Morgunblaðið - 23.12.2011, Page 30

Morgunblaðið - 23.12.2011, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Það er eins og sumt fólk sé fætt í þennan heim til þess að gleðja og bæta aðra í kringum sig. Amma Dísa, sem á áttræðisaf- mæli í dag, er einn af þessum gleðigjöf- um. Amma Dísa heitir fullu nafni Ás- dís Jónína Magnús- dóttir og er fædd og uppalin á Bjargi í Ólafsfirði. Hún er mikill Ólafsfirðingur í sér sem heyrist best þegar uppeldisstað- urinn berst í tal. Hún er gift Gott- freð Árnasyni eða afa Gottfreð. Saman eiga þau þrjú börn, átta barnabörn og þrjú barnabarna- börn. Lengst af starfaði amma sem heimilisfræðikennari í Garðaskóla og Húsmæðraskólan- um. Við fjölskyldan höfum fengið að njóta góðs af matreiðsluhæfi- leikum ömmu í gegnum tíðina en á það verður að minnast að hún Ásdís Jónína Magnúsdóttir býr til heimsins bestu fiskibollur. Ætli ömmu sé ekki best lýst í því að hún er létt í lund, með endemum fróð og heiðarleg í öllum sínum verkum. Hún á hæfileikana ekki langt að sækja en langafi, Magnús Gamalíelsson út- gerðarmaður, var þekktur fyrir álíka mannkosti. Þeir sem þekkja til ömmu Dísu vita að hún er vinur í raun. Ef upp koma vandamál eða ef ég er rislágur þá fer ég til ömmu Dísu og afa Gottfreðs til að endurnæra sálina. Hún er einkar skapgóð og nálgun hennar á aðstæður er með slíkri yfirvegun og glaðværð að engin er hliðstæða. Það er und- antekningarlaust þannig að ég fer endurnærður. Eins og pabbi sagði alltaf: „Frá þér fer ég alltaf betri maður en ég kom.“ Það er einmitt þetta sem er besti kostur ömmu, að vera í kringum hana er mannbætandi, raunverulega mannbætandi. Amma Dísa er sannur ættar- höfðingi sem elskar fjölskyldu sína og börn skilyrðislaust. Hún er einstaklega skörp, jákvæð og kann að fara með það. Jafnvel þótt gætt hafi mótbyrs í lífinu er því mætt af sömu yfirvegun. Hún er ekki fyrir að velta sér upp úr því liðna heldur horfir ávallt fram á veginn og drífur fólk í kringum sig áfram. Amma og afi hafa alla tíð verið við góða heilsu og fá mikla ánægju út úr því að hreyfa sig saman. Þau fara í göngutúra og golf og eru tíðir gestir í sund- laug Garðabæjar. Satt best að segja veit ég ekki um marga sem synt hafa annan eins fjölda kíló- metra í sundlaug Garðabæjar, sennilega stefnir samanlögð vegalengd þeirra hjóna á heims- met! Amma Dísa er sönn fyrirmynd og er ég þakklátur fyrir þann tíma sem ég hef fengið að eyða með henni og vona svo sannar- lega að gleðistundirnar verði svo miklu fleiri. Ég óska henni inni- lega til hamingju með daginn og vona að hann verði jafn fallegur og aðrir hennar dagar. Magnús Júlíusson. AFMÆLISGREIN Besti vinur minn, Benedikt Örn Árna- son, er áttræður í dag. Það er erfitt að trúa því þegar mað- ur umgengst hann að hann hafi náð þessum aldri, nán- ast án þess að láta á sjá og hann er alltaf jafn lifandi, frjór og skemmtilegur og hann hefur alltaf verið, en raunar má alveg eins orða þetta þannig að allir hans bestu eiginleikar hafa þróast og dafnað með árunum og eru mann- kostir hans öllum ljósir sem þekkja hann. Og ekki vantar hann húmorinn. Enda á hann fjölda góðra vina. Benedikt kynntist ég í skóla, en fyrst vann ég með honum þegar ég æfði mitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu í leikriti eftir Sig- urð A. Magnússon, Gestagangi, undir leikstjórn hans. Það tókst umsvifalaust vinskapur með okk- ur sem fljótt þróaðist upp í ein- læga vináttu, sem hefur staðið og vaxið æ síðan. Benedikt er raunar löngu þjóð- þekktur fyrir leiklistarstörf sín og þá einkum sem einn afkastamesti og reyndasti leikstjóri landsins. Hann hefur leikstýrt nær öllum gerðum leikverka en við megum