Morgunblaðið - 23.12.2011, Page 22

Morgunblaðið - 23.12.2011, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Marg-víslegargrillur ganga um að hefði þetta og hitt verið með öðrum brag hefðu stærstu eig- endur bankanna ekki étið þá upp að innan, falið spor sín með flóknum brellum, og banka- stjórarnir ekki tekið þátt í því og endurskoðendur, sem mak- að hafa krókinn enn betur eftir fall en fyrir það, sett upp gler- augu sem sást í gegnum, þegar þeir endurskoðuðu reikninga bankanna. Alls konar álitsgerðir og ákvarðanir þings og stjórn- valda hafa þennan fyrirslátt sem réttlætingu fyrir því að auka flækjustig stjórnkerfisins um allan helming. Rannsókn- arnefnd Alþingis er svo sann- arlega ekki hafin yfir gagnrýni. Hún mátti að lögum ekki áfell- ast opinbera starfsmenn form- lega nema hægt væri að sýna fram á að atvik sem til slíks leiddi hefðu beinlínis stuðlað að því að bankar féllu. Álykt- anir hennar eru þó fullar af fá- fengilegu smælki sem er fjarri því að uppfylla þetta skýra lagaskilyrði. Það hlægilegasta er kannski að komast að þeirri niðurstöðu að hefði óformlegri munnlegri fyrirspurn verið svarað skriflega fáeinum mín- útum fyrir hrun hefði kannski ekki orðið neitt hrun! Ævisaga fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sem fjallaði um þessa tíma, sýnir hvílíkt fá- fengi þess háttar tal er og nefndarmönnum til óbæt- anlegs álitshnekkis. Lengi vel var talað um skýrslu þessa sem óvéfengjanlegt helgirit enda gaf þjóðkirkjan út umburð- arbréf um að sóknir skyldu leggja út fé fyrir þykkildinu og láta það standa frammi í kirkjum landsins. Í þeim hús- um voru þó fyrir rit skrifuð af rismeiri postulum með óbrenglaðri réttlætiskennd og á mun betra máli, jafnvel eftir nýju þýðinguna, en nefndaraf- urðin var. Og allt sem gert nýtt með vísun í „hrunið“, iðulega sótt í sjóð eldgamalla fordóma, er kallað „umbætur“ en nafn- skreyting er eitt helsta ein- kenni núverandi stjórnvalda. „Norræn velferð“, „skjald- borg“, „umbótanefndir“, „rýni- hópar“, „faglegt ráðning- arferli“, „mannréttinda- ráðuneyti“, sem látið var sjá um fangelsismálin, „velferð- arráðuneytið“, sem notað hefur verið til að lækka barnabætur um fjórðung og einnig hjá þeim sem minnst hafa eru nokkur heiti úr langri runu. Flestar nýju nafngiftirnar munu eiga greiða leið í nýja samantekt um íslensk öf- ugmæli. Draga átti úr „for- ingjaræðinu“ og auka völd þingsins og nefnda þess. En þegar meirihluti sjálfrar utanrík- ismálanefndar Al- þingis lýsir því í raun yfir að utanríkisráðherr- ann sé ekki fær um að fara með ESA-kæruna fyrir Íslands hönd (sem þjóðin áttaði sig á langt á undan nefndinni) þá er án umhugsunar ákveðið að gera ekkert með álit nefnd- arinnar. Talað var um að opna fundi þessarar nefndar og hef- ur lítið orðið úr þeim loforðum. Þess í stað er ákveðið að sýna almenningi það svart á hvítu að ekkert mark er tekið á slíkri nefnd nema hún hlýði. Eitt nýmælið varð þó að veruleika í fyrrakvöld. Þá ákvað Samfylkingin að brydda upp á því að vera með opna Kastljósfundi. Utanrík- isráðherrann reið á vaðið og bauð til sín pólitískum sálu- félaga sínum af Fréttastofu RÚV. Það hefur ekki verið auð- velt að velja úr þeim mikla fjölda sem uppfyllir öll skilyrði þar innan dyra. Í sjálfu sér hefði ekki verið hægt að finna að því þótt Össur hefði haft Óð- in, Helga, Sigríði og Jóhönnu og eina þrjá aðra með í þessari opnu útsendingu, sem fór svo ljómandi vel fram. Ein skoðun margrödduð er óneitanlega há- tíðleg og hefði því passað vel í lok aðventunnar. En gesturinn hagaði sér óað- finnanlega og kinkaði kolli áhugasamur, jafnvel í tilefni af mestu skringilegheitunum og spillti að því leyti ekki jólagleð- inni á nokkurn hátt. Össur vitnaði að auki nokkrum sinn- um í „utanríkisráðherrann“ máli sínu til stuðnings, sem alltaf gleður aðdáendur hans óumræðilega mikið. Það virðist vera gott á milli þeirra, þótt ut- anríkisráðherrann hafi enn ekki vitnað í Össur. Hann talaði einnig svo oft og myndarlega niður til hins