SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Side 37

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Side 37
25. desember 2011 37 hitastigið. „Það getur stundum verið vandamál fyrir munnholið, það er að segja þegar blandast saman vín og ís“ segir Þorri. „Annars eru styrkt vín svo sem Pedro Ximenes sérrí eða freyðandi og sæt vín, eins og til dæmis Asti oftast bestu förunautar ísa og annarra frosinna eftirrétta þótt óneitanlega sé einnig gott að fá sér lögg af sterku áfengi með sum- um þeirra, t.d. dökkt romm með súkkulaðiís.“ Fyrir lengra komna Ef það er stemning fyrir því að fá sér eitthvað sparilegt að bragða á eftir málsverðinn kemur margt til greina, að sögn Þorra. „Fátt jafnast á við 40 ára Tawny-púrtvín seint á aðfangadags- kvöld svo ég tali nú ekki um árgangs- púrtvín, lumi menn á slíkum gersem- um.“ Og hann heldur áfram: „Árgangsromm frá Martinique eru dýrðleg, og margslungin og reykmikil maltviskí frá Islay, svo sem Lagavulin eða Laphroaig eru svo sem ekki fyrir alla, en þeir sem kunna að meta það fá sér gjarnan botnfylli í glas og láta það kitla nef og góm.“ Að endingu kemur Þorri inn á koní- akið, sem margir kjósa eftir matinn með kaffinu. „Íslendingar eru upp til hópa hrifnir af koníaki, sem sannarlega getur verið gæðadrykkur, en af hverju ekki að reyna að verða sér út um hið karakt- ermikla armaníak sem er ekki síður jólalegt? Þroskað eplabrandí, eins og Calvados, nýtur reyndar mun meiri vinsælda í heimalandi sínu, Frakklandi, en koníak og er sérlega gott til að bæta meltinguna að þeirra mati. Svo er það fátt sem jafnast á við gott Grappa frá Ítalíu eftir þunga máltíð. Frá góðum framleiðanda eins og Poli verður þessi annars sveitalegi spíri hreinasti un- aður.“ að austurlenskir ávextir eins og mangó eða passíuavöxtur koma við sögu gæti verið gaman að hafa sæt hvítvín frá Al- sace eins og t.d. Gewurztraminer Vend- anges Tardive, en það ber einmitt keim af þesskonar ávöxtum.“ Búðingar „Búðingar geta verið einfaldir og mjúkir, svo sem Crème Brûlée, og þá er gott að hafa ljúft sætvín eins og Sauternes eða Monbazillac með. Triffli er mun bragð- meiri og flóknari samsetning og þar sem oftast er bætt sérrí út í það er tilvalið að hafa einnig sérrí með því þótt sumum finnist alveg nóg að hafa það blandað í sjálft trifflið“ segir Þorri. „Tawny- púrtvín er einnig gott með triffli en þegar aðrir matarlímsbúðingar eru bornir fram verður að horfa svolítið á hvaða bragð er ríkjandi í búðingnum. Og eins og oftast er þumalputtareglan sú að sé bragðið sýru- ríkt þá er sýruríkt og freyðandi vín heppilegt en sé bragðið sætt og þungt eru hefðbundin sætvín betri og janfvel styrkt vín eins og sérrí og púrtvín. Tiramisú og aðrir ostabúðingar með áleitnu kaffi- bragði fara vel við ítalska sætvínið Vin Santo en það vín er einnig gott með eft- irréttum sem innihalda ákveðið bragð af hnetum og þurrkuðum ávöxtum.