SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Síða 32
32 25. desember 2011
Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í árer engin önnur en Heimsljós eftirþjóðskáldið Halldór Laxness. Þettaer ein ástsælasta saga nóbels-
skáldsins og eins og segir í tilkynningu frá
leikhúsinu, „heillandi verk um fegurð-
arþrána, veraldlega fátækt og andleg auð-
æfi“.
Verkið verður frumsýnt á annan í jólum
og er nú sett á svið í nýrri leikgerð Kjart-
ans Ragnarssonar leikstjóra, en leikgerð-
inni til grundvallar liggur skáldsagan í
heild sinni.
Fátækur, smáður og utanveltu
Heimsljós, sem kom út í fjórum hlutum á
árunum 1937 til 1940, er saga fátæka al-
þýðuskáldsins Ólafs Kárasonar Ljósvík-
ings. Í æsku er hann niðursetningur á
bænum Fæti undir Fótarfæti en síðar flyt-
ur hann til þorpsins Sviðinsvíkur.
„Alla ævi er hann fátækur, smáður og
utanveltu. En engu að síður er skáldið
„tilfinníng heimsins, og það er í skáldinu
sem allir aðrir menn eiga bágt,“ segir í til-
kynningu.
Í sýningunni munu þeir Hilmir Snær
Guðnason og Björn Thors túlka persónu
Ljósvíkingsins samtímis. Aðrir leikarar
eru Arnar Jónsson, Guðrún Snæfríður
Gísladóttir, Jóhannes Haukur Jóhann-
esson, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson,
Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra
Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir,
Þorsteinn Bachmann, Þórunn Arna Krist-
jánsdóttir og Ævar Þór Benediktsson. Um
leikmynd sér Gretar Reynisson en skapari
búninganna er Helga I. Stefánsdóttir. Um
tónlistina sér Kjartan Sveinsson og um
lýsingu Halldór Örn Óskarsson.
Eins og fyrr segir er leikstjórn og leik-
gerð í höndum Kjartans Ragnarssonar.
Í leikhúsinu hjálpast allir að. Jóhannes Haukur, Ævar Þór og Ólafur Egill skipta um búninga, enda flest-
ir leikarar sýningarinnar með fleiri en eitt hlutverk.
Úlfhildur Ragna Arnardóttir, yngsta leikkona sýningarinnar, og Lára
Sveinsdóttir í græna herberginu, þar sem leikararnir bíða milli atriða.
Þorsteinn Bachmann ásamt lærimeisturunum.
Búningarnir eru vel merktir hverjum leikara. Oft
er fjöldi nafna í einni flík en þessa buxur eru
merktar bæði Flosa og Agli Ólafssyni.
Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir setur rúllur í Vigdísi Hrefnu leikkonu eftir kúnstarinnar reglum.
Alla búninga þarf að flokka vel og vandlega
til að forðast rugling.
Dísa sminka fylgist með því að allt fari vel fram.
Björn Thors er í stólnum. Í forgrunni má sjá brot
af þeim fjölda gerva sem notuð eru í sýningunni.
Saga fátæka
alþýðuskáldsins
Bak við tjöldin
Heimsljós verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á
annan í jólum og er nú sett á svið í nýrri leikgerð
Kjartans Ragnarssonar leikstjóra. Sunnudags-
mogginn fékk að fylgjast með baksviðs.
Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is