sérstaklega þakka honum fyrir frumkvæði hans varðandi að koma fjölmörgum söngleikjum á svið Þjóðleikhússins. Svo og leik- ritum Shakespears og fjölda ann- arra leikverka bæði innlendum og erlendum. Hann hefur alveg sér- stakan og einlægan stíl sem leik- Benedikt Örn Árnason stjóri og magnar ævinlega fram úr leikurum sínum ótrúlega áhrifaríkan en þó einfaldan og trúverðugan leik. Hann talar lítið, fær leikarana til að hugsa um hvað þeir eru að gera, gefur þeim þann tíma sem þarf og svo kemur skilningurinn og allt liggur opið fyrir. Hans aðferð er árangursrík, fljótvirk og allir eru ánægðir og kjósa helst að fá að vinna með Benedikt aftur og aft- ur. Leikstjórnin hefur átt stærst- an þátt í listamannsferli Bene- dikts, hann leikstýrði mest í Þjóð- leikhúsinu, en einnig fjölda verka í útvarpi og sjónvarpi. Hann leik- stýrði fyrsta íslenska leikverkinu í sjónvarpi, Jóni gamla, eftir Matthías Johannessen. Minna hefur því eðlilega farið fyrir leik- aranum. Þó hefur hann leikið mörg hlutverk gegnum tíðina, bæði á sviði, sjónvarpi og í kvik- myndum og muna áreiðanlega margir eftir honum t.d. í myndum Hrafns Gunnlaugssonar. Ég er að reyna að forðast að láta þennan texta hljóma eins og minningargrein, því hann er sko sprelllifandi hann Benedikt og því læt ég allar upptalningar á verk- um hans liggja milli hluta núna, en þó get ég ekki látið hjá líða að minnast á síðasta verk hans sem sýnt var í Þjóðleikhúskjallaran- um nú í haust: Hvílíkt snilldar- verk er maðurinn! Benedikt og Sigurður Skúlason hafa unnið að þeirri hugmynd sinni að koma saman brotum úr fjölmörgum verkum Shakespears í eitt sam- fellt verk í höndum eins leikara. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta tókst vel og hafa þeir félagar unn- ið einstætt afrek með þessari uppfærslu og raunar sannfært mann um ævarandi gildi Sha- kespears fyrir leikhúsið og líka hvað þýðing Helga Hálfdanarson- ar er mikið afbragð. Hver einasta setning hittir í mark. Það þýðir ekki að kenna þýðingunni um ef ekki er vel leikið. Frumsýningar- gestir voru uppnumdir af hrifn- ingu. Þessi sýning verður tekin upp aftur með vorinu og ætti fólk ekki að láta hana framhjá sér fara. Sannkallað snilldarverk. Vinátta Benedikts hefur verið mér persónulega afar mikils virði gegnum árin. Ég er honum afar þakklátur fyrir allt sem hann hef- ur gefið mér. Leiðbeiningar sem leikstjóri, sem ekki gagnast að- eins í því verki sem hann er að vinna með manni þá stundina, heldur fylgja manni í starfi alla ævi. Þá þakka ég honum alla þá aðstoð sem hann veitti mér í störfum mínum í leikhúsinu, sem settu líka sterkan svip á sinn tíma og tel ég að hann megi vera stolt- ur af. Mest um vert fyrir mig er þó hin einlæga vinátta hans, að eiga vin, ekta vin, er ekki öllum gefið. Það er eins og allt sé fallegt við og í kringum Benedikt, fram- koma hans, einlægni hans og mannkærleikur og ekki síst end- urspeglast allir þessir kostir í sambandi hans og Ernu, sem er alveg einstakt, hlaðið fegurð og kærleika og er greinilega óend- anlega mikils virði fyrir þau bæði. Og þau eru svo lík. Strax frá fyrsta degi fannst mér ég alltaf hafa þekkt Ernu. Ég vil færa þeim báðum inni- legar hamingjuóskir með daginn frá okkur Guðnýju. Gísli Alfreðsson. 