“ Rjómaís Ís getur verið margskonar á bragðið en það sem sameinar alla ísa er væntanlega ’ Þumalputtareglan er venjulega sú að því ferskari og sýruríkari sem eftirmaturinn er því sýruríkari og ferskari vín ganga með honum. Barnabarnið mitt, sem sækir sunnudagaskóla í Grensáskirkju, var aðsegja mér frá Jesú og pabba hans sem er Guð. Í huga hennar er Jesúsljóslifandi og hún vissi að jólin eru afmæli hans. Jólin eru spennanditími fyrir börnin, jólaböll, gjafir í skóinn, jólasveinar, skreytingarnar og svo allar gjafirnar. Fyrir hver jól veltum við því fyrir okkur hvort hinn raun- verulegi boðskapur jólanna gleymist í öllu umstanginu. Upp í hugann kemur erindi úr kvæðinu Aðventa eftir skáldið góða Hákon Aðalsteinsson: En nú virðist fegurðin flúin burt friðurinn spennu hlaðinn, lífsgæðakapphlaup og kauphallarskraut er komið til okkar í staðinn. Nú um jólin er full ástæða til að leiða hugann að stöðu kristni og kirkju í sam- félaginu. Það hafa blásið naprir vindar um þjóðkirkjuna á árinu, margir skráð sig úr kirkjunni og prestar hafa ekki sama aðgang að skólum borgarinnar og áð- ur. Þjóðkirkjan hefur orðið að glíma við afar erfið mál að undanförnu og svo virðist sem margir Íslendingar séu ósáttir við hvernig stjórn kirkjunnar hefur tekist á við þessi vandamál. Ekki verður annað séð en að stjórn kirkjunnar hafi ekki verið í stakk búin til að vinna úr þeim erfiðu málum sem upp hafa komið. Þetta á raunar ekki aðeins við um þjóðkirkjuna heldur einnig kirkjur í öðrum löndum og í því sam- bandi mætti nefna kaþólsku kirkjuna í Hollandi. Það verður að segjast eins og er að gagnrýni á stofn- un eins og þjóðkirkjuna er af hinu góða, hins vegar verður þessi gagnrýni að vera málefnaleg og frjó en því miður hefur af og til nokkuð skort á það. Við skulum hafa það í huga að prestar landsins og annað starfsfólk kirkjunnar vinn- ur fórnfúst og þýðingarmikið starf í þágu þjóðarinnar, oft á erfiðum stundum í lífi okkar. Á ögurstundu er kirkjan iðulega bjargvættur fólks semer í neyð og í sorg. Kristnisaga Íslendinga er afar merkileg. Ákvörðunin um hvort þjóðin ætti að taka kristna trú var rædd á Alþingi og samþykkt þar, hér var því um lýðræð- islega ákvörðun að ræða sem er einstakt í trúarbragðasögu heimsins. Halldór Laxness sagði að á kaþólskum tíma hefðu Íslendingar verið ein mesta bók- menntaþjóð heimsins. Kristin viðhorf hafa því frá upphafi haft sterk og mót- andi áhrif á sögu þjóðarinnar og menningu. Þess vegna er það furðuleg ákvörðun og sorgleg að nú skuli fjallað um kristni og kristinsögu eins og hver önnur trúarbrögð í skólum höfuðborgarinnar. Í huga flestra er kristnin ekki eins og „hver önnur trúarbrögð“ heldur er hér um að ræða trú þjóðarinnar. Við skulum ekki gleyma því að jólin eru kristin trúarhátíð. Margir Íslendingar munu fara í kirkju nú um jólin og á komandi ári og njóta þjónustu kirkjunnar, einnig þeir sem hafa gagnrýnt kirkjuna og jafnvel sagt sig úr henni. Trúarleg reynsla og tilfinning manna er mjög persónubundin og eigum við flest erfitt með að útskýra hana í orðum. Í bók Josefs Ratzingers, nú Benedikts páfa, Salz der Erde eða Salt jarðar, segir meðal annars: „Ef mað- urinn trúir aðeins því sem augu hans sjá er hann í raun blindur. Eigum við ekki að nota tímann nú um jólin og leiða hugann að því sem skiptir máli, um það, hvaða hlutverki trúin gegnir í lífi okkar og hvernig kirkju við viljum hafa í land- inu. Ég vil að lokum grípa niður í kvæðið Aðventu eftir Hákon Aðalsteinsson: Láttu svo kertið þitt lýsa um geim loga í sérhverjum glugga, þá getur þú búið til bjartari heim og bægt frá þér vonleysisskugga. Paragvæinn Esteban Sabate undirbýr árlega sýningu sem tileinkuð er Jesúbarninu. Reuters Jesús og pabbi hans Jól Sigmar B. Hauksson ’ Nú um jól- in er full ástæða til að leiða hugann að stöðu kristni og kirkju í sam- félaginu.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.