Morgunblaðið - 23.12.2011, Page 35

Morgunblaðið - 23.12.2011, Page 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HANN ER MJÖG EINLÆGUR ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ STÖÐVA FRAMFARIR BRÁÐUM MUN RÍSA HÉR: ENNÞÁ STÆRRA SKILTI! EGGERT VERÐUR JARÐSUNGINN KLUKKAN 14:00 KLUKKAN 14:15 VERÐUR SVO BOÐIÐ UPP Á EGGJAKÖKU HLAÐBORÐ MAMMA, EF ÞÚ GÆTIR FARIÐ AFTUR Í TÍMANN... ...HVERNIG EIGINMANN MYNDIR ÞÚ VELJA ÞÉR? ÉG MYNDI VELJA MÉR HÁVAXINN OG DÖKKHÆRÐANN MANN... ...SEM HUGSAÐI UM LÍNURNAR ÉG VEIT AÐ MÉR VARÐ Á OG ALLT FÓR Á FLOT Í KJALLARANUM, EN ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI AÐ ÉG SÉ LÖT! ÉG HEF UNNIÐ STREITULAUST FYRIR ÞESSA FJÖLSKYLDU. LÁTTU ÞÉR EKKI DETTA Í HUG AÐ KALLA MIG LATA! ÞÁ ÞAÐ... KANNSKI ERTU BARA SVOLÍTIÐ HEIMSK *SNIFF* ÞETTA VAR ILLA AÐ ORÐI KOMIST PETER ER AÐ LEGGJA SIG Í HÆTTU MEÐ ÞVÍ AÐ BERJAST VIÐ IRON MAN ...OG ÞEIR GEFA SÉR TÍMA FYRIR AUGLÝSINGAR PETER! NEI! ...LIFÐU EINS OG KÓNGUR Í ÞESSUM BÍL! ...OG NÚ ER BEIN ÚTSENDING FRÁ MIÐBÆNUM Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Smíði og útskurður kl. 9. Dalbraut 18-20 | Söngstund er komin í frí fram yfir áramót. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, Þorláksmessuskata kl. 11.45. Starfsfólk Gjábakka óskar öllum gestum sínum gleðilegra jóla. Opið eins og venjulega 27. des. kl. 9. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Heitt á könnunni kl. 9.30-16. Kvartett og tveir söngvarar flytja klassíska jólatónlist fyrir gesti Jónshúss á Þorláksmessu kl. 14.30-15. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin opin kl. 8-16. Skötuveisla kl. 11.30. Hæðargarður 31 | Skötuveisla á Þor- láksmessu. Sendum okkar bestu jóla- kveðjur og óskum vinum nær og fjær gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það gamla. Íþróttafélagið Glóð | Allar æfingar falla niður til 9. janúar. Norðurbrún 1 | Myndlist og útskurður kl. 9, upplestur kl. 11. Döggin skær nefnist þriðja ljóða-bók Bjarna Valtýs Guðjóns- sonar, sem er nýkomin út. Hann var á áttunda ári er hann tók sín fyrstu spor í ljóðagerð. Síðan hefur margt á dagana drifið í þeim efnum og yrk- isefnin orðið fleiri en tölu verði kom- ið á. Það er eftirtektarvert við lestur bókarinnar hve mörg ljóðin fjalla um fornsagnapersónur og lífsmáta þeirra. Það þarf víst ekki að koma á óvart, þvi höfundur ólst upp í ná- munda við þau sagnasvið er sum hver hafa þótt einna áhrifamest ís- lenskra gullaldarsagna, eins og seg- ir á bókarkápu. Sjálfsagt er að gera kveðskap Bjarna Valtýs skil í Vísna- horninu, enda að góðu kunnur í sam- félagi vísnavina. Á meðal ljóðanna er Vættir lands, sem fjallar um ferð sendimanns Haralds Gormssonar til Íslands og móttökur landvætta, og er hér upphaf kvæðisins: Hillti nú undir land úr hafi himins mót ljósu trafi, árgeisli bjarma bar. Ákaft nú áfram haldið, eflt skyldi konungsvaldið, synt yfir mjúkan mar. Víkinga leiðir lágu ljóst yfir öldur háu, nærtækust norðanátt. Kóngurinn Gormsson gáði glöggskyggn að sínu ráði, sendimann sótti brátt. Gerðist í konungs garði, Gorms sonur minnst þá varði fámennt hélt þegnaþing. Hraustleikans helstur manna hamförum skyldi kanna eylandið allt um kring. Hvatlega hvíldum sleppti hvalur og djúpið hreppti, vandrötuð var sú leið. Útivist eftir langa upp vildi á landið ganga. Konungleg könnun