SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Page 36

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Page 36
Matur 36 25. desember 2011 slíkan eftirmat. „Þumalputtareglan er venjulega sú að því ferskari og sýruríkari sem eftirmaturinn er því sýruríkari og ferskari vín ganga með honum,“ segir hann. „Þannig er gott að hafa hálfsætt kampavín með ferskum jarðarberjum og rjóma en með klístraðri og karmelíser- aðri eplaköku, þar sem væntanlega er líka einhver deigbotn, er gott að hafa sæt hvítvín, svo sem Sauternes eða Tokaji. Ef ingu, er frábært að hafa biturt og sérstakt vín frá Piemont á Ítalíu sem kallast Ba- rolo Chinato, en það getur verið erfitt að komast yfir flösku af því hér á landi.“ Bökuð ber og aldin Þegar talið berst að berja- og ávaxtabök- um bendir Þorri á að þær séu reyndar svo margvíslegar í bragði, samsetningu og áferð að það sé afar erfitt að alhæfa um hafa rauðvín og þá helst frá Frakklandi eða Ítalíu, og með hvítmygluosti ættu flest einföld rauðvín að ganga, þótt það sé einnig gott að hafa bragðmeiri hvítvín með þesskonar ostum. Bragðmeiri hvít- vín, eins og Pinot Gris frá Alsace eða Gewurztraminer, eru líka býsna góð með mörgum ostum, ekki síst þessum klíst- uruðu og velilmandi með rauðleitu skorpunni!“ nefnir Þorri. Fimmflokkur íslenskra eftirrétta „Í stuttu máli má skipta jólaeftirréttum Íslendinga gróflega í eina fimm flokka, útskýrir Þorri. „Þar erum við að tala um hrísgjónagrauta, af hverjum ris à l’am- ande er sennilega þekktastur, súkku- laðimús og -kökur, berja- og ávaxtabök- ur, búðinga og frómas (triffli og tiramisú eru góð dæmi um slíkt) og svo ís. Þetta eru allt ólíkir eftirréttir, mis- munandi í bragði, áferð og hitastigi, sem gerir það að verkum að það er erfitt að finna eitt og aðeins eitt vín sem passar með þeim öllum. Það sem þó kemst næst því að ganga með flestum eftirréttum er sætt hvítvín frá Frakklandi,“ útskýrir Þorri. „Frægustu sætvín heimsins koma frá Sauternes sem er lítil sveit sunnan og austan við Bordeaux en víðar þar í grennd eru einnig gerð framúrskarandi sætvín sem bera mismunandi nöfn og passa yfirleitt vel með margskonar eft- irréttum.“ Gott með grautnum „Með ris à l’amande er einmitt gott að prófa sæt hvítvín frá Frakklandi, svo sem Sauternes en einnig má prófa önnur „Late-Harvest“ hvítvín frá öðrum lönd- um“ útskýrir Þorri. „Tokaji frá Ung- verjalandi er nokkuð gott með hrís- grjónagraut en þegar bragðmiklar ávaxtasósur fylgja með, eins og hin vin- sæla kirsuberjasósa, er betra að hafa sýruríkari og ferskari freyðivín með því, til dæmis Asti.“ Súkkulaðikökur „Súkkulaðieftirréttir eru auðvitað margskonar og súkkulaði er jafnan eng- inn sérstakur vinur góðra vína, en þegar þesskonar eftirmatur er á boðstólnum er gott að hafa 10-20 ára gamalt Tawny púrtvín“ ráðleggur Þorri. „Sæt sérrí úr þrúgunni Pedro Ximenes, sem oft eru með skammstöfunina PX á flöskunni, eru sérlega góð með þungum og blautum súkkulaðikökum en með léttri súkku- laðimús, til dæmis úr mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði, er hægt að prófa hálfsæt freyðivín frá Asti. Önnur styrkt vín, svo sem venjuleg sæt sérrí, geta alveg gengið með hveitibætt- um súkkulaðikökum en með bragðmiklu og dökku súkkulaðikonfekti, sérstaklega ef það inniheldur sýrumikla ávaxtafyll- J afnan er fjallað vel og ítarlega umjólavínin í blöðunum á þessumárstíma. Hvaða vín passa vel (eðailla) við hangikjöt, hamborg- arhryggi og villibráð en sjaldnar er minnst á hvaða vín eru heppilegust þegar kemur að eftirréttunum. Það er því ekki úr vegi að renna yfir jóladeserta lands- manna og reyna að finna vín sem geta gengið með þeim. Þorri Hringsson, list- málari og vínþekkjari, féllst á að gefa góð ráð varðandi val á veigum með eft- irmatnum. Sætt skal sætu fylgja „Eftirréttir eru í flestum tilfellum sætir. Sumir alveg yfirgengilega sætir,“ bendir Þorri á. „Þeir eru flestir kaldir þótt líka megi finna volga eða heita eftirrétti. Sumir eru léttir og aðrir eru þungir. Allir eiga það sameiginlegt að vera endir á langri jólamáltíð og ég veit um þónokkur heimili þar sem desertinn er ekki borinn fram fyrr en undir miðnætti enda margir saddir eftir ríkulegan málsverðinn.“ Þorri bendir ennfremur á að það sé eins með eftirréttina og vínin sem gott er að bera fram með þeim, þau séu í flestum tilfellum sæt og sum þeirra mjög sæt, því það er nánast útilokað að finna þurrt vín sem passar með sætum eftirrétti.“ Að sögn Þorra geta þau geta verið hefðbundin sætvín eða styrkt vín og ein- staka tegund af sterku áfengi getur geng- ið með eftirmat. „Betra er þó að jafnaði að geyma neyslu á sterku áfengi þar til eftir matinn og fá sér það sem það sem Frakkar kalla „digestive“ eða eitthvað sem bætir meltinguna, þótt læknavísindi nútímans séu líklega ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Þorri og kímir við. Áður en farið er í sæta eftirrétti er samt nauðsynlegt að taka mið af því að sumir bera fram osta á milli aðal- og eftirréttar og því rétt að minnast aðeins á hvaða vín geta gengið með þeim. Ólíkir ostar á milli „Ostar eru auðvitað óteljandi en á jóla- borðið er best að bera einungis fram tvo til þrjá ólíka osta sem gaman er að narta í og dreypa á góðu víni með“ segir Þorri. „Klassískt er að bera fram blámygluost eins og Stilton, bragðmikinn og þéttan ost eins og Gruyére eða Cheddar, og loks mildan hvítmygluost eins og Brie eða Ca- membert. Með blámygluostum eru sæt hvítvín eins og Sauternes alveg fram- úrskarandi. Sambærileg sætvín frá öðr- um heimshlutum, svo sem Beerenauslese frá Þýskalandi eða Late Harvest vín frá Nýja heiminum, gera svipað gagn.“ Að sögn Þorra er upplagt að para saman Stil- ton og púrtvín en aftur á móti er yfirleitt ekki eins gott að hafa portvín með öðrum og mýkri blámygluostum. „Með þéttum og þroskuðum ostum er einfaldast að Hin ljúfa lögg eftir matinn Þorri Hringsson, listmálari og vínþekkjari, féllst á að gefa lesendum Sunnudagsmoggans góð ráð varðandi val á veigum með eftirmatnum. Texti: Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Þorri Hringsson lumar á ýmsu fljótandi góðgæti í flöskum í skápnum heima. Þorri mælir með armaníaki ekki síður en koníaki og segir þroskað eplabrandí njóta meiri vinsælda í Frakklandi en koníak.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.