óreynda unglingspilts, Sig- mundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins, að það var eitthvað sætt og föðurlegt við það enda þótti gestinum það bersýnilega svo fjarska- lega viðeigandi, sem það örugglega var. Það var því við hæfi og sýndi að þessir opnu Kastljósfundir Samfylking- arinnar eiga svo sannarlega rétt á sér, þegar gestgjafinn, svona rétt í lokin kallaði gest sinn af fréttastofunni „elskuna sína“. Það undirstrikaði mat þeirra þriggja, Össurar, utan- ríkisráðherrans, sem hann vitnaði oft til, og áheyrn- arfulltrúans af fréttastofunni, að útsendingin væri í alla staði vel heppnuð. Því getur enginn maður mælt í mót með nokk- urri sanngirni. Það er athyglisverð nýbreytni að hafa innilega flokksfundi í opinni dagskrá} Ósköp elskulegt Í dag er Þorláksmessa og þá borða sumir kæsta skötu. Einu sinni löptu Íslendingar dauðann úr skel og þurftu þá að vera býsna hugvitssamir til að draga fram lífið. Fólk fann því upp ýmsar aðferðir við geymslu og nýtingu matvæla. Ein þeirra er kæsing, en þá er fisk- ur, t.d. skata, grafinn niður eða settur í eitt- hvert ílát og látinn gerjast í einhvern tíma. Líklega var dekur við bragðlauka ekki í fyr- irrúmi þegar þessi aðferð var fundin upp, heldur hrein og klár sjálfsbjargarviðleitni. En þetta var í gamla daga. Í dag svigna hill- ur matvöruverslana undan alls kyns kræs- ingum frá ýmsum heimshornum. Í ljósi þess er með ólíkindum að nokkur skuli af fúsum og frjálsum vilja stinga kæstri skötu upp í sig. Fyrir utan óþefinn er leitun að matvælum sem eru jafn óaðlaðandi útlits; þetta líkist í besta falli ein- hverju sem einstaklingur í annarlegu ástandi hefur skil- að úr iðrum sér. Vegna þessa skötuáts skiptist íslenska þjóðin í tvær andstæðar fylkingar í dag; fólkið sem borðar skötu og fólkið sem borðar ekki skötu. Til hægðarauka verður hér eftir talað um skötufólkið í þessum pistli og er þar átt við fólk sem borðar skötu. Það má í fjarlægð þekkja á óþef sem af því leggur eftir að það hefur lagt sér þennan fisk til munns. En þegar nær kemur er annað sem einkennir þennan þjóðfélagshóp; drýldni í fasi og svipbrigðum. Það er nefnilega þannig að þeir sem borða skötu á Þorláks- messu líta óskaplega mikið niður á þá sem ekki borða skötu. Athygli og umfjöllun eykur síðan stórum á þetta, en árlega sækja fjöl- miðlar heim fólk sem situr að skötusnæðingi. Þar situr jafnan einhver fyrir svörum sem segir digurbarkalega að skatan sé ekki al- mennilega kæst fyrr en hún fái tárin til að renna. Þvílík og önnur eins hreystimennska! Að grenja yfir gömlum fiski. Þeir sem ekki borða skötu og líða fyrir skö- tuát annarra fá aftur á móti litla athygli og eiga sér fáa málsvara. Margt skötufólk lítur nefnilega á skötuát sem nokkurs konar manndómspróf og þeir sem standast það eru að þeirra mati sannkölluð hraustmenni sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna. Hinir, sem ekki vilja af ýmsum ástæðum leggja þetta sér til munns, eru aftur á móti rolur sem ekki þora neinu. Síðarnefndi hópurinn þarf svo að sitja undir áfrýjunarorðum skötufólksins. „Fáðu þér bara einn bita. Þetta drepur þig ekki.“ Einmitt það. Eru til einhverjar tölulegar staðreyndir þess efnis að enginn hafi geispað golunni eftir að hafa lagt sér þennan gerjaða fisk til munns? Og sé kæst skata svona óskaplega góð, hvernig stendur þá á því að fólk borðar hana bara einu sinni á ári? Það þýðir ekkert fyrir góðhjartaða og velmeinandi les- endur að senda mér tölvupóst og bjóða mér í skötuhlað- borð úti í bæ í dag í von um að mér snúist hugur. Ég kem ekki og skötu mun ég aldrei snæða. