SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Blaðsíða 2
2 25. desember 2011 Við mælum með 27. & 28. desember Jólagestir Gó eða Jóla Gó er tveggja daga jólatónlistarveisla sem verður á Café Rósenberg milli jóla og nýárs kl. 21. Í far- arbroddi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óskar Guðmunds- son á bassa og á meðal gesta- söngvara eru Sigríður Thorlac- ius, Sigurður Guðmundsson og Högni Egilsson. Miðaverð 2.000 kr. við hurð, enginn posi. Jóla Gó 6 Malar gull löngu eftir dauðann Charles Dickens aldrei vinsælli en á 200 ára afmælinu 11 Jólasálmar í samtíma Desember er mánuður jólasálmanna. Þeir hljóma á fjölmennum jóla- tónleikum í fínum sölum, á aðventusamkomum, á heimilum, í bílum. 28 Varð fyrir köllun Séra Halldór Gunnarsson í Holti ætlaði sér ekki að verða prestur en varð fyrir köllun sem hann gat ekki annað en hlýtt. 32 Litlu jólin eru auðvitað stórmál Litlu jólin eru haldin hátíðleg í grunnskólum víða um land, áður en börnin halda í frí í tilefni „stóru“ jólanna. Gleðin er þar við völd. 36 Hin ljúfa lögg eftir matinn Þorri Hringsson, listmálari og vínþekkjari, féllst á að gefa lesendum Sunnudagsmogg- ans góð ráð varðandi val á veigum með eft- irmatnum. 38 Systur með stíl Vogue leggur áherslu á systur í blaði sem er tileinkað best klæddu konum ársins 2011. Mary-Kate og Ashley Olsen tróna á toppnum. Lesbók 42 Laun erfiðis verkamannsins Fyrir 145 árum var Jón Sigurðsson tekinn inn í vísindaakademíu Bæj- aralands, sem þótti þá og þykir enn mikil heiður. 47 Óvæntir kraftar á Kjarvalsstöðum Til áramóta stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýningin Kjarval snertir mig: ungt fólk kynnist Kjarval. 32 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Einar Falur Ingólfsson. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. Morgunblaðið/Golli 34 Augnablikið Tíundi áratugurinn er kominn aftur. Ogþá er ég ekki að tala um Dr. Martens, síðpils eða tónlistarminni 2 Unlimited. Efþað vantaði staðfestingu á því að tíundi áratugurinn væri rækilega búinn að snúa aftur þá fékkst hún endanlega um síðustu helgi. „Þú kemst hærra með Skýjum ofar“ sagði í útvarpsþættinum forðum og það er alveg ljóst að það er ekki hægt að komast miklu hærra en á Barböru (gamli 22) síð- astliðið laugardagskvöld þar sem haldið var upp á fimmtán ára afmæli útvarpsþáttarins og dans- kvölda kenndra við Skýjum ofar. Áður en stuðið hófst þar fór fyrsti þátturinn í tíu ár af Skýjum ofar í loftið á X-inu. Þáttastjórnend- urnir Addi og Eldar voru með mjög góðan upphit- unar- og upprifjunarþátt sem kom ábyggilega mörgum í stuð en vert er að nefna að hægt er að hlusta á þáttinn á breakbeat.is. Þátturinn var tileinkaður „drum&bass“-tónlist og þar af leiðandi kvöldið á Barböru líka en þetta er einfaldlega besta tónlistin til að dansa við (af- sakið þetta Party Zone). Stemningin á dansgólfinu var frábær og það var bros á hverju einasta andliti. (Reykjavík þarf líka endilega meiri dans og minni drykkju á börunum.) Þarna var náungakærleik- urinn við völd, hippakynslóðin hvað? Það eru forréttindi hverrar kynslóðar að segja að allt hafi verið best þegar hún var ung. Og ég ætla óhindrað að segja það núna að það var allt best á tíunda áratugnum. Árið 1996 var til dæmis mjög gott ár, ’68 kynslóðin getur bara gleymt þessu. Það er komin ný nostalgía sem hefur miklu meiri áhrif á það sem er að gerast núna. Það var oft sagt hérna áður fyrr um þessa tónlist að þetta væri tónlist 21. aldarinnar og ég held það hafi verið sannað um síðustu helgi. Gleðileg trommu- og bassajól! Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Það voru flugeldasprengingar á gólfinu á Barböru um síðustu helgi og mikið dansað. Ljósmynd/Alísa Ugla Alveg í skýjunum Apar eru líka í jólaskapi eins og við hin. Þessi simpansi er að leita að mat í jólasokki í dýragarðinum í Buenos Aires í Argentínu. Veröld Reuters Jólaapi 27. desember Solaris Sun Glaze þeytir skífum á Kaffi- barnum á þriðja í jólum milli 21 og 1. Sol- aris Sun Glaze er einnig þekkt- ur sem Allenheimer og Atli Bollason. 28. & 29. des- ember Jólatónleikar Mótettukórs Hallgríms- kirkju og Þóru Einarsdóttur sóprans verða haldir á mið- vikudag og fimmtudag kl. 20. Á tónleikunum flytur Mót- ettukórinn alþjóðlega efnisskrá á átta tungumálum, þ.á m. hið pólska „Dzisiaj w Betlejem“ og hið hollenska „Nu zijt welle- kome“ í glænýjum útsetn- ingum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.