SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Side 42

SunnudagsMogginn - 25.12.2011, Side 42
42 25. desember 2011 Ólafur Oddsson íslensku-kennari við Menntaskólanní Reykjavík lést um aldurfram þann 3. nóvember síð- astliðinn. Ólafur var afburðakennari; um það bera fjölmargir nemendur hans vitni. Ég var um árabil prófdómari hjá honum við munnlegt stúdentspróf. Ef nemandi stóð á gati gerði Ólafur sér far um að koma honum á rétta braut, þannig að úr varð nokkurs konar einka- kennslustund. Hann notaði með öðrum orðum þetta síðasta tækifæri til að fræða unga fólkið sem var í þann veginn að kveðja gamla skólann sinn. Vissulega skynjaði hann streituna sem fylgdi munnlegum prófum, og því lagði hann sig fram um að róa nemendur ef hann sá að í óefni stefndi. Og hann var alltaf tilbúinn með vasaklút ef einhver fór að gráta, t.d. eftir að dregin hafði verið dróttkvæð vísa eftir Egil Skalla- grímsson. Eitt af því sem Ólafs verður minnst fyrir er einlægur áhugi hans á íslensku máli og afar næm tilfinning fyrir fram- setningu og stíl. Hann sá á tímabili um þáttinn Daglegt mál í Ríkisútvarpinu. Einnig skrifaði hann árið 2004 hand- bókina Gott mál, ábendingar um al- gengar ritvillur og hnökra á máli og stíl. Þetta rit má nálgast á vef Mennta- skólans í Reykjavík (mr.is/docs/ OlOGottm.pdf). Ég ráðlegg öllum áhugamönnum að kynna sér þennan gagnmerka texta Ólafs og spreyta sig jafnframt á æfingunum sem fylgja. Mér finnst tónninn í Góðu máli lýsa mann- inum á bak við verkið: fræðandi, þægi- legur, kurteislegur, glettinn en þó ákveðinn. Ólafur vissi sem var að fólk vill gjarnan fá ótvíræðan úrskurð um vafaatriði; hann felldi sinn úrskurð og studdi hann jafnframt með rökum. Mig langar að taka örfá dæmi úr ofan- greindu riti Ólafs Oddssonar og byrja á athugasemd hans um „vafasamar tilvís- unarsetningar“ : „Tilvísunarsetningar standa oftast með nafnorði eða fornafni. Dæmi: Þarna er stúlkan sem hann er ástfanginn af (ekki: ástfanginn í). Illa fer á því að láta þær standa með heilli setningu. Dæmi: Sökum vatnsleysis komumst við aldrei í bað sem er afleitt. – Vafasamar auglýs- ingar hafa stundum vakið nokkra at- hygli. Dæmi: Nýkomnir hanskar handa karlmönnum sem eru loðnir að innan.“ Síðan biður Ólafur okkur um að lag- færa eftirfarandi texta: „Sökum fátæktar komst hún, veik konan, ekki á sjúkra- hús sem er til skammar.“ Á öðrum stað ræðir Ólafur um mik- ilvægi þess að vera stuttorður og gagn- orður og styður mál sitt með dæmum: „Það fólk, sem hefur nýlega orðið mjög ríkt og veit ekki aura sinna tal, er oft eigingjarnt. Betra væri: Nýríkt fólk er oft eigingjarnt. – Kjartan Ólafsson var giftur konu sem hét Hrefna Ásgeirs- dóttir. Betra væri: Kjartan Ólafsson átti (eða: var kvæntur/ giftur) Hrefnu Ás- geirsdóttur. Njáll Þorgeirsson var ekki með neitt skegg á vöngum sínum. Betra væri: Njáll Þorgeirsson var skegglaus.