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Grenjað yfir gömlum fiski STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur Andri Kjartans. vilhjalmur@mbl.is K ostnaður af lánum smálánafyrirtækja er gífurlega mikill miðað við lánsupphæðina. Af ódýrustu lánum sem í boði eru hjá þeim þarf að greiða 25 prósent af heildarvirði lánsins í lán- tökukostnað. Lánstíminn er þar að auki mjög stuttur eða 15 dagar og kostnaður við milliinnheimtu af lán- um getur numið allt að 11.000 krón- um, samkvæmt upplýsingum á vef- síðu Hraðpeninga en fyrirtækið ásamt fyrirtækinu Kredia hefur náð fótfestu á smálánamarkaðnum á Ís- landi og veita fyrirtækin lán frá 10 þúsund krónum upp í 40 þúsund. Þá hafa Hraðpeningar boðið sérstökum viðskiptavinum sínum lán upp á allt að 80 þúsund krónur yfir jólin. Til samanburðar eru kjör á almennum yfirdráttarlánum til einstaklinga hjá Landsbankanum 11,50% og ekki nema 8,20% hjá námsmönnum. Það þýðir að einstaklingur sem tekur 10.000 króna yfirdráttarlán í 15 daga borgar ekki nema 48 krónur í vexti. Á sama tíma þarf að greiða 2.500 krónur í lántökugjald hjá smá- lánafyrirtækki fyrir samskonar lán. Utan eftirlits og laga Þó smálánafyrirtækin þurfi að fylgja almennum lögum og reglum í landinu falla lánin þeirra, eins og þau eru sett upp í dag, ekki undir lög um neytendalán og fyrirtækin sjálf falla ekki undir lög nr. 161/ 2002 um fjármálafyrirtæki. „Við skoðuðum á sínum tíma heimasíðurnar þeirra til þess að at- huga hvort þau uppfylltu lög um rafræna þjónustu og lög um hús- göngu- og fjarsölusamninga og þau uppfylltu öll þau skilyrði sem koma fram þar, en lög um neytendalán ná ekki til lánanna eins og þau eru uppsett í dag. En í þeim lögum eru settar formkröfur um hvað skal koma fram í lánasamningi og hvaða form hann á að hafa,“ segir Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu er útlánastarfsemi starfsleyf- isskyld samkvæmt lögum nr. 161/ 2002 um fjármálafyrirtæki, þó ein- ungis ef útlánin eru fjármögnuð með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi, þ.e. innlánum eða skuldaviðurkenningum. Í tilviki smálánafyrirtækjanna er ekki um að ræða veitingu útlána sem fjármögnuð eru með end- urgreiðanlegum fjármunum frá al- menningi. Þau teljast því ekki vera fjármálafyrirtæki sem falla undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Hetjur eða skúrkar Umræðan um smálánafyr- irtækin hefur verið að aukast og starfsemi þeirra er orðin fleirum kunn. Neytendasamtökin hafa með- al annars varað við lánum fyr- irtækjanna og í bréfi sem samtökin sendu fyrir ári síðan til Gylfa Magn- ússonar, þá efnahags- og við- skiptaráðherra, segja samtökin m.a. „Lán sem þessi hafa verið harðlega gagnrýnd í nágrannalöndum okkar enda beinist markaðssetningin að- allega að yngri neytendum og þeim sem hafa lítið handa á milli auk þess sem ekki er hægt að tala um ann- að en okurvexti.“ Smálánafyr- irtæki eru fylgifiskur þess að búa í frjálsu samfélagi og fjöldi fólks hefur tekið þeim fagnandi. Því vaknar spurn- ing hvort nokkuð annað sé hægt að gera en að upp- lýsa fólk um kjör lán- anna og kenna al- mennt fjármálalæsi í skólum. Smálánafyrirtæki utan eftirlits FME Vaxtavextir af lánum hjá smálánafyrirtækjum Smálán: 10.000 kr. Lánstími: 15 dagar Kostnaður: 2.500 kr. Ársávöxtun m.v. mismunandi kostnað lánveitanda: 25.000% 20.000% 15.000% 10.000% 5.000% 0% Kostnaður lántakanda: 0 kr. 500 kr. 1.000 kr. 1.500 kr. 2.000 kr. 2.500 kr. 22.711% 8.348% 2.899% 228%917% 0% Dæmi: Ef kostnaður smálánafyrirtækis er 0 kr. er ársávöxtun 22.711%. Ef kostnaður lánveitandans er 500 kr. þá er ársávöxtun 8.348% . „Ég tel að það þurfi að fara varlega í að halda í höndina á einstaklingnum og passa upp á hann á hverju götu- horni. Þetta eru ekki háar upphæðir sem ættu að valda einstaklingum miklum vand- ræðum en að taka slíkt lán er þó dæmi um algjöran skort á fjármálalæsi,“ segir Pétur H. Blöndal, alþing- ismaður, spurður um starf- semi smálánafyrirtækja. „Við erum að tala um nærri 22.700% vexti á árs- grundvelli miðað við lántöku- gjald á 10.000 króna láni og um 900% vexti miðað við 1500 króna kostnað lán- veitandans við lánið. Ég bið því fólk að vinsamleg- ast ekki taka lán fyrir jólagjöfum, allra síst ef það ætlar að gefa mér eitthvað fallegt um jólin,“ segir Pét- ur. 22.700% vextir SKORTUR Á FJÁRMÁLA- LÆSI AÐ TAKA SMÁLÁN Pétur H. Blöndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.