Morgunblaðið - 23.12.2011, Page 23

Morgunblaðið - 23.12.2011, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Bið Jólasveinarnir segja að gangstígar borgarinnar séu mjög hættulegir vegna hálku, þar sem þeir séu illa eða ekki salt- og sandbornir, og taka því strætó til þess að komast leiðar sinnar. SIGURGEIR S. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um mikilvægi þess að borg- ararnir geti treyst stjórnsýslunni á Íslandi og hve skaðlegt það er þegar skortur er á trausti. Við stjórnendur í opinberum rekstri þurfum að gæta að trausti frá ýmsum hlið- um. Er okkur t.d. treyst sem stjórnendum, treystum við starfsfólki okkar, treystum við þeim sem ákvarða laun okkar, treyst- um við ráðuneyti okkar og ekki síst, treystir almenningur stofnununum okkar? Allir vita að traust er ekki hægt að kaupa heldur er það eitthvað sem hægt er að ávinna sér og þar koma nokkur lykilatriði við sögu eins og heilindi, fyrirætlanir, hæfni og ár- angur. Til þess að vinna traust og ekki síst að halda því þarf að hafa heilindi í há- vegum en það vísar til þess fyrir hvað við stöndum. Heilindin birtast t.d. í viðhorfum, aðgerðum og hugrekki til að verja sett gildi og fara að lögum þegar á reynir. Fyrirætlanir skipta einnig miklu og afar mikilvægt er að við séum tilbúin að gæta hagsmuna annarra til jafns við okkar eigin. Þá skiptir hæfni miklu því á endanum er það árangurinn sem sker úr um það hvort við séum traustsins verð. Það er ekki nóg að segjast ætla að gera hlutina og gera ekkert á endanum eða fresta því. Sumir telja að alvarlegustu afleið- ingar efnahagshrunsins á Íslandi til langs tíma séu ekki eingöngu fjár- hagslegar heldur einnig siðferðilegar þar sem traust á fjármálakerfið og opinberar stofnanir verður hættulega lítið til langs tíma. Í þeirri stöðu er mikilvægt að allir sem í stjórnsýsl- unni starfa séu trausts- ins verðir. Þetta á ekki síst við um kjararáð sem á að vera hlutlaus vettvangur við að ákvarða laun forstöðu- manna ríkisstofnana sem hafa ekki verkfalls- eða samn- ingsrétt. Því miður hefur traust minnkað mikið á milli forstöðumanna og kjararáðs undanfarið og hefur Fé- lag forstöðumanna ríkisstofnana séð sig knúið að kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna óeðlilegra tafa við af- greiðslu á lögbundnum verkefnum og vegna þess að ekki sé farið að stjórn- sýslulögum. Því fyrr sem hafist er handa við að byggja aftur upp traust á milli þessara aðila, því betra fyrir alla stjórnsýsluna. Til að svo megi verða þarf kjararáð að vera trausts- ins vert. Eftir Magnús Guðmundsson »Mikilvægt er að allir sem í stjórnsýslunni starfa séu traustsins verðir og á það ekki síst við um kjararáð sem á að vera hlutlaus vett- vangur Magnús Guðmundsson Höfundur er formaður Félags for- stöðumanna ríkisstofnana. Traust; undirstaða góðrar stjórnsýslu Í frétt frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins kemur fram að af 1800 ökumönnum sem voru stöðvaðir í um- ferðareftirliti síðustu helgi fyrir jól reynd- ust 16 hafa ekið eftir neyslu áfengis og 5 þeirra verða sviptir ökuréttindum vegna ölvunar. Samkvæmt þessu er það ekki mikill fjöldi fólks sem ek- ur eftir neyslu áfengis og í fyrstu má ætla að það sé ekki hátt hlut- fall í fjölda þeirra sem valda um- ferðarslysum. En svo er ekki. Á fimm ára tímabili kom ölvaður öku- maður við sögu í u.þ.b. 25% bana- slysa. Samt voru aðeins 0,3% þeirra sem eftirlit lögreglu náði til ölvaðir og það er því ljóst að þeir eru í margfalt meiri hættu en aðrir ökumenn. Margfalt meiri hætta Samkvæmt útreikningum Um- ferðarstofu eru u.þ.b. 90 sinnum meiri líkur á að maður sem er und- ir áhrifum áfengis valdi banaslysi en sá sem er allsgáður. Það þarf því enga ofurgreind til að átta sig á því að með því að taka þá ákvörðun að aka eftir neyslu áfengis er ökumaður að stofna sér og öðrum í gríðarlega hættu. Og sú ákvörðun getur seint talist til mannlegra mistaka. Með einni ákvörðun getur það sem upphaflega átti að gera góðan gleðskap betri leitt af sér hörmungar og ævarandi iðrun. Um það vitnar fjöldi fólks sem hefur valdið dauða fólks með ákvörðuninni um að aka eftir neyslu áfeng- is. „Er minnst fullur“ „Það er allt í lagi að keyra. Ég finn ekkert á mér. Ég er að fara svo stutta vegalengd. Ég er minnst fullur af félögunum og búinn að fá mér Ópal ef ég skyldi verða svo óheppinn að löggan stoppi mig.“ Þetta eru hug- renningar sem margir kannast við. Þarna hefur ökumaðurinn mestar áhyggjur af því að lögreglan nái honum og taki hann úr umferð en leiðir hugann lítt að þeirri slysa- og lífshættu sem hann er að valda. Ef þú tekur ákvörðun um að keyra eftir neyslu áfengis eru í raun þrír möguleikar í stöðunni. 1. Að heppnin bjargi þér og öðr- um sem á vegi þínum verða, 2. lögreglan stöðvi þig eða 3. þú lendir í slysi. Heppni er ekki hægt að velja og þ.a.l. ekki hægt að treysta á hana. Ef þú ákveður samt að aka undir áhrifum þá hefur þú hina kostina tvo og spurningin er hvorn þeirra myndir þú velja, þ.e. ef þú hefðir eitthvert val þar um? Hvort viltu stopp eða slys Menn réttlæta ölvunarakstur með ýmsum ranghugmyndum. Þær hugmyndir duga hins vegar skammt til huggunar frammi fyrir alvarlegum afleiðingum ölvunar- aksturs. Þær duga skammt frammi fyrir dómstólum eða trygging- arfélögum sem eiga fullan endur- kröfurétt á þig vegna þess kostn- aðar sem hlýst af slysi og tjóni sem þú veldur. Þær koma ekki í veg fyrir fangelsisdóm fyrir mann- dráp af gáleysi eða dóm vegna lík- amstjóns. Mörg okkar sem treysta á heppnina hafa ekið eftir neyslu áfengis. Þeir sem hafa valdið dauða eða líkamstjóni vegna ölvunarakst- urs treystu líka á heppnina áður en þeir lögðu upp í örlagaríka för. Ekki lenda í þeim aðstæðum að áfrýja þurfi afleiðingum takmark- aðrar dómgreindar þinnar til al- vörudómstóla. Taktu leigubíl eða fáðu far með einhverjum, sama hve lítið eða mikið áfengi þú hefur drukkið. Vertu búinn að gera ráð- stafanir varðandi það að komast ferðar þinnar áður en þú smakkar áfengi. Góða ferð og gleðilegt nýtt ár. Eftir Einar Magnús Magnússon » Samkvæmt útreikn- ingum Umferð- arstofu eru u.þ.b. 90 sinnum meiri líkur á að maður sem er undir áhrifum áfengis valdi banaslysi en sá sem er allsgáður. Einar Magnús Magnússon Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. 90 sinnum meiri líkur á alvarlegu slysi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.