrað pró- sent lánum. Það hefur hins vegar verið lítið um skipti. Ef verðið er ekki spennt upp úr öllu valdi er salan nokkuð góð. Verðið er farið að styrkjast. Með sama áframhaldi er útlit fyrir að eftirspurnin verði orðin meiri en framboðið vorið 2013.“ Skortur á lúxus- einbýlishúsum  Góð hreyfing á dýrustu eignunum Ljósmynd/Fredrik Holm Glæsihýsi Ásett verð á þetta hús í Skildinganesi er 190 milljónir króna. SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þegar Hafnarfjarðarbær samdi við Depfa-bankann um 13 milljarða lán til bæjarins setti Hafnarfjarðarbær óseldar lóðir sínar sem veð fyrir lán- inu, auk hlutar í HS Veitum og skuldabréfi frá Magma Energy Swe- den. Þegar veðsettar eignir eru seld- ar þarf að aflétta veðinu, yfirleitt með því að greiða lánið upp. Samningurinn er til fjögurra ára með vaxtagreiðslum á þriggja mán- aða fresti. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var á lokastigum samnings- gerðarinnar við Depfa rætt um að langstærstur hluti söluverðs lóðanna myndi renna til Depfa-bankans um leið og þær yrðu seldar, þ.e. áður en kæmi að því að greiða höfuðstólinn. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, að trún- aður ríkti um efni samningsins við Depfa og hann neitaði að gefa upp hvort söluverðið rynni til bankans. Þurfa fé til framkvæmda Valdimar Svavarsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, seg- ist virða trúnað vegna samningsins en á hinn bóginn geti hver sem er sagt sér það sjálfur að ef lóð er veð- sett vilji sá sem á veðið fá eitthvað í sinn hlut ef lóðin er seld. Valdimar segir að ef söluverð lóð- anna renni beint til Depfa-bankans dragi það mjög úr svigrúmi bæjarins til uppbyggingar í nýjum hverfum. Hann bendir á að í nýju hverfi á Völl- unum, Völlum 7, sé búið að leggja götur, gangstéttir og setja niður ljósastaura. „Það á samt eftir að ganga frá ýmsu þarna. Það þarf að byggja eitt stykki skóla sem kostar kannski 1-1½ milljarð og sennilega tvö dagheimili sem kosta 500 millj- ónir hvort,“ segir hann. Til skamms tíma yrðu slíkar framkvæmdir mjög íþyngjandi fyrir bæinn ef andvirði lóðanna rynni strax til bankans, jafn- vel þótt tekjur af fleiri íbúum myndu skila sér smátt og smátt í bæjarsjóð. Í þinglýstum skjölum vegna lóð- anna kemur fram að verði vanefndir á lánasamningnum geti Depfa þegar í stað gengið að veðum sínum. Gefa ekki upp hvert söluverð rennur  Hafnarfjarðarbær veðsetti Depfa óseldar lóðir bæjarins  Rætt var um að söluverð lóða myndi renna til Depfa Morgunblaðið/Golli Hafnarfjörður Lóðirnar veðsettu. Þegar Hafnarfjarðarbæ tókst ekki að borga lán frá Depfa-bankanum í apríl sl. voru tvö önnur lán hjá bankanum einnig gjaldfelld. Valdi- mar Svavarsson, oddviti sjálfstæð- ismanna, hefur reiknað út að ef bænum hefði tekist að komast hjá gjaldfellingu hefði hann getað sparað sér einn milljarð króna. Ástæðan er sú að nýju lánin bera mun óhagstæðari vexti en eldri lánin. Valdimar minnir á að fyrsta lán- ið sem féll á gjalddaga hafi verið upp á 4,3 milljarða, annað lán upp á rúmlega 5 milljarða hafi verið á gjalddaga í byrjun árs 2012 og þriðja lánið, upp á þrjá milljarða, hafi verið á gjalddaga árið 2018. „Öll þessi lán voru á mjög góðum kjörum,“ segir hann. Valdimar seg- ist ekki þurfa að brjóta trún- að varðandi vaxtakjör á nýja láninu, allir geti séð það í hendi sér að þau séu óhagstæðari en þau gömlu og