80 ÁRA Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar Elsku amma mín, nú ertu farin yfir móðuna miklu og ert kominn í faðm Óla afa á ný og Þorsteinn er ykkur til halds og trausts. Ég var 7 ára þegar ég flutti til Vopnafjarðar með mömmu og Þorsteini pabba. Ég varð hissa þegar pabbi sagði mér að ég ætti ömmu og afa á Vopnafirði sem ég vissi ekki um, þetta voru mér stór- kostlegar fréttir. Þegar ég hitti ykkur í fyrsta sinn tókuð þið mér eins og þið hefðuð alla tíð átt mig skuldlaust. Þvílíkar yndislegar móttökur sem ég fékk í Ásbrún hjá ykkur. Það var alltaf mikil hlýja og væntumþykja sem mætti manni í hvert skipti sem maður kom í Ás- brún, maður var ekki fyrr sestur við eldhúsborðið en þú, elsku amma mín, fylltir borðið af því- Þórhalla Þorsteinsdóttir ✝ Þórhalla Þor-steinsdóttir fæddist í Litluvík 15. september 1924. Hún lést á legudeild Sunda- búðar 24. nóv. síð- astliðinn. Útförin fór fram frá Vopnafjarð- arkirkju 3. desem- ber 2011. líkum kræsingum, því gjafmildi þín og þjónustulund verður hvergi toppuð í heiminum. Að fá að alast upp í kringum þig og afa Óla voru hrein og klár forrétt- indi fyrir mig, ef allir hefðu átt eins góða ömmu og þig væri heimurinn fullkom- inn. Þú kenndir manni mörg og góð gildi um lífið og tilveruna, vænt- umþykju við þá sem minna mega sín og um dýrin. Já, dýrin, þú varst mesti dýravinur sem uppi hefur verið, að heimsækja þig í Ásbrún var eins og að koma í hús- dýragarðinn, þú áttir svo mikið af dýrum eins og hesta, kindur, dúf- ur, kanínur, hamstra, naggrís, páfagaukinn Kíkí og læðuna Lísu ásamt fullt af öðrum köttum, og einnig voru hjá þér fuglsungar eins og hrafn, álft og máfur ef ég man rétt. Þú varst mér alltaf ákaflega kær og góð, þinn hlýi faðmur stóð alltaf opinn, og alltaf varstu tilbú- inn að taka á móti manni, ef manni einhverra hluta vegna leið illa eða var illa fyrirkallaður fór maður alltaf í Ásbrún til þín að leita huggunar og það brást aldrei, þú varst kletturinn minn og stoð all- an tímann sem ég bjó á Vopna- firði. Einhvern tíma þegar ég var hjá þér barst tal vasapeningur, þú spurðir mig út í það hvort ég fengi ekki vasapening svona á laugar- dögum eins og aðrir krakkar, ég svaraði því neitandi þar sem alltaf var mjög þröngt í búi hjá mömmu og pabba og þau ekki aflögufær. Það fannst þér aumt, og að sjálf- sögðu aumkaðir þú þig yfir mig og gerðir við mig samning sem eng- inn mátti vita af, ég vona að þú fyrirgefir mér það að upplýsa um það núna í þessum orðum til þín. En samningurinn hljóðaði upp á það að á hverjum föstudegi sem þú fengir útborgað þá fengi ég klínkið úr launaumslaginu þínu. Þetta voru miklir peningar fyrir svona krakkagemling eins og mig. Já, öll góðu grunngildin mín um lífið og tilveruna eru sprottin upp frá því uppeldi og samveru sem ég átti með þér, elsku amma mín, þinn staður sem þú átt í hjarta mínu verður alltaf til staðar og ekkert getur komið í staðinn fyrir það tómarúm sem eftir situr. Nú þarft þú að kveðja þennan heim en gildin þín, ást, væntumþykja, þjónustulund og virðing fyrir náunganum og þeim sem minna mega sín situr eftir og verður okk- ur öllum ættingjum þínum vega- nesti um ár og aldir. Hvíl í friði og dýrð og knúsaðu afa minn og Þorstein pabba minn fyrir mig. Þinn ömmustrákur, Halldór Jónsson (Þorsteinsson). Það var í byrjun 8. áratugarins að við félagarnir kynntumst Óla. Viðreisnin var fallin og vinstri stjórn tekin við. Í sáttmála henn- ar skyldi að því stefnt að herinn færi úr landinu. Bylgja vinstri róttækni var í lofti í kjölfar ’68- byltingar. Víetnamstríðið kynti undir andúð ungs fólks á auðvaldi og hervaldi. Við vorum í þessum hópi, fjórir félagar að austan sem fannst fátt skemmtilegra en að slá strengi og syngja í röddum. Og eins og tíðarandinn bauð voru söngvarnir róttækir. Við kölluð- um okkur Þokkabót. Ég man kvöldið sem Óli kom fyrst á æfingu hjá okkur. Þeir Gylfi voru saman í söngkennara- deildinni og Óli hafði haft spurn- ir. Hann var frægur maður og það ríkti spenna í kjallaranum Ólafur Tryggvi Þórðarson ✝ Ólafur TryggviÞórðarson