Morgunblaðið - 23.12.2011, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 23.12.2011, Qupperneq 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND SEM KEMUR ÖLLUM Í HÁTÍÐARSKAP Sarah Jessica PARKER Jessica BIEL Ashton KUTCHER Zac EFFRON Michelle PFEIFFER Robert DE NIRO Halle BERRY Sofia VERGARA Katherine HEIGL Josh DUHAMEL Hilary SWANK Jon BON JOVI Abigail BRESLIN Chris "Ludacris" BRIDGES Hector ELIZONDO Seth MEYERS Lea MICHELE Til SCHWEIGER á allar sýningar merktar með grænu SPARSPARBÍÓ 3D 1.000 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI kr. - MARA REINSTEIN / US WEEKLY HHHH -BOXOFFICE MAGAZINE HHHH -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI "EIN BESTA MYND ÁRSINS ÞÖKK SÉ FÆRUM LEIKSTJÓRA, LEIKURUM OG HANDRITSHÖFUNDI." - MAGNÚS MICHELSEN, BÍÓFILMAN.IS HHHH "ÞAÐ FER EKKERT ÚRSKEIÐIS HJÁ FINCHER AÐ ÞESSU SINNI" - RAGNAR JÓNASSON, KVIKMYNDIR.COM HHHH HHH - TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT SÝND Í ÁLFABAKKA GLEÐ ILEG JÓL Myndin er mjög góð en égget ekki ímyndað mérað hún muni ganga velá Íslandi. Þessi mynd, sem átti að vera byggð á skáldsögu Stiegs Larssons, er eiginlega ná- kvæmlega eins og sænska bíómynd- in sem gerð var eftir bókinni og Ís- lendingar sáu fyrir tveimur árum. Það hefði alveg eins verið hægt að döbba sænsku myndina eins og að gera þessa. Þeir sem hafa séð þá fyrri munu varla njóta þessarar. Það er á vissan hátt léttir að leik- stjórinn Fincher er með litla am- eríkaniseringu á myndinni en á viss- an hátt vonbrigði að sjá eiginlega ekkert nýtt í henni. Leikurinn er hófstilltur á evrópska vísu, raunsæ- ið mikið og maður trúir persónun- um. Sýn Stiegs Larssons á lífið er ein- feldningsleg, eiginlega barnalega falleg. Góðmennin eru frjálslynd, framhjáhaldarar, lesbísk og líberal. Illmennin eru öll hvítir gagnkyn- hneigðir karlmenn. Svo er það Lis- beth Salander sem er með hlutverk Gabríels refsiengils fyrir góða fólk- ið. Pólitískur rétttrúnaður er hvað sterkastur í Norður-Evrópu en hann á líka breiðan stuðningshóp í Bandaríkjunum. Það verður fróð- legt að fylgjast með hverjar loka- sölutölur verða fyrir myndina þar því þessi mynd er fyrst og fremst gerð fyrir þann markað. Fólk í Norður-Evrópu er fyrir löngu búið að sjá sænsku myndina og líkaði hún vel. Fincher velur vel í hlutverkin, Daniel Craig er heppilegur í hlut- verk Blomkvists, blaðamannsins snjalla. Það var kannski helst í byrj- un myndarinnar að James Bond- og hörkutóls-ára Craig truflaði mann, því í þessu hlutverki leikur hann enga ofbeldishetju. En svo fór hann ágætlega með þetta. Sömuleiðis fara Stellan Skarsgård og Chri- stopher Plummer vel með sín hlut- verk. Það er helst Rooney Mara sem á erfitt með hlutverk litla tattú- veraða refsiengilsins. Hún virkar ósannfærandi fyrri hluta mynd- arinnar en vinnur síðan á. Sagan er, eins og í fyrri mynd- inni, þétt og góð. Það er helst þegar eftirmál atburðanna hefjast í lok myndarinnar að manni finnst þau vara óralengi. Þegar búið er að drepa illmennið þarf að klára fjöldann allan af hliðarsögum sem er engin sérstök spenna fyrir, sér- staklega ekki ef þú veist hvernig það endar af því að þú hefur séð þetta áður. Kvikmyndatakan er mjög flott og það er augljóslega meiri peningur í þessari mynd en þeirri sænsku, en það er samt enginn afgerandi mun- ur á gæðum ef nokkur. Fyrir þá sem ekki sáu sænsku myndina myndi ég mæla sterklega með því að fara á þessa. Þeir sem sáu fyrri myndina geta alveg eins horft á hana aftur eða bara kíkt á einhverja aðra. Gamalt vín á nýjum belgjum Refsiengillinn Salander saumar saman sár á enni Blomkvists eftir átök sem hann hefur lent í. Sambíóin Egilshöll, Háskólabíó, Smárabíó, Borgarbíó og Laugarásbíó The Girl With the Dragon Tattoo bbmnn Leikstjóri: David Fincher. Aðalhlutverk: Daniel Craig, Rooney Mara, Christopher Plummer og Stellan Skarsgård. Banda- ríkin, Svíþjóð, 2011. 158 mín. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Eva Gabrielsson, fyrrverandi sam- býliskona Stiegs Larssons heitins, höfundar Millennium-bókanna, er ósátt við þá miklu markaðssetningu sem einkennt hefur Hollywood- endurgerð sænsku kvikmyndarinn- ar Karlar sem hata konur, The Girl with the Dragon Tattoo, en sú mynd er gagnrýnd hér til hliðar. Gabrielsson segir Larsson hafa vilj- að vekja athygli á því ofbeldi og mismunun sem konur eru beittar og að þau hefðu aldrei gefið leyfi fyrir sölu á varningi tengdum bókunum. Fataverslanakeðjan H&M hleypti í vetur af stokkunum fatalínu sem innblásin er af annarri af tveimur aðalpersónum bókanna, Lisbeth Sa- lander en fatalínuna hannaði bún- ingahönnuður kvikmyndarinnar The Girl with the Dragon Tattoo, Trish Summerville. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd er línan mjög í anda klæðaburðar hinnar gall- hörðu Salander. Gabrielsson segir sölumennsk- una í kringum kvikmyndina nýju ekkert eiga skylt við bækur. Faðir Larssons og bróðir erfðu rithöfund- inn, þar sem Larsson og Gabr- ielsson voru ekki gift , og hafa þeir lýst því yfir að þeir muni gefa ágóð- ann sem þeir hljóta af kvikmynda- útgáfum bókanna til góðgerð- armála. Frá þessu segir á vef breska dagblaðsins Independent. Salander-stíll Fyrirsætur í fötum H&M. Gabrielsson ósátt við sölumennsku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.