SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Qupperneq 18
18 25. desember 2011
Hæ,“ segir Noomi Rapace vina-lega í símann. Hún talar fráStokkhólmi. „Ég er búin aðvinna hrikalega mikið og
ferðast út um allt,“ svarar hún. „En ég er
að fara til Skáns á morgun að heimsækja
mömmu og hef hlakkað mikið til að kom-
ast í frí. Annars segi ég bara allt fínt!“
– Þú ert þá varla komin í jólaskap?
„Nei, ekki enn. Ég vona að það verði
bráðlega. Annars er ég ekki mikil jóla-
manneskja. Ég læt aðra um það og reyni
bara að slaka á í nokkra daga.“
Noomi talar ljómandi íslensku, enda bjó
hún á Íslandi frá fimm til átta ára aldurs.
Og eftir það kom hún með farfuglunum á
vorin fram á unglingsár og var í sveit hjá
afa og ömmu á Flúðum. Stjúpfaðir hennar
og uppeldisfaðir er Hrafnkell Karlsson,
sem rekur búgarð með íslenskum hestum
á Skáni, og móðir hennar er sænsk leik-
kona, Nina Norén, sem raunar lék móður
hennar í fyrstu mynd þríleiksins eftir sög-
um Stiegs Larssons, en þar var Noomi í
eftirminnilegu hlutverki Lísbetar Saland-
er. Um þessar mundir eru þættir byggðir á
myndunum sýndir á RÚV.
Faðir meðal sígauna
En Noomi skiptir fljótlega yfir í ensku og
afsakar það, segist hafa talað ensku við-
stöðulaust undanfarið og það sé erfitt að
stökkva yfir í annað tungumál. „Er þér
sama?“ spyr hún. Ljúfari viðmælandi er
vandfundinn; það skín í gegn að frægðin
hefur ekki stigið Noomi til höfuðs.
Noomi er komin á kortið í kvikmynda-
smiðjunni vestra og fer með aðalkven-
hlutverkið í nýrri mynd um Sherlock
Holmes, Skuggaleik eða „A Game of
Shadows“. En hún segist ekki hafa verið
neitt sérlega kunnug söguheimi Arthurs
Conans Doyles.
„Ég var ómögulegur nemandi sem ung-
lingur og tók lítið eftir í skólanum þegar
aðrir lásu um hann. Fyrstu nánu kynni
mín af honum voru þegar ég horfði á fyrri
myndina, en auðvitað vissi ég alveg hver
Sherlock Holmes var.“
– Hvernig bjóstu þig undir hlutverk
sígaunakonunnar Simzu Heron?
„Ég hafði miklar ráðagerðir um það, bjó
til langan lista,“ segir hún. „Ég vildi búa í
sígaunabúðum, tileinka mér tungumálið,
læra dansinn og sönginn, og kynnast mat-
argerðinni. En ég hafði ekki tíma til þess.
Þetta gerðist allt svo hratt. Ég hafði bara
þrjár vikur til að undirbúa mig.
Ég var í Los Angeles í ágúst fyrir ári og
eftir marga fundi hitti ég Susan Downey,
eiginkonu Roberts Downeys, í höfuð-
stöðvum Warner Brothers. Hún vildi ná
tali af mér og svo kom Robert á fundinn.
Ég sat með þeim drjúga stund og ræddi
um kvikmyndir og drauma, og eins skrítið
og það var ræddum við ekkert um Sher-
lock Holmes. Þegar ég fór af fundinum
hugsaði ég með mér: „Vá, þetta var virki-
lega svalt. Það væri gaman að vinna með
þeim.“
Viku síðar var ég beðin að hitta Guy
Ritchie í London. Þá var komið fram í
september og viku síðar var mér boðið að-
alkvenhlutverkið í myndinni. Ég varð
himinlifandi og mér fannst það alveg
brjálæðisleg tilhugsun!
Undirbúningstíminn fór að mestu í æf-
ingar fyrir áhættuatriðin, svo las ég mér til
fram á nætur og um helgar. En ég gerði
annað, ég fékk konu til að búa með mér í
London sem hafði búið með sígaunum í
Transilvaníu og Ungverjalandi. Hún
hjálpaði mér með tungumálið, kenndi
mér dansinn og sönginn, en ég hafði því
miður aldrei tíma til að fara í sígaunabúð-
ir.“
– Ég hef lesið að pabbi þinn hafi verið
viðloðandi sígaunamenninguna?
„Hann var spænskur flamengósöngvari
og ég heyrði af því að hann hefði verið
hálfur sígauni, en er ekki viss um að það
sé rétt. Það var ekki fyrr en þremur árum
eftir að hann lést og ég gat því ekki borið
það undir hann.
