SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Page 16
16 25. desember 2011
sagt: Guð minn góður!“ segir hún hlæjandi.
„Ég hafði í raun og veru ekki velt því fyrir
mér hvort hann myndi yfir höfuð svara,
þótt ég auðvitað vonaði það. En þegar ég sá
svarið fyrir framan mig rann upp fyrir mér
að alvara var komin í málið – að núna ekki
yrði aftur snúið.“
Klæddi sig ekki þennan dag
Að vonum snerist allt á hvolf. „Ég vil nota
þetta tækifæri til að þakka hópfélögum
mínum í MBA náminu fyrir að koma mér í
gegnum þennan kúrs,“ segir Hrafnhildur
kímin. „Á þessu augnabliki komst ekkert
annað að en að afla frekari upplýsinga að
utan. Ég held ég hafi ekki einu sinn klætt
mig þennan dag.“
Skeytin flugu og fljótlega röðuðust púslin
saman í heildstæða mynd. Faðir Hrafnhild-
ar reyndist við góða heilsu í San Francisco
og í ljós kom að hún á þrjú blóðskyld systk-
ini ytra og önnur þrjú sem Steven og Julie
ættleiddu. Fyrr en varði var hún komin í
hrókasamræður við systkinin líka, fyrst á
Facebook og síðan tölvupósti og Skype.
Skipst var á sögum og myndum.
„Þetta var dálítið skrítið, mér leið fyrst
svona eins og að fá fjóra rétta í lottó, það er
erfitt að lýsa þessu. Þetta var meira spenn-
andi en eitthvað tilfinningalegt. En svo átti
það eftir að breytast þegar ég áttaði mig á
því að ég hafði alltaf verið hluti af lífi þeirra.
Systkini mín og Julie höfðu alltaf vitað af
mér. Joyce systir mín, sem er einu ári yngri
en ég, sagði mér síðar að þau hefðu oft talað
um mig. Það var til dæmis siður þegar
dyrabjallan hringdi án þess að fjölskyldan
ætti von á neinum að segja: Jæja pabbi, þá
er týnda dóttir þín frá Íslandi komin!“
Hrafnhildur segir það hafa skipt höf-
uðmáli, að tilvist hennar hafi ekki verið
leyndarmál. „Það var allt uppi á borðinu
úti, rétt eins og hér heima. Ef það er ein-
hver boðskapur í þessari sögu þá er það
mikilvægi þess að foreldrar segi börnum
sínum alltaf sannleikann um uppruna
þeirra. Ég man til dæmis aldrei eftir að mér
hafi verið tilkynnt sérstaklega um að fyrr-
um eiginmaður mömmu og pabbi systur
minnar væri ekki pabbi minn. Ég hef bara
alltaf verið Mooney sem á amerískan
pabba. Og engin dramatík í kringum það.“
Varð að fara utan
Næstu vikur og mánuðir fóru í nánari sam-
skipti. Hrafnhildur fann hins vegar að hún
þurfti að fara fljótt utan til að kynnast föð-
ur sínum og systkinum betur. Það gerði
hún í lok júní 2009 ásamt Láru systur sinni
og syninum, Degi. „Fyrir mér var þetta
ekkert flókið, Lára var hluti af þessu ferli
frá upphafi. Það var hún sem fann pabba
minn og fyrir það er ég henni óendanlega
þakklát. Ég hefði því aldrei getað hugsað
mér að fara þessa ferð án hennar. Dagur
var líka ofboðslega spenntur.“
Þau millilentu í Boston og við komuna á
hótelið biðu Hrafnhildar skilaboð á sím-
svara frá föður hennar: Velkomin til
Bandaríkjanna! „Jæja, þetta er þá bara að
gerast, ég er að fara að hitta pabba minn,
hugsaði ég með mér. Ég var kvíðin og
spennt í bland og gat ekki með nokkru
móti talað við hann í síma strax, sendi bara
sms eins og kjáni,“ segir hún og hlær.
Hrafnhildur fór síðust út úr flugvélinni í
San Francisco. „Ég viðurkenni að ég var
smá að missa það, þarna var ekkert hægt
að snúa við og hlaupa heim. Við komum
inn í flugvallarbygginguna og þá var eng-
inn kominn að sækja okkur og ég hugs-
aði ... ókei, hann er bara hættur við! Skýr-
ingin var sú að pabbi var svo stressaður að
hann fann ekki komusalinn. Samt vann
hann á flugvellinum í fjórtán ár,“ segir
Hrafnhildur hlæjandi.
Fljótlega skilaði Steven sér þó, ásamt
yngri syni sínum, Brendan. „Þeirri stund
verður ekki lýst með orðum,“ segir Hrafn-
hildur.
Dagur, sem þá var tíu ára, sló strax í
gegn ytra – enda nokkuð vel mæltur á
enska tungu. „Við Lára horfðum bara á
hann í forundran: Heyrðu góði, hvenær
lærðir þú að tala ensku?“
Hálstak og spark í sköflung
Hrafnhildur segir Mooney-fjölskylduna
hafa borið þau á höndum sér þessar tvær
vikur sem þau voru í San Francisco.
„Heimsóknin var í alla staði frábærlega
heppnuð og það skrýtna var að mér fannst
ég alltaf hafa þekkt þetta fólk. Þetta var
ekki á neinn hátt vandræðalegt.“
Systkinin þrjú, Joyce (f. 1972), Shannon
(f. 1975) og Brendan (f. 1978), tóku henni
opnum örmum. „Þau tóku mér strax sem
systur, ég var meira að segja tekin hálstaki
og fékk spark í sköflunginn undir mat-
arborðið,“ rifjar hún upp hlæjandi. „Svona
eins og systkini gera.“
Hin ættleiddu systkini búa annars staðar
Hrafnhildur, í miðjunni, ásamt systrum sínum, Láru og Joyce.
Mooney-fjölskyldan á góðum degi vestur í Bandaríkjunum. Hæstánægð með að hafa loksins fundið týndu dótturina.
Joyce, Brendan og Hrafnhildur í banastuði á Austurvelli.
Mooney-fjölskyldan er trúrækin enda
kaþólsk að írskum sið. Hrafnhildur tók
hins vegar strax eftir því að þau blóta
samt eins og togarasjómenn. „Ég þurfti
stundum að grípa fyrir eyrun á Degi
meðan við vorum úti,“ segir hún kímin.
„Pabbi talar eins og Brooklyn-gaur, þrátt
fyrir það var hann ungmunkur í St.
Francis en gekk reglunni ekki á hönd.“
Hann barðist í Víetnam og segir Hrafn-
hildur þá lífsreynslu hafa haft djúpstæð
áhrif á hann. Steven var lengi farmaður
og vann í fjórtán ár á flugvellinum í San
Francisco. Hann starfar nú hjá vatnsveitu
borgarinnar.
Guðhrædd
en orðljót