beið. Argan við Íslendinga álít ég Harald slynga sendil að hafa sent. Níddur af nefum öllum norður á Íslands völlum, flest þar um kóngi kennt. En það kennir ýmissa grasa í bók- inni. Þar er til dæmis Vikivaki, að lokinni Ljósuvallagleði, og fylgir sögunni að það sé söngtexti úr óprentuðu leikriti. Upphafið hljóðar svo: Já, gleði var mögnuð og gengið í dans – þá var gengið í dans. Þar nóttina’ á enda varð aldrei neinn stans – þar varð aldrei neinn stans. Og gumar og meyjar þar gengu með fjöri í glaðværan dans. Og symfóninn gjalla þar heyrði ég hátt – þar heyrði ég hátt, Og bumban í ákafa barin var þrátt – hún barin var þrátt. Og kordurnar slegnar þar kváðu við þungan svo klingjandi og hátt. Náttúrustemmning er einnig í kvæðinu Haustvindur, eins og heyra má er gripið er niður í kvæðinu: Haustvindur ýfir hafið bláa, hrekjast þá öldur, bergið lemja. reynist þar hvergi reitur stráa, rísandi toppar falla og emja. Kuldalegt stálið kletta gráa kynni þó ofsa brims að hemja. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af ljóðum og Bjarna Valtý Nýja testamentið Ein er sú bók sem ver- ið hefur á náttborðinu mínu í tæpa fimm ára- tugi og ég gæti ekki hugsað mér að láta hverfa. Það er Nýja testamentið sem mér var gefið á sínum tíma. Ég lýsi yfir hneykslan minni á því að Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar skuli leyfa sér að gera lítið úr frelsaranum með því að ætlast til að Gideon-menn hætti að gefa ungu fólki þetta merkilega rit. Nú er að fara í hönd stórhátíð frelsarans og það sem hefur vakið furðu mína er að í vínbúðum landsins kemur í ljós að sala áfengis hefur stóraukist á und- angegnum vikum. Þetta er hættu- legt því ekki kunna allir að fara með slíkan varning og þannig neysla býð- ur oft upp á hverskyns misbeitingu valds og því miður oft á tíðum átak- anlegri meðhöndlun barna. Er nokk- ur vanþörf á frekari lesningu á Nýja testamentinu til að auka siðferð- isstyrk og réttsýni íslensku þjóð- arinnar? Um miðja vikuna voru vetr- arsólstöður og það ætti að gleðja marga því að í uppsiglingu er aukin birta sem mun draga úr þessu hræðilega myrkri. Í lífi sumra er eins og myrkur verði að birtu fyrir þeirra dugnað og viljastyrk. Ekki fyrir löngu kom í sjónvarpið kunn leikkona liðinna ára, Edda Heiðrún Bachman, sem lýsti ótrúlegum breyt- ingum sem hafa orðið á lífi hennar á liðnum árum. Hún hefur fjöl- fatlast t.d. með þeim hætti að hún verður að mála með munninum. Að heyra hana tala var magnað. Hún var svo glöð, örvandi, upp- byggileg og leiðbein- andi um hvað er ein- hvers virði og hvað er einskis virði að ótrú- legt var að hlusta á hana og það rann upp fyrir manni eins og hendi væri veifað að kannski er ekki allt sem sýnist varðandi gildi hlutanna. Ég skamm- ast mín fyrir að vera Íslendingur þegar ég hugsa til þeirrar meðferðar sem Ragna Erlendsdóttir og lang- veik dóttir hennar, Ella Dís, hafa mátt sæta að undanförnu. Hvernig er hægt á sama tíma og yfirmenn velta fyrir sér að endurnýja bílaflota ráðamanna þjóðarinnar, að draga allan kjark úr móðurinni með því að neita henni um aðstoð og gera henni lífið leitt á allan hátt? Er ekki nóg að þurfa að sinna fötluðu barni þó að hún þurfi ekki að líða meira mótlæti? Jóna Rúna Kvaran. Velvakandi Ást er… … að finna ykkar samhljóm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.