SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Qupperneq 10

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Qupperneq 10
10 25. desember 2011 Löng hefð er fyrir að leikir í ensku deildarkeppninni fari fram yfir há-tíðarnar, og líklega óhugsandi að því verði breytt á þessari öld. Hvaðeftir annað fer reyndar af stað umræða um að nauðsynlegt sé að leik-menn fái frí í kringum jól og áramót og jafnvel eitthvað fram í janúar, með stórmót landsliða að sumri í huga. Að annars verði þeir langþreyttir og sýni ekki sitt rétta andlit þegar flautað er til leiks á EM eða HM. Regla er í flestum öðrum löndum álfunnar, frekar en undantekning, að hlé sé gert á deildakeppni á þessum árstíma en Bleik yrði brugðið ef Englendingar, sú íhaldssama þjóð, tækju upp á því að gera sparkhlé á jólum. Það yrði eins og að verslunum á Íslandi yrði öllum lok- að klukkan 18 á Þorláksmessu eða rík- isstjórnin samþykkti að bannað yrði að borða rjúpu á aðfangadagskvöld. Eftir á að hyggja er þetta með rjúp- urnar líklega sennilegra en breyting á leikjaniðurröðun í Englandi … Hefðir eru til að halda í þær, segir Tjallinn. Íslendingar eru sama sinnis og syngja þess vegna með börnunum á hverjum jólum kvæðið feminíska, sem allir kunna: Nú skal segja, nú skal segja hvernig litlar telpur gera: Vagga brúðu, vagga brúðu – og svo snúa þær sér í hring. Nú skal segja, nú skal segja hvernig litlir drengir gera: Sparka bolta, sparka bolta – og svo snúa þeir sér í hring. Þannig er nú það … Í fyrsta skipti síðan 1929 er Man- chester City á toppi efstu deildar í Eng- landi um jólin. Keppnin um enska meistaratitilinn er á góðri leið með að þróast í bæjarkeppni Manchester- liðanna tveggja, og „háværi nágrann- inn“ eins og Sir Alex Ferguson, stjóri United, kallaði City fyrir nokkrum mánuðum, er orðið annað og meira en hávær nágranni. City hefur einfaldlega á að skipa besta liði Englands í dag, en svo er annað mál hvort það dugar til meistaratignar. Fyrir því er ekkert gar- antí. Og enginn afskrifar Ferguson og hans menn fyrr en ekki einu sinni von- in ein er eftir. Auðvitað gætu fleiri lið blandað sér í baráttu um titilinn; Tottenham, Chelsea, Arsenal, jafnvel Liverpool, en mikið má breytast til þess og erfitt að ímynda sér að bæði Manchester-liðin gefi nógu mikið eftir til þess hin komist fram úr. Nú þegar við hér uppi á Íslandi hlökkum til að taka upp pakkana, hugsum um Jesúbarnið og góða matinn og gæðastundirnar með fjölskyldunni, hlakka enskir knattspyrnuáhugamenn ekki síður til þeirra gómsætu rétta sem í boði verða á grasvöllum landsins. Við getum reyndar hlakkað til þeirra líka; frá öðrum degi jóla er leikur í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2 hvern einasta dag nema einn – sem hljóta bara að vera mistök í niðurröðun! – þangað til 4. janúar. Þá verður gert tveggja daga hlé og svo skellur á þriggja daga veisla til viðbótar, þar á meðal viðureign Manchester-risanna tveggja í bikarkeppni enska knattspyrnu- sambands. Í lokin verð ég að nefna lið ársins í Evrópu og besta lið heims, Barcelona. Það slátraði helsta keppinautnum á Spáni, Real Madrid, á útivelli á dögunum og varð svo heimsmeistari félagsliða í síðustu viku með slíkum yfirburðum að nánast var grátbroslegt. Manni dettur allaf jólin í hug þegar leikmenn Barca ganga inn á völl. Þá er von á fallegum pakka. Um leið og ég þakka dyggum pistilslesendum samfylgdina óska ég þeim, og öðrum Íslendingum, gleðilegra jóla. Æsispennandi bæjarkeppni Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Það er jafn óhugs- andi að ekki verði leikið á Englandi um jólin og að versl- unum á Íslandi verði lokað snemma á Þor- láksmessu Sir Alex Ferguson þjálfari Englands- meistara Manchester United. Roberto Mancini aðalþjálfari „háværu nágrannanna“ í Manchester City. Reuters Reuters M argaret Saue Marti frá Nor-egi, majór í Hjálpræð-ishernum, hefur haft ínógu að snúast undanfarna daga við að undirbúa árlega jólaveislu sem verður í kvöld, aðfangadagskvöld. Þangað mætir aðallega fólk sem á enga að eða getur ekki haldið jól heima af einhverjum ástæðum. Margaret segir frá fimmtudeginum. 