tón- listarmaður fædd- ist í Glerárþorpi á Akureyri 16. ágúst 1949. Hann lést á Grensásdeild Land- spítalans 4. desem- ber 2011. Ólafur var jarð- sunginn frá Hall- grímskirkju 13. desember 2011. hjá Dóra á Bralla þegar Óli birtist. Hann var strax eins og einn af okkur. Eitt lag og allt stress var horfið. Og þegar Óli fór var hann búinn að ákveða að við færum á plötu. Óli var guð- faðir Þokkabótar. Um vorið tókum við upp plötuna undir stjórn hans og Gunna Þórðar. Það var ævintýri fyrir stráka að austan af gamla sviðinu í Herðubreið. Um haustið kom platan út og sló í gegn. Þar var sungið um pólitíska frama- gosa, kviðmikla, snobbaða her- mangara, nýríka bissnismenn og litla kassa sem marka okkur bása en eru allir eins. „Ég skal að því stefna að herinn hverfi’ úr landi, þó herinn hafi aldrei herjað beint á mig,“ sagði í einum textanum. Óli elskaði þessa söngva og þessa uppgötvun sína. Hann var orðinn síðhærður hippi með skegg og lét sig dreyma um að gera strandhögg í heimi hervalds og kapítalisma eins og við hinir. Á næstu árum vorum við mikið saman. Óli stjórnaði upp- tökum á næstu plötu okkar og gaf út hjá Steinum. Ríó-tríóið var hætt spilamennsku í bili og rót- tækni var pistill dagsins. Óli fór að taka upp plötu með Magga Einars sem hafði vinnuheitið Óli og Maggi. Halldór gerði textana, þeir Maggi spiluðu og sungu og ég raddaði með Óla. Þetta var Þokkabót og Óli. Platan kom út og heitir Í morgunsárið. Góð plata sem heyrist allt of sjaldan. Svo leið á áratuginn. Vinda rót- tækni tók að lægja. Stríðinu var lokið og eftir klúður vinstri stjórnar ’78 fóru að renna tvær grímur á margan róttæklinginn. Ríó var farið að koma saman aft- ur. Gott ef það stóð ekki til að gefa út plötu, halda upp á afmæli. Um 1980 var þessu tímabili lokið. Þokkabót leystist upp eins og margir róttækir hópar þess tíma. En Ríó kom nú saman reglulega. Enda voru þeir með sígilt efni meðan við, fyrrverandi skjól- stæðingar Óla, höfðum hagað seglum eftir pólitískum vindum samtíðarinnar. Á nýjum áratug- um tóku við ný störf og nýjar sveitir. Alltaf vorum við Óli mestu mátar og róttækir í orðum og æði. Eftir að hann stofnaði 1000 þjalir urðum við Lárus skjólstæðingar hans með Bræðrabandið. Þrátt fyrir ýmis áföll var hann alltaf sami jákvæði Óli og forðum. Þegar fréttirnar komu þyrmdi yfir mig. Þetta var martröð. En þó trúði ég því alltaf að hann mundi rísa upp og birtast með gítarinn og sitt breiða bros. Annað var óhugsandi. Far vel, góði vinur, og takk fyrir allt. Guð blessi þig og þína. Ingólfur Steinsson. Sveinn Ragnar Björnsson ✝ Sveinn RagnarBjörnsson fæddist 14. febrúar 1942 í Reykjavík en ólst upp á Sunnu- hvoli í Garði. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 25. nóvember 2011. Útför Sveins fór fram frá Keflavík- urkirkju 6. desem- ber 2011. Elsku besti Svenni minn. Þá hefur þú kvatt þetta líf eftir erfið veikindi. Betri og yndislegri vin er varla hægt að hugsa sér. Ég á aldrei eftir að gleyma þeim degi þegar ég kynntist ykkur Löllu í Bol- ungarvíkinni. Mikið var alltaf gaman og mikið hleg- ið. Þú gast endalaust sagt mér sögur sem ég veltist um af hlátri af. Allar ferðirnar ykkar Löllu til okkar Kjartans á Hafurbjarna- staði voru alltaf svo skemmti- legar, ég mun aldrei gleyma þeim stundum. Svenni minn, þú varst alltaf svo geðgóður, róleg- ur, það var stutt í glensið hjá þér, þú lýstir upp lífið, elsku vinur. Ég ætla að þakka þér fyr- ir samfylgdina, elsku Svenni minn. Minningin um góðan dreng mun ávallt lifa. Hvíl í friði, elsku vinur. Elsku Lalla mín, ég votta þér börnunum, tengdabörnum og barnabörnum samúð mína. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.