Ég vissi bara að hann hefði búið með
þeim og mér skilst að á Spáni séu það helst
sígaunar sem leggja flamengósöng fyrir
sig. Hann tilheyrði því samfélagi og ég hef
alltaf haft sterkar taugar til þeirrar menn-
ingar; þeir standa þétt saman og fjöl-
skyldurnar eru samheldnar. Það má segja
að ég hafi beðið eftir tækifæri til að kynn-
ast þeim nánar, nú kom það upp í hend-
urnar á mér og það var kærkomin gjöf.“
– Ég las í viðtali við þig að þið faðir
þinn hefðuð átt lítið saman að sælda, en
náð að hittast og sættast áður en hann
féll frá?
„Ég hitti hann þremur mánuðum áður
en hann dó. Svo settumst við og ræddum
saman nokkrum sinnum og náðum góðri
lendingu.“
– En trúir þú á spádóma, til dæmis ta-
rot-spil sem Simza virðist hafa vald á?
„Já,“ segir hún hikandi. „Ég trúi á að
það séu kraftar að verki og að sumir séu
næmari fyrir þeim en aðrir. Langamma
mín á Íslandi sagði ömmu að hún hefði séð
álfa og ýmsar vættir á fjöllum. Ég held að
sumir geti séð inn í aðra vídd og numið
myndir sem lúta að framtíðinni. En ég trúi
ekki á spilin. Ég held þau séu fyrst og
fremst dramatísk, það er dulúð yfir þeim
og fólk borgar fyrir leikræn tilþrif. Síga-
unarnir nota þau til að byggja upp stemn-
ingu, en það eru aðrir kraftar að verki
þegar kemur að spádómum.“
Ég geri það sem þarf
– Stendur til að þú gerir mynd með Jude
Law, The Last Voyage of Demeter?
„Við ætluðum að leika saman í mynd
fyrir ári, en ekkert varð úr því. Ég fór í
tökurnar á Prometheus og hann í eitthvað
annað. En það væri gaman að vinna með
honum aftur, hann er algjör ljúflingur og
við skemmtum okkur vel.“
– En hvernig var að vinna með Robert
Downey jr.?
„Hann er stórkostlegur, það kraumar í
honum sköpunarkrafturinn og brýst oft
út í sprengigosi. Ég hef gaman af því að
umgangast fólk sem er ástríðufullt um líf
sitt og vinnu. Hann er skapandi, stöðugt
að leita að nýrra leiða og gefinn fyrir
spunavinnu. Fyrir vikið verður starfið
skapandi og allt hægt. Það á líka við um
aðra á tökustaðnum en hann, því hann
kann að vinna í hópi. Ég hvíslaði kannski
að honum hugmynd og þá kallaði hann á
mannskapinn: „Hlustið allir, prófum
þetta!““
– Og svo vannstu með leikstjóranum
Guy Ritchie!
„Hann er …“ segir hún og hlær við til-
hugsunina. „Ég varð svolítið undrandi yfir
því hvað hann gaf mér mikið frelsi. Hann
hefur grófan breskan húmor og við hlóg-
um mikið, en hann er líka með brennandi
ákafa og það er sem hann klippi myndina í
höfðinu um leið og tökurnar fara fram.
Hann á það til að stöðva tökur, jafnvel eft-
ir fyrsta rennsli. Maður sagði kannski við
hann: „En við vorum ekki búin!?“ Og þá
svaraði hann bara: „Þetta er nóg, ég klippi
þetta inn í annað atriði.““
– Það er óhætt að segja að útlit þitt hafi
breyst frá því þú lékst Lísbet Salander.
Það er mikilvægt fyrir leikkonu að fest-
ast ekki í hlutverki erkitýpunnar!
Fer ekki fram af
hengifluginu,
en heldur sig
nálægt brúninni
Noomi Rapace er í aðalkvenhlutverki nýju
myndarinnar um Sherlock Holmes, en Íslend-
ingar ættu að vera farnir að kannast við hana.
Rætur hennar liggja á Íslandi, hún sló í gegn sem
Lísbet Salander í þríleik Stiegs Larssons og hún
var á Íslandi í sumar við tökur á Prometheus,
stórmynd Ridleys Scotts.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is Noomi Rapace í hlutverki sígaunakonunnar Simza, sem
lendir í háskalegum ævintýrum með Sherlock Holmes.
Noomi Rapace og Robert Downey Jr. í nýju
myndinni um Sherlock Holmes.
Daniel Smith Hin goðsagnakennda Lísbet Salander vakn-
aði til lífsins á hvíta tjaldinu, ómótstæðileg í
meðförum Noomi Rapace.