geti miðað við þau kjör sem séu almennt í boði. Vaxtamunur á gömlu lánunum og þeim nýju nemi nokkrum pró- sentustigum. Ef eingöngu sé mið- að við lánið sem hefði átt að borga árið 2018 næmi aukinn kostnaður nærri 100 milljónum á ári. Samtals mætti gera ráð fyrir um milljarði. Gjaldfelling kostaði milljarð MUN VERRI VAXTAKJÖR Á NÝJA LÁNINU EN ÞEIM GÖMLU Valdimar Svavarsson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hin 19 ára gamla Melanie Ubaldo útskrifaðist með hæstu einkunn á stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti á þriðjudag. Hún lauk námi á myndlist- arkjörsviði listnámsbrautar og hlaut hún þrenn verðlaun auk þess að vera dúx skólans. Þannig fékk hún verð- laun fyrir góðan árangur í listasögu sem kanadíska sendiráðið veitti, myndlist og verðlaun frá Soroptim- istaklúbbi Fella- og Hólahverfis fyr- ir að vera sú stúlku sem var hæst á stúdentsprófi. Íslenska með Íslendingum Árangur Melanie er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að aðeins fimm ár eru síðan hún flutti til Ís- lands frá Filippseyjum. Þegar hing- að kom kláraði hún 8. og 9. bekk í Fellaskóla og tók þá samræmt próf. Hóf hún þá IB-nám við Menntaskólann í Hamrahlíð en eftir tvö ár þar skipti hún yfir í FB vegna listaáhuga síns. Melanie fór ekki í ís- lenskutíma fyrir útlend- Melanie segir að fyrstu tvö árin sem hún bjó á Íslandi hafi hún ekki talað mikla íslensku og að hún hafi verið feimin við það. „Svo byrjaði ég að spila tennis og umgangast fólk á mínum aldri. Þá var ég ekki lengur feim- in við að tala því að það var bara íslenska allan tímann á æfingunum,“ segir Melanie. Síðan þá hefur hún einnig verið að kenna ungum krökkum tennis hjá íþróttafélaginu Víkingi þar sem hún notar íslensku mikið. „Það er svo fyndið að krakkarnir eru rosalega fljótir að leiðrétta fólk ef það talar eitthvað rangt,“ segir hún og hlær. Síðasta árið hefur Melanie þó ekki stundað íþróttina mikið þar sem hún hefur átt annríkt í skólanum og í myndlistinni. Krakkarnir fljótir að leiðrétta FEIMNIN VIÐ AÐ TALA FÓR Í TENNISTÍMUNUM inga heldur fór hún beint í venjulega íslenskutíma í skólanum. Þrátt fyrir það segir hún að það hafi ekki verið neitt mál. „Það gekk bara ágætlega vel. Það átti ágætlega við mig að læra íslenskuna,“ segir Melanie. Myndlist og gjörningar „Ég hef áhuga á að verða mynd- listarkona. Ég er mikið að mála og að sinna gjörningum,“ segir Mel- anie. Hún hefur mikinn áhuga á lík- amsmálun en lokaverkefnið hennar í skólanum fólst í því að hún málaði á húð litla bróður síns og var verkið meðal annars sýnt í Gerðubergi. Tit- ill verksins er „You get so alone at times it just makes sense“ og kemur úr ljóði bandaríska ljóðskáldsins Charles Bukowski segir Melanie. „Ég ætla að sækja um í listahá- skólum alls staðar, erlendis líka,“ segir Melanie þegar hún er spurð hvað framtíðin beri í skauti sér. Hún segist mestan hug hafa á því að kom- ast inn í skóla á Englandi. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Dúx Melanie Ubaldo var með hæstu einkunn á stúdentsprófi við útskrift á haustönn í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Hún hefur aðeins búið á Íslandi í fimm ár en engu að síður var hún á meðal þeirra hæstu í íslensku í skólanum. Hugurinn stefnir á myndlistarnám úti  Melanie Ubaldo er dúx Fjölbrautaskólans í Breiðholti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.