“ Í lok umrædds kafla sýnir Ólafur dæmigert upphaf skólaritgerðar og skýtur inn þremur spurningum í horn- klofum: „Í þessari ritgerð minni [fróðlegt?] sem hér fer á eftir [fróðlegt?] ætla ég að reyna að segja frá því [þróttmikið?] hvaða skoðun ég hef…“ Loks langar mig að minna á kafla í Góðu máli um dönsk áhrif á íslensku; við erum víst vanari því nú orðið að vera áminnt um að forðast ensku áhrif- in, og það gerir Ólafur reyndar í öðrum köflum. Ég tek hér nokkur dæmi frá honum um lífseigar „duldar“ dönsku- slettur. 1. Koma inn á eitthvað (víkja að ein- hverju, fjalla um eitthvað). 2. Það er synd að hún gat ekki komið (það er leitt að hún gat ekki komið). 3. Það sýnir sig (það kemur í ljós). 4. Nærliggjandi hús (nálæg hús). 5. Það kemur til með að gerast (það mun gerast/ það gerist). 6. Svona nokkuð er ekki forsvaranlegt (þetta er ekki boðlegt/ þetta er óverj- andi). 7. Upplýstir menn og meðvitaðir um þennan vanda reyna að leysa hann (þeir sem þekkja hér til reyna að leysa vandann). 8. Gegnum aldirnar (um aldir). 9. Hann vildi gera sig gildandi á þessu sviði (hann vildi verða áhrifamikill/ áhrifamaður á þessu sviði. Minnumst Ólafs Oddssonar um jólin með því að glugga í rit hans um málfar. Það er ókeypis skemmtun. Gleðileg jól. Í minningu Ólafs Oddssonar ’ Og hann var alltaf tilbúinn með vasaklút ef einhver fór að gráta, t.d. eftir að dregin hafði verið dróttkvæð vísa eftir Egil Skallagrímsson. Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Ólafur Oddsson íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík Á árinu var minnst 200 ára af-mælis Jóns Sigurðssonar,helsta leiðtoga Íslendinga ísjálfstæðisbaráttu 19. aldar, sem fæddist 17. júní 1811 á Hrafnseyri við Arnarfjörð og lést 7. desember 1879. Mikið hefur eðlilega verið fjallað um Jón á árinu og einnig um eiginkonu hans Ingibjörgu Einarsdóttur, sem lést skömmu eftir frá- fall Jóns, 16. desember 1879, en hún fædd- ist 9. október 1804. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík ár- ið 1829 með ágætiseinkunn og hélt síðan til Kaupmannahafnar árið 1833 til frekara náms, en lauk þó aldrei prófi. Þrátt fyrir það var Jón merkur og ötull fræðimaður sem sinnti rannsóknum í íslenskum fræð- um, vann sem málvísindamaður hjá Árnasafni, annaðist útgáfu á ýmsum ritum og gaf út tímarit. Sem dæmi um þær mæt- ur sem menn höfðu á Jóni Sigurðssyni sem fræðimanni er að hann var tekinn inn í vísindaakademíu Bæjaralands, Bayerische Akademie der Wissenschaften, 2. júní 1866 fyrir meðmæli þýska sagnfræðings- ins Konrads Maurers. Kosningar í akademíunni fara fram með kúlum hvítum og svörtum og hlaut Jón einróma samþykki, aðeins hvítar kúl- ur. Vísindaakademían í Bayern er mjög virt stofnun og meðal meðlima hennar má telja Wolfgang Goethe, Grimm-bræðurna Jacob og Wilhelm, Afred Einstein og fleiri. Hér fylgir á eftir þýðing Árna Björnssonar á fundargerð akademíunnar frá sumrinu 1866, en hún hefur ekki áður verið birt á íslensku: Konunglega vísinda-akademían Heimspeki- og málvísindadeild Fundargerð kjörfundar 2. júní 1866 Viðstaddir: Spengel [Leonhard von Spengel] Haneberg [Daniel von Haneberg] Halm [Karl Ritter von Halm] Beckers [Hubert Beckers] Prantl [Karl von Prantl] Christ [Wilhelm von Christ] Brunn [Heinrich Ritter von Brunn] Maurer [Konrad von