06:30 Klukkan hringir á sama tíma og venjulega. Við Paul-William Marti, maðurinn minn, skiptumst á að taka til morgunmat, sem við borðum saman í rúminu. Þar förum við líka með bæn, spjöllum saman og eigum góða stund. 07:00 Ég kíki í blöðin á netinu og skoða Facebook. 08:15 Fer út að hlaupa. Ég er vana- föst og hleyp alltaf í kringum tjörnina. 09:15 Komin heim á ný og bý til brauðdeig sem ég ætla að baka úr í dag. 10:00 Fer út í bæ að kaupa jólakort. Við sendum alltaf viðskiptavinum okkar og þeim sem hafa hjálpað okkur, og vantaði nokkur í viðbót. Keypti líka konfektkassa til að gefa. 10:30 Morgunstund hefst í gistihúsi Hjálpræðishersins, á sama tíma og aðra daga. Við á skrifstofunni og starfsfólk gistihússins hittumst þar í um það bil hálftíma alla daga ársins og oft eru ein- hverjir fleiri með okkur. 11:00 Fer aftur heim og í bæinn með annarri dóttur okkar til þess að kaupa síðustu jólagjafirnar. Dætur okkar búa báðar í Noregi en eru komnar til okkar. Sonur okkar og tengdadóttir, sem líka búa í Noregi, koma hins vegar ekki fyrr en annan í jólum. 13:00 Smápása heima. Við fáum okkur að borða og förum í gegnum jóla- söngva með dóttur okkar. Hún leikur á píanó, ætlar að spila í veislunni á að- fangadagskvöld og við verðum að stilla saman strengi; velja lög sem hún þekkir og okkur langar til að syngja. 13:45 Fer út með eldri dótturinni, keyrum konfekt til konu sem hefur hjálpað mér mjög mikið. 14:00 Baka brauðið, strauja og gaf mér góðan tíma til að spjalla við dætur mínar. Þetta er hálfgerður millibils- dagur; við erum búin að gera allt sem hægt er svona snemma fyrir veisluna en aftur verður mikið að gera á morgun [Þorláksmessu] við að raða borðum og leggja lokahönd á undirbúninginn. 17:15 Við eldri dóttir okkar förum í göngutúr í kringum tjörnina. Maðurinn minn og yngri dóttir standa við jólapott Hjálpræðishersins í Kringlunni. 18:30 Við borðum alltaf heita máltíð á kvöldin. Ég er nýbyrjuð að elda þegar þýskur strákur, sem vinnur í dagsetrinu okkar fyrir útigangsfólk á Eyjaslóð, hringir og segir að mikill afgangur sé af brauðtertum sem voru þar í boði. Ég hætti því að elda og við ákveðum að borða afgangana. 20:00 Fjölskyldan dundar sér við að skreyta jólatréð heima hjá okkur. Reyn- um að taka það rólega því við vitum að mikið verður að gera næstu tvo daga. 21:00 Förum í Dómkirkjuna og hlýðum á kammertónlist. Það var mjög góð stund. Okkur líkar klassísk tónlist vel, það er mikil músík í fjölskyldunni; maðurinn minn spilar t.d. á lágfiðlu og leikur í Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna. 22:15 Komin heim eftir tónleikana. Ég set jólaplötu á fóninn, önnur stelpan les í bók en hin situr hjá mér og við töl- um saman. Paul-William ryksugar. 23:15 Við förum að sofa, ánægð með þægilegan dag. Það hefur verið mikið að gera undanfarið en þessi vika hefur ver- ið frekar róleg. En ég veit að það verður dálítið mikið að gera næstu tvo daga. Búast má við 130-150 manns í jólaveisl- una okkar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé um veisluna en fæ aðstoð frá mörgum svo allt á eftir að ganga vel. skapti@mbl.is Dagur í lífi Margaret Saue Marti hjá Hjálpræðishernum Margaret Saue Marti, majór í Hjálpræðishernum á Íslandi: „Þessi vika hefur verið frekar ró- leg hjá mér. En ég veit að það verður dálítið mikið að gera næstu tvo daga.“ Morgunblaðið/Golli Undirbýr árlega jólaveislu hersins

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.