Maurer] Plath [Johann Heinrich Plath] og undirskrifaður ritari deildarinnar. Tilgreindir félagar komu saman á kjör- fund sem ritarinn hafði boðað alla reglu- lega meðlimi deildarinnar til með sérstöku umburðarbréfi. Félagi Thoma var sakir leyfis löglega fjarverandi, og rétt fyrir fundinn afsakaði félagi Plath fjarvist félaga Hofmanns sökum veikinda. Með fyrrnefndum tíu félögum, sem telj- ast meira en þrír fjórðu hlutar heildar- innar, mátti þetta eftir orðalagi í starfs- reglum skoðast sem gildur fundur. Þeir völdu með svohljóðandi nið- urstöðu: sem framandi félaga: 1) Herra K. [Karl Ritter von] Urlichs, prófessor í Würzburg, tilnefndur af herra Brunn, með átta hvítum kúlum gegn tveim svörtum 2) Herra Jón Sigurðsson (á Íslandi) til- nefndur af herra Maurer, með tíu hvítum kúlum (einróma) 3) Herra G. [Gottfried] Semper í Zürich, tilnefndur af herra Brunn, með sjö hvítum kúlum gegn þrem svörtum 4) Herra Dr. M. [Martin] Haug í Reut- lingen, tilnefndur af herra Christ, með tíu hvítum kúlum (einróma) Undirritað: Skrifari I. deildar Marc Jos Müller [Markus Joseph Müller] München, júní 1866 Kjörgögn 1866 Tillaga herra prófessors K[onrad] Mau- rers vegna kosningar herra Jóns Sigurðs- sonar á Íslandi sem framandi félaga heim- speki- og málvísindadeildar. Ótvírætt má líta á Íslendinginn Jón Sig- urðsson sem fremsta fræðimann nútímans á sviði norðurgermanskra fornfræðirann- sókna. Frá árinu 1835 sem styrkþegi og frá 1848 sem ritari Árnanefndar hefur hann átt frábæran hlut að verkefnum nefnd- arinnar; fyrir utan mjög lofsverða skrán- ingarvinnu við norræn handrit í Stokk- hólmi og Uppsölum, Árnasafni og hinu mikla Konunglega bókasafni í Kaup- mannahöfn. Vísa ég í því sambandi á þátt hans við útgáfu Íslenskra annála (1847) og Snorra Eddu (1848 og 1852). Frá árinu 1841 hefur hann verið félagi í Konunglega norræna fornfræðafélaginu, frá 1847 stjórnarmaður og 1847-1865 var hann skjala- og bókavörður þess. Hann hefur unnið ötullega að verkefnum félags- ins, reyndar oft í kyrrþey; ég nefni hér einungis meðal margs annars útgáfu hans á Íslendinga sögum [26v] (1843 og 1847), Trójumanna og Breta sögum (1848-49), Játvarðar sögu (1852) og Ósvalds sögu (1854), mjög mikilvægan hlut hans að þriðja bindi af Grönlands historiske Min- desmærker (1845) og Antiquités Russes (1850 og 1858) og bókmenntasögulega formála hans að orðabókum Dr. Svein- bjarnar Egilssonar og Eiríks Jónssonar (1860 og 1863). Frá 1836 hefur hann verið félagi í Hinu íslenska bókmenntafélagi og frá 1851 for- seti Hafnardeildar þess. Jóni Sigurðssyni hefur tekist að skapa félagi þessu þá virð- ingu sem samræmist stöðu Íslands og það á skilið á sviði norðurgermanskra málvís- inda og fornfræða. Sjálfur hefur hann haf- ið útgáfu á hinu frábæra Íslenska forn- Laun erfiðis verkmannsins Fyrir 145 árum var Jón Sigurðsson tekinn inn í vísindaakademíu Bæjaralands, sem þótti þá og þykir enn mikil heiður. Í ljósi þess að Jón lauk ekki háskólaprófi sýnir þetta vel hvaða álit sam- tímamenn hans höfðu á honum sem fræðimanni. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.